Sigurbjörn Árni: Guðbjörg er á heimsmælikvarða 18. október 2018 09:15 Guðbjörg á framtíðina fyrir sér. mynd/skjáskot „Þetta er náttúrulega algerlega frábær árangur og það er magnað að ná að bæta sig svona mikið jafn seint á hlaupatímabilinu og raun ber vitni,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sérfræðingur um frjálsar íþróttir. „Það er eftirtektarvert hvað hún vinnur öruggan sigur í fyrra hlaupinu og hún sýnir svo stöðugleika með því að bæta sig enn meira í seinna hlaupinu. Það er vel af sér vikið hjá henni og þjálfara hennar að takast það að toppa á réttum tíma.“ „Hún er bæði stór og sterk og hefur alla burði til þess að ná langt í þessari grein í fullorðinsflokki seinna meir. Hún hefur sýnt það á þessu ári að hún er á heimsmælikvarða hvað jafnaldra sína varðar og ég er bjartsýnn á að hún geti haldið áfram að bæta sig. Það er raunhæft að mínu viti að stefna á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Miðað við þann tíma sem dugði til þess að komast á síðustu leika þarf hún að bæta sig um 20 sekúndubrot til þess að komast þangað og það er klárlega möguleiki að hún nái því í tæka tíð,“ segir Sigurbjörn Árni um framtíðarhorfur hennar. „Hún er í góðum höndum hér heima hjá þeim þjálfara sem hún hefur og varðandi aðstöðu heilt yfir. Við erum með góða innanhúsaðstöðu lungann úr árinu hér heima og útiaðstaðan er á pari við það sem gengur og gerist erlendis. Það er kannski helst að það væri gott fyrir hana að æfa spretthlaup sín í meiri hita en hún hefur kost á hérlendis. Það er gott fyrir spretthlaupara að æfa í meiri hita en mögulegt er á Íslandi,“ segir sérfræðingurinn um komandi tíma hjá þessari ungu og efnilega hlaupakonu. „Það er mjög bjart fram undan hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en við erum með fimm til sex íþróttamenn sem gætu hæglega náð langt á næstu árum ef þeir halda rétt á spöðunum í framhaldinu. Við höfum verið að ná góðum árangri á alþjóðavettvangi í ungmennaflokkum undanfarið og það gefur góð fyrirheit. Ég geri mér vonir um að við verðum með fleiri á næstu íslenska þátttakendur á Ólympíuleikunum en við höfum verið með á undanförnum leikum. Það er sérstaklega gaman að sjá þróunina hversu marga frambærilega spretthlaupara við eigum á þessum tímapunkti,“ sagði hann um komandi tíma. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðbjörg Ólympíumeistari og bætti eigið Íslandsmet Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari úr ÍR, varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi en Ólympíuleikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu. 16. október 2018 20:50 Frábært ár varð stórkostlegt Ísland eignaðist Ólympíumeistara í gærkvöldi þegar Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Hún bætti einnig Íslandsmet sitt í greininni. 17. október 2018 09:00 Sjáðu einlægan fögnuð nýja íslenska Ólympíumeistarans Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í gær Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi. 17. október 2018 11:00 Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur náð eftirtektarverðum árangri í spretthlaupi á þessu ári. Gullverðlaunin sem vann í vikunni á Ólympíuleikum ungmenna var góður endapunktur á góðu keppnisári. 18. október 2018 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
„Þetta er náttúrulega algerlega frábær árangur og það er magnað að ná að bæta sig svona mikið jafn seint á hlaupatímabilinu og raun ber vitni,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sérfræðingur um frjálsar íþróttir. „Það er eftirtektarvert hvað hún vinnur öruggan sigur í fyrra hlaupinu og hún sýnir svo stöðugleika með því að bæta sig enn meira í seinna hlaupinu. Það er vel af sér vikið hjá henni og þjálfara hennar að takast það að toppa á réttum tíma.“ „Hún er bæði stór og sterk og hefur alla burði til þess að ná langt í þessari grein í fullorðinsflokki seinna meir. Hún hefur sýnt það á þessu ári að hún er á heimsmælikvarða hvað jafnaldra sína varðar og ég er bjartsýnn á að hún geti haldið áfram að bæta sig. Það er raunhæft að mínu viti að stefna á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Miðað við þann tíma sem dugði til þess að komast á síðustu leika þarf hún að bæta sig um 20 sekúndubrot til þess að komast þangað og það er klárlega möguleiki að hún nái því í tæka tíð,“ segir Sigurbjörn Árni um framtíðarhorfur hennar. „Hún er í góðum höndum hér heima hjá þeim þjálfara sem hún hefur og varðandi aðstöðu heilt yfir. Við erum með góða innanhúsaðstöðu lungann úr árinu hér heima og útiaðstaðan er á pari við það sem gengur og gerist erlendis. Það er kannski helst að það væri gott fyrir hana að æfa spretthlaup sín í meiri hita en hún hefur kost á hérlendis. Það er gott fyrir spretthlaupara að æfa í meiri hita en mögulegt er á Íslandi,“ segir sérfræðingurinn um komandi tíma hjá þessari ungu og efnilega hlaupakonu. „Það er mjög bjart fram undan hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en við erum með fimm til sex íþróttamenn sem gætu hæglega náð langt á næstu árum ef þeir halda rétt á spöðunum í framhaldinu. Við höfum verið að ná góðum árangri á alþjóðavettvangi í ungmennaflokkum undanfarið og það gefur góð fyrirheit. Ég geri mér vonir um að við verðum með fleiri á næstu íslenska þátttakendur á Ólympíuleikunum en við höfum verið með á undanförnum leikum. Það er sérstaklega gaman að sjá þróunina hversu marga frambærilega spretthlaupara við eigum á þessum tímapunkti,“ sagði hann um komandi tíma.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðbjörg Ólympíumeistari og bætti eigið Íslandsmet Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari úr ÍR, varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi en Ólympíuleikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu. 16. október 2018 20:50 Frábært ár varð stórkostlegt Ísland eignaðist Ólympíumeistara í gærkvöldi þegar Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Hún bætti einnig Íslandsmet sitt í greininni. 17. október 2018 09:00 Sjáðu einlægan fögnuð nýja íslenska Ólympíumeistarans Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í gær Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi. 17. október 2018 11:00 Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur náð eftirtektarverðum árangri í spretthlaupi á þessu ári. Gullverðlaunin sem vann í vikunni á Ólympíuleikum ungmenna var góður endapunktur á góðu keppnisári. 18. október 2018 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Guðbjörg Ólympíumeistari og bætti eigið Íslandsmet Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari úr ÍR, varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi en Ólympíuleikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu. 16. október 2018 20:50
Frábært ár varð stórkostlegt Ísland eignaðist Ólympíumeistara í gærkvöldi þegar Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Hún bætti einnig Íslandsmet sitt í greininni. 17. október 2018 09:00
Sjáðu einlægan fögnuð nýja íslenska Ólympíumeistarans Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í gær Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi. 17. október 2018 11:00
Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur náð eftirtektarverðum árangri í spretthlaupi á þessu ári. Gullverðlaunin sem vann í vikunni á Ólympíuleikum ungmenna var góður endapunktur á góðu keppnisári. 18. október 2018 09:00