Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Hjörvar Ólafsson skrifar 18. október 2018 09:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir gerði gott mót á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. getty Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari úr ÍR, kórónaði frábært ár sitt með því að tryggja sér gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í Argentínu í gærkvöldi. Guðbjörg Jóna bætti Íslandsmet sitt í greininni tvívegis á leikunum, en hún hefur alls gert það þrisvar sinnum á þessu ári. Áður hafði Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur í 200 metra hlaupi staðið óhreyft í 21 ár. „Ég er búin að vera að hugsa um þetta hlaup í mjög langan tíma og það er ofboðslega góð tilfinning að þetta hafi gengið svona vel og gullið sé í höfn. Tilfinningin var geggjuð og ég fann það strax þegar ég kom í mark að ég hefði náð góðum tíma. Mér fannst líklegt að ég hefði náð að tryggja mér gullverðlaun,“ segir Guðbjörg Jóna um þær tilfinningar sem bærðust í brjósti hennar eftir hlaupið. Þessi 16 ára hlaupakona segir undirbúninginn fyrir Ólympíuleika ungmenna hafa gengið vel. „Það hefur fátt annað komist að undanfarna mánuði en að undirbúa mig eins vel og ég get fyrir þetta hlaup. Æfingarnar hafa verið svipaðar og áður, en ég hugsaði mjög vel um mig síðustu mánuði. Bæði hvað varðar næringu, góða hvíld og góðan svefn. Það er skemmtilegt að hafa uppskorið eftir allan þann undirbúning. Það munar líka um það að geta hlaupið alveg meiðslalaus, en meiðslin sem ég glímdi við fyrr á árinu eru ekki lengur að plaga mig,“ sagði Guðbjörg um lykilinn að góðum árangri sínum. „Það var frekar skrýtið að vakna í morgun og vera ekki að hugsa um leiðir til þess að ná þessu markmiði mínu. Það var að vinna gull hérna. Nú er næsta markmið að standa mig vel á Evrópumóti U-20 ára sem fram fer á júlí í næsta ári. Þar stefni ég á að komast í úrslit og ég tel það vel raunhæft. Ég er búin að bæta mig reglulega og nokkuð mikið síðasta hálfa árið. Það er ekki ekki hægt að vænta þess að þetta haldi áfram á sama hátt, en ég get klárlega bætt mig meira og það er markmiðið. Langtímamarkmiðið er svo að hlaupa á Ólympíuleikum. Ég er ekki viss um að það sé raunhæft að stefna á leikana sem fram fara í Tókýó árið 2020, en það kemur bara í ljós þegar nær dregur,“ segir hún um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari úr ÍR, kórónaði frábært ár sitt með því að tryggja sér gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í Argentínu í gærkvöldi. Guðbjörg Jóna bætti Íslandsmet sitt í greininni tvívegis á leikunum, en hún hefur alls gert það þrisvar sinnum á þessu ári. Áður hafði Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur í 200 metra hlaupi staðið óhreyft í 21 ár. „Ég er búin að vera að hugsa um þetta hlaup í mjög langan tíma og það er ofboðslega góð tilfinning að þetta hafi gengið svona vel og gullið sé í höfn. Tilfinningin var geggjuð og ég fann það strax þegar ég kom í mark að ég hefði náð góðum tíma. Mér fannst líklegt að ég hefði náð að tryggja mér gullverðlaun,“ segir Guðbjörg Jóna um þær tilfinningar sem bærðust í brjósti hennar eftir hlaupið. Þessi 16 ára hlaupakona segir undirbúninginn fyrir Ólympíuleika ungmenna hafa gengið vel. „Það hefur fátt annað komist að undanfarna mánuði en að undirbúa mig eins vel og ég get fyrir þetta hlaup. Æfingarnar hafa verið svipaðar og áður, en ég hugsaði mjög vel um mig síðustu mánuði. Bæði hvað varðar næringu, góða hvíld og góðan svefn. Það er skemmtilegt að hafa uppskorið eftir allan þann undirbúning. Það munar líka um það að geta hlaupið alveg meiðslalaus, en meiðslin sem ég glímdi við fyrr á árinu eru ekki lengur að plaga mig,“ sagði Guðbjörg um lykilinn að góðum árangri sínum. „Það var frekar skrýtið að vakna í morgun og vera ekki að hugsa um leiðir til þess að ná þessu markmiði mínu. Það var að vinna gull hérna. Nú er næsta markmið að standa mig vel á Evrópumóti U-20 ára sem fram fer á júlí í næsta ári. Þar stefni ég á að komast í úrslit og ég tel það vel raunhæft. Ég er búin að bæta mig reglulega og nokkuð mikið síðasta hálfa árið. Það er ekki ekki hægt að vænta þess að þetta haldi áfram á sama hátt, en ég get klárlega bætt mig meira og það er markmiðið. Langtímamarkmiðið er svo að hlaupa á Ólympíuleikum. Ég er ekki viss um að það sé raunhæft að stefna á leikana sem fram fara í Tókýó árið 2020, en það kemur bara í ljós þegar nær dregur,“ segir hún um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira