Öflugra dagforeldrakerfi Skúli Helgason skrifar 18. október 2018 07:00 Meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn leggur mikla áherslu á að bæta aðbúnað ungbarnafjölskyldna í borginni og vinnur á báðar hendur að kraftmikilli uppbyggingu nýrra leikskóla með fjölgun leikskólarýma fyrir börn yngri en 18 mánaða og hins vegar eflingu dagforeldakerfisins sem hefur verið mikilvægur valkostur fyrir marga foreldra á undanförnum áratugum. Við settum á fót starfshóp í fyrra til að vinna að eflingu dagforeldakerfisins og nú höfum við samþykkt í skóla- og frístundaráði fjölmargar aðgerðir sem byggja á einstökum tillögum starfshópsins að hluta eða öllu leyti. Tilgangurinn er að bæta þjónustuna, auka öryggi hennar og fjölga dagforeldrum. Við leggjum áherslu á jákvæða hvata sem grundvallaraðferðafræði og borgin er tilbúin að leggja sitt af mörkum við að fjölga dagforeldrum með því m.a. að taka upp stofnstyrk fyrir nýja dagforeldra, auka námsstyrki og faglegan stuðning við dagforeldra, bæta eftirlit og ráðgjöf og taka upp ytra mat byggt á fyrirliggjandi gæðaviðmiðum. Þá hækka niðurgreiðslur um 15% sem er mesta hækkun í einu skrefi á undanförnum árum. Alls hafa niðurgreiðslur til dagforeldra þá hækkað um nærri 38% frá árinu 2015 sem er talsvert umfram verðbólgu og yfir meðalhækkun launa. Ein veigamesta aðgerðin sem nú er lögð til er að borgin leggi sitt af mörkum til að auka öryggi þjónustunnar með því að stíga fyrsta skrefið í að leggja þeim dagforeldrum til húsnæði sem starfa tveir saman. Miðað er við að eitt starfandi dagforeldri og eitt nýtt starfi saman og í fyrsta áfanga verði lögð fram þrjú hús á þremur stöðum. Það er vilji borgarinnar að dagforeldrar starfi í auknum mæli tveir saman og það er góðu heilli þróun sem er hafin í talsverðum mæli því tæplega helmingur dagforeldra starfar með öðrum. Það eykur öryggi og gæði þjónustunnar, dregur úr áhyggjum foreldra og skýtur frekari stoðum undir starfsemi dagforeldra sem mikilvægrar þjónustu við ungbarnafjölskyldur í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn leggur mikla áherslu á að bæta aðbúnað ungbarnafjölskyldna í borginni og vinnur á báðar hendur að kraftmikilli uppbyggingu nýrra leikskóla með fjölgun leikskólarýma fyrir börn yngri en 18 mánaða og hins vegar eflingu dagforeldakerfisins sem hefur verið mikilvægur valkostur fyrir marga foreldra á undanförnum áratugum. Við settum á fót starfshóp í fyrra til að vinna að eflingu dagforeldakerfisins og nú höfum við samþykkt í skóla- og frístundaráði fjölmargar aðgerðir sem byggja á einstökum tillögum starfshópsins að hluta eða öllu leyti. Tilgangurinn er að bæta þjónustuna, auka öryggi hennar og fjölga dagforeldrum. Við leggjum áherslu á jákvæða hvata sem grundvallaraðferðafræði og borgin er tilbúin að leggja sitt af mörkum við að fjölga dagforeldrum með því m.a. að taka upp stofnstyrk fyrir nýja dagforeldra, auka námsstyrki og faglegan stuðning við dagforeldra, bæta eftirlit og ráðgjöf og taka upp ytra mat byggt á fyrirliggjandi gæðaviðmiðum. Þá hækka niðurgreiðslur um 15% sem er mesta hækkun í einu skrefi á undanförnum árum. Alls hafa niðurgreiðslur til dagforeldra þá hækkað um nærri 38% frá árinu 2015 sem er talsvert umfram verðbólgu og yfir meðalhækkun launa. Ein veigamesta aðgerðin sem nú er lögð til er að borgin leggi sitt af mörkum til að auka öryggi þjónustunnar með því að stíga fyrsta skrefið í að leggja þeim dagforeldrum til húsnæði sem starfa tveir saman. Miðað er við að eitt starfandi dagforeldri og eitt nýtt starfi saman og í fyrsta áfanga verði lögð fram þrjú hús á þremur stöðum. Það er vilji borgarinnar að dagforeldrar starfi í auknum mæli tveir saman og það er góðu heilli þróun sem er hafin í talsverðum mæli því tæplega helmingur dagforeldra starfar með öðrum. Það eykur öryggi og gæði þjónustunnar, dregur úr áhyggjum foreldra og skýtur frekari stoðum undir starfsemi dagforeldra sem mikilvægrar þjónustu við ungbarnafjölskyldur í borginni.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun