Ekki hægt að bjarga öllum Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. október 2018 06:30 Um 500-550 einstaklingar sprauta vímuefnum í æð á Íslandi. Misnotkun ungs fólks á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur aukist á undanförnum árum og vísbendingar eru um að dauðsföllum vegna ofneyslu lyfja hafi fjölgað nokkuð það sem af er ári. Fjöldi slíkra tilfella er rannsakaður um þessar mundir. Þróunin er víða ógnvænleg. Ópíóðafaraldurinn dregur að meðaltali 115 einstaklinga til dauða á degi hverjum í Bandaríkjunum og Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna þessa. Yfir þrjú hundruð þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið af of stórum skammti síðan um aldamótin samkvæmt opinberum tölum. Grimmur veruleiki tveggja kvenna sem glíma við sprautufíkn blasti við áhorfendum í heimildaþáttum Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, Lof mér að lifa, sem sýndir voru á RÚV í vikunni. Átakanlegt var að fylgjast með konunum tveimur heyja harða lífsbaráttu og reyna allt til að verða ekki undir. Vont var að sjá hversu fá úrræði virtust standa þeim til boða þegar neyðin var sem mest. SÁÁ hefur skilað öflugu starfi þegar kemur að meðferð við sprautufíkn. Það hefur fíknigeðdeild Landspítalans líka gert, þó plássin þar séu fá. Sjálfboðaliðaverkefni á borð við Frú Ragnheiði, þar sem áhersla er lögð á að minnka skaðann sem hlýst af alvarlegri fíkniefnaneyslu, með því að útvega fíklum hreinar nálar, aðhlynningu og spjall, eru ómetanleg. En viðfangsefnið er flókið, stórt og fer vaxandi. Fíklar eru heldur ekki einsleitur hópur þar sem eitt úrræði á við alla. Skref í rétta átt er stigið í fjárlagafrumvarpi næsta árs, en um 50 milljónir króna eru eyrnamerktar til að koma á fót svokölluðum neyslurýmum í Reykjavík. Þar geta þeir sem nota vímuefni í æð átt skjól og fengið aðgang að hreinum nálum. Slíkt kemur í veg fyrir smit á sjúkdómum á borð við lifrarbólgu C og HIV-smit. Kannski er næsta skref að útvega þeim allra lengst leiddu hreinlega efnin sjálf líka. Líkt og fram kom í fyrrnefndum heimildaþáttum þurfa fíklar að verða sér úti um efnin eftir ýmsum ógeðfelldum leiðum, vændi og afbrotum. Efnin eru dýr og í flestum tilfellum keypt á svörtum markaði í undirheimum þar sem fáir sjá til og fíklarnir vita ekkert hvað þeir eru að fá. Slík aðgerð gæti fækkað afbrotum og ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Með slíkum gerningi mætti bjarga lífum. Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki hægt að bjarga öllum. Sumir þeirra sem fastir eru í viðjum alvarlegrar fíknar ná vissulega að snúa við blaðinu – öðrum þurfum við einfaldlega að sýna umburðarlyndi, manngæsku og sætta okkur við að fíknin sigrar suma að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Um 500-550 einstaklingar sprauta vímuefnum í æð á Íslandi. Misnotkun ungs fólks á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur aukist á undanförnum árum og vísbendingar eru um að dauðsföllum vegna ofneyslu lyfja hafi fjölgað nokkuð það sem af er ári. Fjöldi slíkra tilfella er rannsakaður um þessar mundir. Þróunin er víða ógnvænleg. Ópíóðafaraldurinn dregur að meðaltali 115 einstaklinga til dauða á degi hverjum í Bandaríkjunum og Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna þessa. Yfir þrjú hundruð þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið af of stórum skammti síðan um aldamótin samkvæmt opinberum tölum. Grimmur veruleiki tveggja kvenna sem glíma við sprautufíkn blasti við áhorfendum í heimildaþáttum Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, Lof mér að lifa, sem sýndir voru á RÚV í vikunni. Átakanlegt var að fylgjast með konunum tveimur heyja harða lífsbaráttu og reyna allt til að verða ekki undir. Vont var að sjá hversu fá úrræði virtust standa þeim til boða þegar neyðin var sem mest. SÁÁ hefur skilað öflugu starfi þegar kemur að meðferð við sprautufíkn. Það hefur fíknigeðdeild Landspítalans líka gert, þó plássin þar séu fá. Sjálfboðaliðaverkefni á borð við Frú Ragnheiði, þar sem áhersla er lögð á að minnka skaðann sem hlýst af alvarlegri fíkniefnaneyslu, með því að útvega fíklum hreinar nálar, aðhlynningu og spjall, eru ómetanleg. En viðfangsefnið er flókið, stórt og fer vaxandi. Fíklar eru heldur ekki einsleitur hópur þar sem eitt úrræði á við alla. Skref í rétta átt er stigið í fjárlagafrumvarpi næsta árs, en um 50 milljónir króna eru eyrnamerktar til að koma á fót svokölluðum neyslurýmum í Reykjavík. Þar geta þeir sem nota vímuefni í æð átt skjól og fengið aðgang að hreinum nálum. Slíkt kemur í veg fyrir smit á sjúkdómum á borð við lifrarbólgu C og HIV-smit. Kannski er næsta skref að útvega þeim allra lengst leiddu hreinlega efnin sjálf líka. Líkt og fram kom í fyrrnefndum heimildaþáttum þurfa fíklar að verða sér úti um efnin eftir ýmsum ógeðfelldum leiðum, vændi og afbrotum. Efnin eru dýr og í flestum tilfellum keypt á svörtum markaði í undirheimum þar sem fáir sjá til og fíklarnir vita ekkert hvað þeir eru að fá. Slík aðgerð gæti fækkað afbrotum og ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Með slíkum gerningi mætti bjarga lífum. Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki hægt að bjarga öllum. Sumir þeirra sem fastir eru í viðjum alvarlegrar fíknar ná vissulega að snúa við blaðinu – öðrum þurfum við einfaldlega að sýna umburðarlyndi, manngæsku og sætta okkur við að fíknin sigrar suma að lokum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar