GAMMA með um 270 milljónir í útboði WOW Hörður Ægisson skrifar 17. október 2018 08:00 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, en veiking krónunnar hefur komið félaginu vel á sama tíma og olíuverð hefur hækkað mikið. Fréttablaðið/Anton Tveir fjárfestingarsjóðir í stýringu GAMMA Capital Management voru á meðal þeirra sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW air sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Sjóðirnir GAMMA: Credit Fund og GAMMA: Total Return Fund fjárfestu þannig fyrir samanlagt tvær milljónir evra, jafnvirði rúmlega 270 milljóna króna, í útboðinu. Þetta kemur fram í gögnum frá Bloomberg-upplýsingaveitunni sem Markaðurinn hefur undir höndum. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um aðra þátttakendur í útboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði yfirumsjón með, en WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 8 milljarða króna. Samkvæmt yfirliti frá Pareto, sem Markaðurinn hefur undir höndum, voru íslenskir aðilar með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, eða sem nemur 22 milljónum evra. Bandarískir fjárfestar keyptu hins vegar um fjórðunginn, fjárfestar frá Norðurlöndunum voru með samanlagt um 19 prósent af útgáfunni á meðan afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra fjárfesta í Evrópu. Samkvæmt heimildum Markaðarins tóku engir einkafjárfestar þátt í skuldabréfaútboðinu. Fjárfestingarsjóðurinn GAMMA: Credit Fund, sem er með um 8 milljarða króna í stýringu, keypti fyrir 1,8 milljónir evra í útboðinu á meðan GAMMA: Total Return Fund, sem er með um 2,4 milljarða í stýringu, fjárfesti hins vegar aðeins fyrir 200 þúsund evrur. Sé litið til stærstu eigna GAMMA: Credit Fund í lok september þá kemst fjárfestingin í skuldabréfaútgáfu WOW air ekki á lista yfir tíu stærstu eignir sjóðsins.Flugvélar Wow air á Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmGagnaherbergi opnað Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, hefur að undanförnu, ásamt alþjóðlegum fjárfestingarbanka, unnið að undirbúningi þess að fá erlenda fjárfesta inn sem nýja hluthafa að félaginu í lokuðu útboði (e. private placement) og í tengslum við þau áform var opnað sérstakt gagnaherbergi í London í liðnum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem eru Skúla einnig innan handar í þeirri vinnu eru Fossar verðbréfamarkaðir og þá er ráðgert að sérfræðingar frá bandaríska fjárfestingarbankanum Citi muni bætist í þann hóp. Fossar, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verðbréfum á Íslandi, voru á meðal ráðgjafa WOW air í nýafstöðnu skuldabréfaútboði. Þá hefur Skúli sagt að hann stefni að skráningu hlutabréfa félagsins á markað innan 12 til 18 mánaða, bæði hérlendis og erlendis. Hefur WOW air ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningunni. Í viðtali sem birtist við Skúla í Financial Times í síðasta mánuði sagðist hann áforma að sækja sér 200 til 300 milljónir Bandaríkjadala með því að selja allt að helming hlutafjár í félaginu í slíku hlutafjárútboði.Gæti þýtt 3 prósenta samdrátt Rekstrarumhverfi WOW air, eins og margra annarra evrópskra flugfélgaga, hefur versnað til muna undanfarið, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en sem dæmi hefur heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkað um 14 prósent frá því að skuldabréfaútboð flugfélagsins hófst um miðjan ágúst. Á móti kemur að snörp gengisveiking krónunnar á síðustu mánuðum, ekki hvað síst gagnvart Bandaríkjadal, hefur komið WOW air vel enda eru tekjur þess að langstærstum hluta í erlendum gjaldeyri á meðan launakostnaðurinn er nánast einungis í íslenskum krónum. Á meðal helstu niðurstaðna sviðsmyndargreiningar sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri WOW air, og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku, var að gjaldþrot félagsins gæti þýtt að landsframleiðsla drægist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veiktist um allt að 13 prósent á næsta ári. Til samanburðar spá Hagstofa Íslands og Seðlabankinn 2,7 prósenta hagvexti á næsta ári. Í grunnsviðsmynd greiningarinnar var einnig gert ráð fyrir því að mögulegt fall WOW air gæti leitt til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent á næsta ári, verðbólga hækkaði um þrjú prósentustig og færi þannig upp í hátt í sex prósent og um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Til samanburðar voru ríflega 4.500 manns atvinnulausir hér á landi í lok ágústmánaðar. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Tveir fjárfestingarsjóðir í stýringu GAMMA Capital Management voru á meðal þeirra sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW air sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Sjóðirnir GAMMA: Credit Fund og GAMMA: Total Return Fund fjárfestu þannig fyrir samanlagt tvær milljónir evra, jafnvirði rúmlega 270 milljóna króna, í útboðinu. Þetta kemur fram í gögnum frá Bloomberg-upplýsingaveitunni sem Markaðurinn hefur undir höndum. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um aðra þátttakendur í útboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði yfirumsjón með, en WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 8 milljarða króna. Samkvæmt yfirliti frá Pareto, sem Markaðurinn hefur undir höndum, voru íslenskir aðilar með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, eða sem nemur 22 milljónum evra. Bandarískir fjárfestar keyptu hins vegar um fjórðunginn, fjárfestar frá Norðurlöndunum voru með samanlagt um 19 prósent af útgáfunni á meðan afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra fjárfesta í Evrópu. Samkvæmt heimildum Markaðarins tóku engir einkafjárfestar þátt í skuldabréfaútboðinu. Fjárfestingarsjóðurinn GAMMA: Credit Fund, sem er með um 8 milljarða króna í stýringu, keypti fyrir 1,8 milljónir evra í útboðinu á meðan GAMMA: Total Return Fund, sem er með um 2,4 milljarða í stýringu, fjárfesti hins vegar aðeins fyrir 200 þúsund evrur. Sé litið til stærstu eigna GAMMA: Credit Fund í lok september þá kemst fjárfestingin í skuldabréfaútgáfu WOW air ekki á lista yfir tíu stærstu eignir sjóðsins.Flugvélar Wow air á Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmGagnaherbergi opnað Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, hefur að undanförnu, ásamt alþjóðlegum fjárfestingarbanka, unnið að undirbúningi þess að fá erlenda fjárfesta inn sem nýja hluthafa að félaginu í lokuðu útboði (e. private placement) og í tengslum við þau áform var opnað sérstakt gagnaherbergi í London í liðnum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem eru Skúla einnig innan handar í þeirri vinnu eru Fossar verðbréfamarkaðir og þá er ráðgert að sérfræðingar frá bandaríska fjárfestingarbankanum Citi muni bætist í þann hóp. Fossar, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verðbréfum á Íslandi, voru á meðal ráðgjafa WOW air í nýafstöðnu skuldabréfaútboði. Þá hefur Skúli sagt að hann stefni að skráningu hlutabréfa félagsins á markað innan 12 til 18 mánaða, bæði hérlendis og erlendis. Hefur WOW air ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningunni. Í viðtali sem birtist við Skúla í Financial Times í síðasta mánuði sagðist hann áforma að sækja sér 200 til 300 milljónir Bandaríkjadala með því að selja allt að helming hlutafjár í félaginu í slíku hlutafjárútboði.Gæti þýtt 3 prósenta samdrátt Rekstrarumhverfi WOW air, eins og margra annarra evrópskra flugfélgaga, hefur versnað til muna undanfarið, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en sem dæmi hefur heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkað um 14 prósent frá því að skuldabréfaútboð flugfélagsins hófst um miðjan ágúst. Á móti kemur að snörp gengisveiking krónunnar á síðustu mánuðum, ekki hvað síst gagnvart Bandaríkjadal, hefur komið WOW air vel enda eru tekjur þess að langstærstum hluta í erlendum gjaldeyri á meðan launakostnaðurinn er nánast einungis í íslenskum krónum. Á meðal helstu niðurstaðna sviðsmyndargreiningar sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri WOW air, og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku, var að gjaldþrot félagsins gæti þýtt að landsframleiðsla drægist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veiktist um allt að 13 prósent á næsta ári. Til samanburðar spá Hagstofa Íslands og Seðlabankinn 2,7 prósenta hagvexti á næsta ári. Í grunnsviðsmynd greiningarinnar var einnig gert ráð fyrir því að mögulegt fall WOW air gæti leitt til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent á næsta ári, verðbólga hækkaði um þrjú prósentustig og færi þannig upp í hátt í sex prósent og um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Til samanburðar voru ríflega 4.500 manns atvinnulausir hér á landi í lok ágústmánaðar.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira