Fagleg menntun eða reynsla af vinnumarkaði? Arnar Páll Guðmundsson skrifar 15. október 2018 10:36 Í dag er vinnumarkaðurinn á Íslandi í stöðugri sókn og mikil uppbygging á sér stað á öllum innviðum. Slíkri uppbyggingu fylgja sjálfsagt aukin verkefni sem kalla á fleira nýútskrifað, hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk til starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. En er það staðan í dag? Vinnumarkaðurinn hefur verið að breytast mikið á síðustu árum og má segja að þessi breyting hafi haft neikvæð áhrif á atvinnuleit nýútskrifaðra einstaklinga úr háskólum landsins. Á árunum fyrir hrun kepptust fyrirtæki og stofnanir við að ráða til sín nýútskrifaða einstaklinga þar sem þeim fylgdi oft nýbreytni, ný viðhorf og eljusemi sem undirbjó fyrirtæki og stofnanir í að takast á við þróun á vinnumarkaði og áskoranir framtíðarinnar. Í dag lítur þetta öðruvísi við þar sem nú reynist mjög erfitt fyrir nýútskrifaða einstaklinga, sem og einstaklinga sem ekki hafa reynslu við sérsvið sitt, að fá atvinnu við hæfi og líta má á þessar breyttu aðstæður sem ákveðið samfélagslegt mein. Talið hefur verið að ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu sé sú að eftir því sem framboð af háskólamenntuðu starfsfólki eykst á vinnumarkaðnum er eðlilegt að samkeppni og kröfur aukist. Aðrir halda því fram að þessi skýring sé of mikil einföldun og telja að ástæðan sé sú að fyrirtæki og stofnanir hafa nú lagt meiri áherslu á reynslu og þekkingu þegar kemur að hæfniskröfum í auglýst störf, sem hefur leitt til þess að vægi menntunar hefur dvínað. Ég er hins vegar sammála seinni skýringunni og tel að fyrirtæki og stofnanir verði að fara hugsa sinn gang og gefa ungu og efnilegu starfsfólki tækifæri, því að ef þessi þróun fær að halda áfram þá förum við að sjá fram á að háskólamenntaðir einstaklingar starfi við störf til lengri tíma sem eru algjörlega ótengd menntun þeirra og færni. Þessi erfiða staða getur valdið ólgu á vinnumarkaði þegar kemur að kjarasamningum og leitt af sér að þreyta og kulnun í starfi verði mun algengari en áður. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til þess að snúa þessari þróun til betri vegar. Því er ekki auðsvarað í stuttu máli, en upp í hugann koma margar hugmyndir sem auðvelt væri að hrinda í framkvæmd. Ein þeirra er sú að til að mynda væri hægt að efla samstarf milli háskóla landsins og atvinnulífsins, með það að markmiði að gera starfsnámi hærra undir höfði, því jú reynsla er það sem atvinnulífið er að kalla eftir. Góð byrjun væri að ef starfsnám yrði tekið inn í bóklegt nám á háskólastigi þannig að nemendur öðlist einhverja reynslu við sérsvið sitt áður en á vinnumarkað er komið. Með því að fara þessa leið væri hægt að koma betur til móts við kröfur atvinnulífsins og vinnumarkaðarins um aukna reynslu nemenda, sem myndi til langs tíma litið leiða til þess að nemendur yrðu eftirsóknarverðari starfskraftar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þessi breyting gæti auk þess haft jákvæð áhrif á brottfall sem á sér stað í háskólum landsins, þar sem nemendur hefðu tök á að starfa að hluta til við sitt nám samhliða skólagöngu og ættu því mun auðveldara með að átta sig á hvort að það nám sem þeir stunda eigi við eða ekki. En þá er spurningin hvernig yrði þetta framkvæmt, ég lít svo á að hægt yrði að gera tvíhliða samning þar sem fyrirtæki og stofnanir skuldbinda sig við að taka ákveðinn fjölda nema í starfsnám og að þau ráði að námi loknu vissa prósentu þeirra sem luku starfsnámi hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þessi leið er einungis ein af mörgum sem hægt væri að fara til þess að sporna við þessari þróun. Ef við hins vegar ákveðum að gera ekki neitt og láta þessa erfiðu stöðu framhjá okkur fara þá gæti stefnt í óefni á vinnumarkaði til framtíðar litið.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í dag er vinnumarkaðurinn á Íslandi í stöðugri sókn og mikil uppbygging á sér stað á öllum innviðum. Slíkri uppbyggingu fylgja sjálfsagt aukin verkefni sem kalla á fleira nýútskrifað, hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk til starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. En er það staðan í dag? Vinnumarkaðurinn hefur verið að breytast mikið á síðustu árum og má segja að þessi breyting hafi haft neikvæð áhrif á atvinnuleit nýútskrifaðra einstaklinga úr háskólum landsins. Á árunum fyrir hrun kepptust fyrirtæki og stofnanir við að ráða til sín nýútskrifaða einstaklinga þar sem þeim fylgdi oft nýbreytni, ný viðhorf og eljusemi sem undirbjó fyrirtæki og stofnanir í að takast á við þróun á vinnumarkaði og áskoranir framtíðarinnar. Í dag lítur þetta öðruvísi við þar sem nú reynist mjög erfitt fyrir nýútskrifaða einstaklinga, sem og einstaklinga sem ekki hafa reynslu við sérsvið sitt, að fá atvinnu við hæfi og líta má á þessar breyttu aðstæður sem ákveðið samfélagslegt mein. Talið hefur verið að ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu sé sú að eftir því sem framboð af háskólamenntuðu starfsfólki eykst á vinnumarkaðnum er eðlilegt að samkeppni og kröfur aukist. Aðrir halda því fram að þessi skýring sé of mikil einföldun og telja að ástæðan sé sú að fyrirtæki og stofnanir hafa nú lagt meiri áherslu á reynslu og þekkingu þegar kemur að hæfniskröfum í auglýst störf, sem hefur leitt til þess að vægi menntunar hefur dvínað. Ég er hins vegar sammála seinni skýringunni og tel að fyrirtæki og stofnanir verði að fara hugsa sinn gang og gefa ungu og efnilegu starfsfólki tækifæri, því að ef þessi þróun fær að halda áfram þá förum við að sjá fram á að háskólamenntaðir einstaklingar starfi við störf til lengri tíma sem eru algjörlega ótengd menntun þeirra og færni. Þessi erfiða staða getur valdið ólgu á vinnumarkaði þegar kemur að kjarasamningum og leitt af sér að þreyta og kulnun í starfi verði mun algengari en áður. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til þess að snúa þessari þróun til betri vegar. Því er ekki auðsvarað í stuttu máli, en upp í hugann koma margar hugmyndir sem auðvelt væri að hrinda í framkvæmd. Ein þeirra er sú að til að mynda væri hægt að efla samstarf milli háskóla landsins og atvinnulífsins, með það að markmiði að gera starfsnámi hærra undir höfði, því jú reynsla er það sem atvinnulífið er að kalla eftir. Góð byrjun væri að ef starfsnám yrði tekið inn í bóklegt nám á háskólastigi þannig að nemendur öðlist einhverja reynslu við sérsvið sitt áður en á vinnumarkað er komið. Með því að fara þessa leið væri hægt að koma betur til móts við kröfur atvinnulífsins og vinnumarkaðarins um aukna reynslu nemenda, sem myndi til langs tíma litið leiða til þess að nemendur yrðu eftirsóknarverðari starfskraftar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þessi breyting gæti auk þess haft jákvæð áhrif á brottfall sem á sér stað í háskólum landsins, þar sem nemendur hefðu tök á að starfa að hluta til við sitt nám samhliða skólagöngu og ættu því mun auðveldara með að átta sig á hvort að það nám sem þeir stunda eigi við eða ekki. En þá er spurningin hvernig yrði þetta framkvæmt, ég lít svo á að hægt yrði að gera tvíhliða samning þar sem fyrirtæki og stofnanir skuldbinda sig við að taka ákveðinn fjölda nema í starfsnám og að þau ráði að námi loknu vissa prósentu þeirra sem luku starfsnámi hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þessi leið er einungis ein af mörgum sem hægt væri að fara til þess að sporna við þessari þróun. Ef við hins vegar ákveðum að gera ekki neitt og láta þessa erfiðu stöðu framhjá okkur fara þá gæti stefnt í óefni á vinnumarkaði til framtíðar litið.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun