Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 08:58 Spor eftir Opportunity nærri Þrautseigjudal á ryðguðu yfirborði Mars í júní í fyrra. NASA/JPL-Caltech/Cornell/Ríkisháskóli Arizona Stjórnendur könnunarjeppans Opportunity hafa enn ekki gefið upp alla von um að ná aftur sambandi við geimfarið þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá því í fjóra mánuði eftir að tröllaukinn sandstormur gekk yfir reikistjörnuna Mars. Leiðangur Opportunity hefur staðið yfir í fjórtán ár. Talið er að könnunarjeppinn langlífi hafi lagst í dvala í sumar þegar ógurlegur stormur geisaði á yfirborði Mars sem skyggði á allt sólarljós. Jeppinn er knúinn sólarorku. Án hennar getur jeppinn ekki haldið hiturum gangandi sem verja viðkvæm mælitæki fyrir nístandi kuldanum á yfirborði Mars. Síðast spurðist til Opportunity 10. júní. Tíu dögum síðar teygði stomurinn sinn þvert yfir rauðu reikistjörnuna. Storminum slotaði ekki fyrr en seint í júlí þó að sandur og ryk væri enn í lofti næstu vikurnar á eftir. Um miðjan september gerðu stjórnendur leiðangursins ráð fyrir því að loftið væri orðið nógu hreint til að jeppinn gæti hlaðið sólarrafhlöður sínar. Síðan þá hefur sérstakt 45 daga hlustunarverkefni staðið yfir til að fylgjast með hvort að Opportunity kvikni aftur til lífsins. Aðeins þriðjungur þess tíma er nú eftir án þess að nokkuð hafi heyrst frá geimfarinu. Space.com segir að ef ekkert heyrist frekar frá geimfarinu muni bandaríska geimvísindastofnunin NASA endurskoða áform sín um að halda lífi í leiðangrinum. Verkfræðingar og tæknimenn muni þó áfram hlusta eftir merki frá Opportunity, að minnsta kosti út janúar.Vindatímabilið gæti enn komið Opportunity til bjargar Ekki er loku fyrir það skotið að jeppinn vakni aftur af værum blundi. Verkfræðingar NASA telja mögulegt að þrátt fyrir að storminum hafi slotað þá þeki sandur og ryk enn sólarsellur geimfarsins. Ómögulegt sé að segja til um hversu miklum sandi stormurinn hafi ausið yfir jeppann. Sé sú raunin gæti árstíðarbundið vindatímabil enn bjargað Opportunity. Það stendur yfir frá nóvember fram í janúar. Stjórnendur leiðangursins hafa nýtt sér það áður til þess að hreinsa ryk af sólarsellum jeppans með því að leggja honum þannig að vindurinn feyki því burt. „Teymið er enn vongott um að það gæti heyrst í jeppanum á þessu tímabili ef ryk hreinsast af honum,“ sagði NASA í síðustu viku. Opportunity lenti ásamt systurfari sínu Spirit á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ferð sinni áfram til ársins 2010. Opportunity hefur reynst enn langlífari. Það er nú það geimfar sem hefur ferðast lengst á yfirborði annars hnattar, alls um 45 kílómetra. Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Sjá meira
Stjórnendur könnunarjeppans Opportunity hafa enn ekki gefið upp alla von um að ná aftur sambandi við geimfarið þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá því í fjóra mánuði eftir að tröllaukinn sandstormur gekk yfir reikistjörnuna Mars. Leiðangur Opportunity hefur staðið yfir í fjórtán ár. Talið er að könnunarjeppinn langlífi hafi lagst í dvala í sumar þegar ógurlegur stormur geisaði á yfirborði Mars sem skyggði á allt sólarljós. Jeppinn er knúinn sólarorku. Án hennar getur jeppinn ekki haldið hiturum gangandi sem verja viðkvæm mælitæki fyrir nístandi kuldanum á yfirborði Mars. Síðast spurðist til Opportunity 10. júní. Tíu dögum síðar teygði stomurinn sinn þvert yfir rauðu reikistjörnuna. Storminum slotaði ekki fyrr en seint í júlí þó að sandur og ryk væri enn í lofti næstu vikurnar á eftir. Um miðjan september gerðu stjórnendur leiðangursins ráð fyrir því að loftið væri orðið nógu hreint til að jeppinn gæti hlaðið sólarrafhlöður sínar. Síðan þá hefur sérstakt 45 daga hlustunarverkefni staðið yfir til að fylgjast með hvort að Opportunity kvikni aftur til lífsins. Aðeins þriðjungur þess tíma er nú eftir án þess að nokkuð hafi heyrst frá geimfarinu. Space.com segir að ef ekkert heyrist frekar frá geimfarinu muni bandaríska geimvísindastofnunin NASA endurskoða áform sín um að halda lífi í leiðangrinum. Verkfræðingar og tæknimenn muni þó áfram hlusta eftir merki frá Opportunity, að minnsta kosti út janúar.Vindatímabilið gæti enn komið Opportunity til bjargar Ekki er loku fyrir það skotið að jeppinn vakni aftur af værum blundi. Verkfræðingar NASA telja mögulegt að þrátt fyrir að storminum hafi slotað þá þeki sandur og ryk enn sólarsellur geimfarsins. Ómögulegt sé að segja til um hversu miklum sandi stormurinn hafi ausið yfir jeppann. Sé sú raunin gæti árstíðarbundið vindatímabil enn bjargað Opportunity. Það stendur yfir frá nóvember fram í janúar. Stjórnendur leiðangursins hafa nýtt sér það áður til þess að hreinsa ryk af sólarsellum jeppans með því að leggja honum þannig að vindurinn feyki því burt. „Teymið er enn vongott um að það gæti heyrst í jeppanum á þessu tímabili ef ryk hreinsast af honum,“ sagði NASA í síðustu viku. Opportunity lenti ásamt systurfari sínu Spirit á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ferð sinni áfram til ársins 2010. Opportunity hefur reynst enn langlífari. Það er nú það geimfar sem hefur ferðast lengst á yfirborði annars hnattar, alls um 45 kílómetra.
Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Sjá meira
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11
Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52