Innlent

BHM lagði ríkið

Sveinn Arnarsson skrifar
Þórunn Sveinbjarnarsdóttir, formaður BHM.
Þórunn Sveinbjarnarsdóttir, formaður BHM.
Hæstiréttur staðfesti i gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ríkið var dæmt til að greiða ljósmæðrum ólögmæta skerðingu launa þeirra í verkfalli ljósmæðra árið 2015. BHM höfðaði málið fyrir hönd ljósmæðra og segir dóminn fullnaðarsigur.

„BHM og Ljósmæðrafélag Íslands fagna því að búið sé að leiðrétta þá framkvæmd sem hefur viðgengist í nokkra áratugi hjá íslenska ríkinu að draga af launum fólks í verkfalli óháð raunverulegu vinnuframlagi,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.

„Með dómi Hæstaréttar í dag er staðfest að ljósmæður sem unnu utan lotuverkfalls eiga að fá greitt fyrir vinnuframlag sitt.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×