Stjarnan með fullt hús stiga Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. október 2018 21:13 Rodriguez átti frábæran leik gegn Keflavík í fyrstu umferð og hélt uppteknum hætti áfram í kvöld Vísir Stjarnan vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði nýliða KR í kvöld. Skallagrímur vann nauman sigur á Breiðabliki í Borgarnesi. Stjarnan vann sterkan útisigur á Keflavík í fyrstu umferð Domino's deildar kvenna í síðustu viku. Liðið mætti nýliðum KR í Vesturbænum í kvöld. Það stefndi í mikinn yfirburðasigur Stjörnunnar eftir fyrsta leikhlutann. Í honum náði KR aðeins að setja niður fjögur stig á meðan Stjarnan skoraði 19. KR-ingar unnu þó annan leikhluta og náðu að laga stöðuna aðeins, 27-39 staðan í hálfleik. Í fjórða leikhluta náðu heimakonur að töfra fram endurkomu en hún dugði ekki til, Stjarnan fór með fjögurra stiga sigur 74-78. Í Fjósinu í Borgarnesi byrjaði leikur heimakvenna í Skallagrími og Breiðabliks aðeins jafnari, en Skallagrímur var þó með átta stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og níu stiga forystu, 43-34, þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir úr Kópavogi unnu þriðja leikhlutann með einu stigi en náðu að höggva vel í forskot heimakvenna í þeim fjórða. Kelly Faris jafnaði leikinn af vítalínunni þegar fjórar mínútur voru eftir. Síðustu mínúturnar var leikurinn í járnum. Ragnheiður Björk Einarsdóttir kom Blikum yfir en Skallagrímur skoraði næstu þrjár körfur og var með fjögurra stiga forystu þegar 40 sekúndur lifðu af leiknum. Faris setti þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í eitt stig en lengra komust Blikar ekki, eins stigs sigur Skallagríms 76-75 staðreynd.Skallagrímur-Breiðablik 76-75 (25-17, 18-17, 21-22, 12-19) Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/11 fráköst/5 stoðsendingar, Shequila Joseph 20/11 fráköst/3 varin skot, Bryesha Blair 14/4 fráköst, Maja Michalska 9/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 4/7 fráköst, Arna Hrönn Ámundadóttir 3, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2.Breiðablik: Kelly Faris 28/10 fráköst, Björk Gunnarsdótir 15/4 fráköst/7 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/9 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 9/11 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 7, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2/4 fráköst.KR-Stjarnan 74-78 (4-19, 23-20, 19-22, 28-17) KR: Kiana Johnson 30/6 fráköst, Orla O'Reilly 24/14 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9, Vilma Kesanen 6/4 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2. Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 38/15 fráköst, Maria Florencia Palacios 20/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5, Vigdís María Þórhallsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Sólrún Sæmundsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira
Stjarnan vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði nýliða KR í kvöld. Skallagrímur vann nauman sigur á Breiðabliki í Borgarnesi. Stjarnan vann sterkan útisigur á Keflavík í fyrstu umferð Domino's deildar kvenna í síðustu viku. Liðið mætti nýliðum KR í Vesturbænum í kvöld. Það stefndi í mikinn yfirburðasigur Stjörnunnar eftir fyrsta leikhlutann. Í honum náði KR aðeins að setja niður fjögur stig á meðan Stjarnan skoraði 19. KR-ingar unnu þó annan leikhluta og náðu að laga stöðuna aðeins, 27-39 staðan í hálfleik. Í fjórða leikhluta náðu heimakonur að töfra fram endurkomu en hún dugði ekki til, Stjarnan fór með fjögurra stiga sigur 74-78. Í Fjósinu í Borgarnesi byrjaði leikur heimakvenna í Skallagrími og Breiðabliks aðeins jafnari, en Skallagrímur var þó með átta stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og níu stiga forystu, 43-34, þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir úr Kópavogi unnu þriðja leikhlutann með einu stigi en náðu að höggva vel í forskot heimakvenna í þeim fjórða. Kelly Faris jafnaði leikinn af vítalínunni þegar fjórar mínútur voru eftir. Síðustu mínúturnar var leikurinn í járnum. Ragnheiður Björk Einarsdóttir kom Blikum yfir en Skallagrímur skoraði næstu þrjár körfur og var með fjögurra stiga forystu þegar 40 sekúndur lifðu af leiknum. Faris setti þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í eitt stig en lengra komust Blikar ekki, eins stigs sigur Skallagríms 76-75 staðreynd.Skallagrímur-Breiðablik 76-75 (25-17, 18-17, 21-22, 12-19) Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/11 fráköst/5 stoðsendingar, Shequila Joseph 20/11 fráköst/3 varin skot, Bryesha Blair 14/4 fráköst, Maja Michalska 9/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 4/7 fráköst, Arna Hrönn Ámundadóttir 3, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2.Breiðablik: Kelly Faris 28/10 fráköst, Björk Gunnarsdótir 15/4 fráköst/7 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/9 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 9/11 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 7, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2/4 fráköst.KR-Stjarnan 74-78 (4-19, 23-20, 19-22, 28-17) KR: Kiana Johnson 30/6 fráköst, Orla O'Reilly 24/14 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9, Vilma Kesanen 6/4 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2. Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 38/15 fráköst, Maria Florencia Palacios 20/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5, Vigdís María Þórhallsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Sólrún Sæmundsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira