Kominn tími á erfiða ákvörðun Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. október 2018 07:30 Stjórnmálamönnum hefur algjörlega mistekist að marka stefnu í fiskeldi. Það eru ekki ný tíðindi og einskorðast ekki við þá sem nú sitja við stjórnvölinn. Flumbrugangurinn veldur því að umræðan um starfsgreinina er í lítt uppbyggilegum skotgröfum. Raunalegt hefur verið að fylgjast með henni síðan starfs- og rekstrarleyfi tveggja fyrirtækja í laxeldi á Vestfjörðum var afturkallað og rekstur þeirra settur í uppnám. Báðar fylkingar, sú sem leggst einatt gegn eldi í sjókvíum og hin sem talar fyrir eldi í sjókvíum, hafa heilmikið til síns máls. Og Vestfirðingum, í þessu tilfelli, er vorkunn. Enn og aftur eru uppbyggingaráform í fjórðungnum á milli steins og sleggju vegna ákvarðanafælni stjórnvalda. Og enn og aftur standa íbúar fjórðungsins berskjaldaðir og afkomu þeirra sem hafa atvinnu sína af fiskeldi er ógnað. Í gær lagði svo sjávarútvegsráðherra fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtækin tvö gætu haldið áfram starfsemi sinni, að minnsta kosti í tíu mánuði í viðbót. Um er að ræða svokallaða skítareddingu. Ámælisvert hlýtur að teljast að ráðherra setji fordæmi um að hægt sé að breyta lögum á einni svipstundu þegar eitthvað bjátar á hjá einstökum fyrirtækjum. Lög ættu að vera almenn og fyrirsjáanleg. Á meðan skorast umhverfisráðherra, sem hefur í fyrri störfum sínum gengið gríðarlega hart fram í þágu náttúruverndar, undan allri umræðu um málið og svarar eins og forhertur kerfiskarl. Með öðrum orðum, treystir hann sér ekki í umræðuna. Þrátt fyrir að það hafi verið undirstofnun hans ráðuneytis sem afturkallaði starfsleyfi fyrirtækjanna tveggja á Vestfjörðum. Meðal annars af umhverfissjónarmiðum. Ljóst er að fiskeldi í sjókvíum verður seint óumdeilt. Dugir að líta til hættu á erfðamengun, á mengun í fjörðum og hættu á sjúkdómum í eldisfiski, til dæmis laxalús. En hlutverk stjórnvalda er að höggva á hnútinn við erfiðar aðstæður. Á meðan stjórnvöld geta ekki gert upp við sig hvort skiptir meira máli, náttúruverndarsjónarmið eða atvinnuuppbygging úti á landi, eða að ráðherrar í sömu ríkisstjórn geti að minnsta kosti komið sér saman um að sameina bæði sjónarmið í ströngum skilyrðum sem eldisfyrirtækin starfi við, án undantekninga, þá tapa allir. Frumskógarregluverk stjórnsýslunnar stendur í vegi fyrir möguleikum Vestfirðinga við atvinnuuppbyggingu. Ef ætlun stjórnvalda er að viðhalda þeirri stefnu sinni væri eðlilegast að gera þá kröfu að það sé bara sagt upphátt. Það er kominn tími til að taka erfiða ákvörðun, höggva á hnútinn. Fyrir Vestfirðinga og okkur hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum hefur algjörlega mistekist að marka stefnu í fiskeldi. Það eru ekki ný tíðindi og einskorðast ekki við þá sem nú sitja við stjórnvölinn. Flumbrugangurinn veldur því að umræðan um starfsgreinina er í lítt uppbyggilegum skotgröfum. Raunalegt hefur verið að fylgjast með henni síðan starfs- og rekstrarleyfi tveggja fyrirtækja í laxeldi á Vestfjörðum var afturkallað og rekstur þeirra settur í uppnám. Báðar fylkingar, sú sem leggst einatt gegn eldi í sjókvíum og hin sem talar fyrir eldi í sjókvíum, hafa heilmikið til síns máls. Og Vestfirðingum, í þessu tilfelli, er vorkunn. Enn og aftur eru uppbyggingaráform í fjórðungnum á milli steins og sleggju vegna ákvarðanafælni stjórnvalda. Og enn og aftur standa íbúar fjórðungsins berskjaldaðir og afkomu þeirra sem hafa atvinnu sína af fiskeldi er ógnað. Í gær lagði svo sjávarútvegsráðherra fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtækin tvö gætu haldið áfram starfsemi sinni, að minnsta kosti í tíu mánuði í viðbót. Um er að ræða svokallaða skítareddingu. Ámælisvert hlýtur að teljast að ráðherra setji fordæmi um að hægt sé að breyta lögum á einni svipstundu þegar eitthvað bjátar á hjá einstökum fyrirtækjum. Lög ættu að vera almenn og fyrirsjáanleg. Á meðan skorast umhverfisráðherra, sem hefur í fyrri störfum sínum gengið gríðarlega hart fram í þágu náttúruverndar, undan allri umræðu um málið og svarar eins og forhertur kerfiskarl. Með öðrum orðum, treystir hann sér ekki í umræðuna. Þrátt fyrir að það hafi verið undirstofnun hans ráðuneytis sem afturkallaði starfsleyfi fyrirtækjanna tveggja á Vestfjörðum. Meðal annars af umhverfissjónarmiðum. Ljóst er að fiskeldi í sjókvíum verður seint óumdeilt. Dugir að líta til hættu á erfðamengun, á mengun í fjörðum og hættu á sjúkdómum í eldisfiski, til dæmis laxalús. En hlutverk stjórnvalda er að höggva á hnútinn við erfiðar aðstæður. Á meðan stjórnvöld geta ekki gert upp við sig hvort skiptir meira máli, náttúruverndarsjónarmið eða atvinnuuppbygging úti á landi, eða að ráðherrar í sömu ríkisstjórn geti að minnsta kosti komið sér saman um að sameina bæði sjónarmið í ströngum skilyrðum sem eldisfyrirtækin starfi við, án undantekninga, þá tapa allir. Frumskógarregluverk stjórnsýslunnar stendur í vegi fyrir möguleikum Vestfirðinga við atvinnuuppbyggingu. Ef ætlun stjórnvalda er að viðhalda þeirri stefnu sinni væri eðlilegast að gera þá kröfu að það sé bara sagt upphátt. Það er kominn tími til að taka erfiða ákvörðun, höggva á hnútinn. Fyrir Vestfirðinga og okkur hin.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun