Hússjóður ÖBÍ lokar fyrir nýjar umsóknir í annað sinn á hálfri öld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2018 19:00 Brynja- hússjóður Öryrkjabandalagins er lokaður fyrir nýjum umsóknum í annað skipti í yfir fimmtíu ára sögu sjóðsins. Það tekur mörg ár að vinna úr þeim umsóknum sem liggja fyrir að sögn framkvæmdastjóra. Stjórnvöld virðist lítið gera fyrir þennan tekjulægsta hóp samfélagsins. Á heimasíðu hússjóðsins kemur fram að lokað hafi verið fyrir nýjar umsóknir vegna gríðarlegrar fjölgunar þeirra. Alls eru nú 600 manns á biðlista eftir húsnæði. Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri sjóðsins segir biðlistann hafa þrefaldast síðustu þrjú ár. „Fólk er að leita til okkar þar sem við erum með mjög sanngjarna leigu og er að flýja háa leigu á markaði. Svo er lítið framboð af húsnæði sem skýrir þetta að hluta,“ segir Björn. Hússjóðurinn á um 800 íbúðir og kaupir um tuttugu á hverju ári. Framkvæmdastjórinn segir því að það taki mörg ár að útvega þeim 600 sem eru á biðlistanum nú þegar húsnæði. Staða fólks sé oft mjög bág. „Hún er oft mjög slæm. Fólk er oft búandi hjá ættingum í mjög misjöfnu húsnæði. Iðnaðarhúsnæði, geymslum eða öðru slíku húsnæði sem er ekki fólki bjóðandi,“ segir hann. Björn segir stjórnvöld bera mikla ábyrgð. „Stjórnvöld tala og tala en það virðist lítið vera gert fyrir þennan hóp sem er í þessari lægstu tíund tekjuhópa,“ segir Björn. Hann segir stöðuna versta hjá þeim sem eru 50 ára og eldri. „Þessi hópur er um helmingur af öllum sem sækja um og það er auðvitað dapurt þegar fólk komið á þennan aldur þarf að berjast í að leita sér að húsnæði og það virðist ekki vera neitt í boði,“ segir Björn. Brynja- hússjóður var stofnaður árið 1965 og er þetta í annað skipti í sögu hans sem þarf að loka honum vegna gríðarlegrar fjölgunar umsókna. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Brynja- hússjóður Öryrkjabandalagins er lokaður fyrir nýjum umsóknum í annað skipti í yfir fimmtíu ára sögu sjóðsins. Það tekur mörg ár að vinna úr þeim umsóknum sem liggja fyrir að sögn framkvæmdastjóra. Stjórnvöld virðist lítið gera fyrir þennan tekjulægsta hóp samfélagsins. Á heimasíðu hússjóðsins kemur fram að lokað hafi verið fyrir nýjar umsóknir vegna gríðarlegrar fjölgunar þeirra. Alls eru nú 600 manns á biðlista eftir húsnæði. Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri sjóðsins segir biðlistann hafa þrefaldast síðustu þrjú ár. „Fólk er að leita til okkar þar sem við erum með mjög sanngjarna leigu og er að flýja háa leigu á markaði. Svo er lítið framboð af húsnæði sem skýrir þetta að hluta,“ segir Björn. Hússjóðurinn á um 800 íbúðir og kaupir um tuttugu á hverju ári. Framkvæmdastjórinn segir því að það taki mörg ár að útvega þeim 600 sem eru á biðlistanum nú þegar húsnæði. Staða fólks sé oft mjög bág. „Hún er oft mjög slæm. Fólk er oft búandi hjá ættingum í mjög misjöfnu húsnæði. Iðnaðarhúsnæði, geymslum eða öðru slíku húsnæði sem er ekki fólki bjóðandi,“ segir hann. Björn segir stjórnvöld bera mikla ábyrgð. „Stjórnvöld tala og tala en það virðist lítið vera gert fyrir þennan hóp sem er í þessari lægstu tíund tekjuhópa,“ segir Björn. Hann segir stöðuna versta hjá þeim sem eru 50 ára og eldri. „Þessi hópur er um helmingur af öllum sem sækja um og það er auðvitað dapurt þegar fólk komið á þennan aldur þarf að berjast í að leita sér að húsnæði og það virðist ekki vera neitt í boði,“ segir Björn. Brynja- hússjóður var stofnaður árið 1965 og er þetta í annað skipti í sögu hans sem þarf að loka honum vegna gríðarlegrar fjölgunar umsókna.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira