Stefni leynt og ljóst á titilbaráttu Hjörvar Ólafsson skrifar 26. október 2018 14:30 Nýliðar KR hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Domino's deild kvenna, þar af alla þrjá útileiki sína. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kvennalið KR í körfubolta hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir að liðið sé nýliði í Domino’s-deildinni á yfirstandandi leiktíð. Vesturbæingar eru ásamt Snæfelli á toppi deilarinnar með átta stig þegar fimm umferðir hafa verið leiknar. Þar á eftir koma Keflavík og Stjarnan með sex stig hvort lið. Lið KR samanstendur af ungum uppöldum leikmönnum, þremur erlendum leikmönnum sem komu allir fyrir tímabilið og svo er reynsluboltinn Unnur Tara Jónsdóttir á svæðinu til þess að koma með sigurhefð inn í hópinn. Unnur Tara varð Íslandsmeistari með KR síðast þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010. Hún lagði svo körfuboltaskóna tímabundið á hilluna á meðan hún hélt utan í læknisnám. Benedikt Guðmundsson, sem þjálfar KR-liðið í dag og var sömuleiðis við stjórnvölinn þegar liðið lyfti dollunni fyrir átta árum, hóaði í Unni Töru þegar KR var í næstefstu deild á síðustu leiktíð. KR-ingar fóru taplausir í gegnum deildarkeppnina síðasta vetur og hafa svo gert sig gildandi í upphafi yfirstandandi leiktíðar. „Það hefur náttúrulega svakalega mikið breyst frá því að ég var síðast að spila í efstu deild hér heima. Bæði almennt í deildinni og í Vesturbænum. Þeir leikmenn sem eru kjarninn í liðinu voru í yngri flokkunum þegar ég var hér síðast og það er ofboðslega gaman að sjá hversu langt þær eru komnar á ferlinum,“ segir Unnur Tara um þær breytingar sem hafa orðið á milli skeiða hjá henni í KR liðinu. „Það eru svo fleiri erlendir leikmenn núna sem er bara jákvætt að mínu mati og gerir deildina bara sterkari. Til að mynda hjá okkur, þá hafa þeir þrír erlendu leikmenn sem eru hjá okkur aðlagast hratt og vel og bæta okkar lið umtalsvert. Ungir leikmenn eins og samherji minn, Ástrós Lena Ægisdóttir, sem dæmi, þurfa að kljást við öfluga leikmenn í hverjum leik. Hún hefur gott af því og mér finnst hún bæta sig með hverjum leik sem hún spilar,“ segir hún um framhaldið hjá KR-ingum. „Við erum að kynnast betur og betur sem hópur og ég tel að við getum bætt okkur töluvert þó að byrjunin hafi verið góð. Markmiðið hjá liðinu var fyrst og fremst að halda sér í deildinni. Ég sjálf er hins vegar keppnismanneskja og það eru fleiri í liðinu sem stefna leynt og ljóst að því að komast í úrslitakeppni og berjast um þá titla sem í boði eru þegar þar að kemur. Ég persónulega á ekkert ofboðslega langt eftir af leikmannsferli mínum og það fer hver að verða síðastur að bæta titlum í safnið,“ segir hún um stöðu mála og framhaldið hjá Vesturbæjarliðinu. Dominos-deild kvenna Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Kvennalið KR í körfubolta hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir að liðið sé nýliði í Domino’s-deildinni á yfirstandandi leiktíð. Vesturbæingar eru ásamt Snæfelli á toppi deilarinnar með átta stig þegar fimm umferðir hafa verið leiknar. Þar á eftir koma Keflavík og Stjarnan með sex stig hvort lið. Lið KR samanstendur af ungum uppöldum leikmönnum, þremur erlendum leikmönnum sem komu allir fyrir tímabilið og svo er reynsluboltinn Unnur Tara Jónsdóttir á svæðinu til þess að koma með sigurhefð inn í hópinn. Unnur Tara varð Íslandsmeistari með KR síðast þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010. Hún lagði svo körfuboltaskóna tímabundið á hilluna á meðan hún hélt utan í læknisnám. Benedikt Guðmundsson, sem þjálfar KR-liðið í dag og var sömuleiðis við stjórnvölinn þegar liðið lyfti dollunni fyrir átta árum, hóaði í Unni Töru þegar KR var í næstefstu deild á síðustu leiktíð. KR-ingar fóru taplausir í gegnum deildarkeppnina síðasta vetur og hafa svo gert sig gildandi í upphafi yfirstandandi leiktíðar. „Það hefur náttúrulega svakalega mikið breyst frá því að ég var síðast að spila í efstu deild hér heima. Bæði almennt í deildinni og í Vesturbænum. Þeir leikmenn sem eru kjarninn í liðinu voru í yngri flokkunum þegar ég var hér síðast og það er ofboðslega gaman að sjá hversu langt þær eru komnar á ferlinum,“ segir Unnur Tara um þær breytingar sem hafa orðið á milli skeiða hjá henni í KR liðinu. „Það eru svo fleiri erlendir leikmenn núna sem er bara jákvætt að mínu mati og gerir deildina bara sterkari. Til að mynda hjá okkur, þá hafa þeir þrír erlendu leikmenn sem eru hjá okkur aðlagast hratt og vel og bæta okkar lið umtalsvert. Ungir leikmenn eins og samherji minn, Ástrós Lena Ægisdóttir, sem dæmi, þurfa að kljást við öfluga leikmenn í hverjum leik. Hún hefur gott af því og mér finnst hún bæta sig með hverjum leik sem hún spilar,“ segir hún um framhaldið hjá KR-ingum. „Við erum að kynnast betur og betur sem hópur og ég tel að við getum bætt okkur töluvert þó að byrjunin hafi verið góð. Markmiðið hjá liðinu var fyrst og fremst að halda sér í deildinni. Ég sjálf er hins vegar keppnismanneskja og það eru fleiri í liðinu sem stefna leynt og ljóst að því að komast í úrslitakeppni og berjast um þá titla sem í boði eru þegar þar að kemur. Ég persónulega á ekkert ofboðslega langt eftir af leikmannsferli mínum og það fer hver að verða síðastur að bæta titlum í safnið,“ segir hún um stöðu mála og framhaldið hjá Vesturbæjarliðinu.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira