Stefni leynt og ljóst á titilbaráttu Hjörvar Ólafsson skrifar 26. október 2018 14:30 Nýliðar KR hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Domino's deild kvenna, þar af alla þrjá útileiki sína. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kvennalið KR í körfubolta hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir að liðið sé nýliði í Domino’s-deildinni á yfirstandandi leiktíð. Vesturbæingar eru ásamt Snæfelli á toppi deilarinnar með átta stig þegar fimm umferðir hafa verið leiknar. Þar á eftir koma Keflavík og Stjarnan með sex stig hvort lið. Lið KR samanstendur af ungum uppöldum leikmönnum, þremur erlendum leikmönnum sem komu allir fyrir tímabilið og svo er reynsluboltinn Unnur Tara Jónsdóttir á svæðinu til þess að koma með sigurhefð inn í hópinn. Unnur Tara varð Íslandsmeistari með KR síðast þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010. Hún lagði svo körfuboltaskóna tímabundið á hilluna á meðan hún hélt utan í læknisnám. Benedikt Guðmundsson, sem þjálfar KR-liðið í dag og var sömuleiðis við stjórnvölinn þegar liðið lyfti dollunni fyrir átta árum, hóaði í Unni Töru þegar KR var í næstefstu deild á síðustu leiktíð. KR-ingar fóru taplausir í gegnum deildarkeppnina síðasta vetur og hafa svo gert sig gildandi í upphafi yfirstandandi leiktíðar. „Það hefur náttúrulega svakalega mikið breyst frá því að ég var síðast að spila í efstu deild hér heima. Bæði almennt í deildinni og í Vesturbænum. Þeir leikmenn sem eru kjarninn í liðinu voru í yngri flokkunum þegar ég var hér síðast og það er ofboðslega gaman að sjá hversu langt þær eru komnar á ferlinum,“ segir Unnur Tara um þær breytingar sem hafa orðið á milli skeiða hjá henni í KR liðinu. „Það eru svo fleiri erlendir leikmenn núna sem er bara jákvætt að mínu mati og gerir deildina bara sterkari. Til að mynda hjá okkur, þá hafa þeir þrír erlendu leikmenn sem eru hjá okkur aðlagast hratt og vel og bæta okkar lið umtalsvert. Ungir leikmenn eins og samherji minn, Ástrós Lena Ægisdóttir, sem dæmi, þurfa að kljást við öfluga leikmenn í hverjum leik. Hún hefur gott af því og mér finnst hún bæta sig með hverjum leik sem hún spilar,“ segir hún um framhaldið hjá KR-ingum. „Við erum að kynnast betur og betur sem hópur og ég tel að við getum bætt okkur töluvert þó að byrjunin hafi verið góð. Markmiðið hjá liðinu var fyrst og fremst að halda sér í deildinni. Ég sjálf er hins vegar keppnismanneskja og það eru fleiri í liðinu sem stefna leynt og ljóst að því að komast í úrslitakeppni og berjast um þá titla sem í boði eru þegar þar að kemur. Ég persónulega á ekkert ofboðslega langt eftir af leikmannsferli mínum og það fer hver að verða síðastur að bæta titlum í safnið,“ segir hún um stöðu mála og framhaldið hjá Vesturbæjarliðinu. Dominos-deild kvenna Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Sjá meira
Kvennalið KR í körfubolta hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir að liðið sé nýliði í Domino’s-deildinni á yfirstandandi leiktíð. Vesturbæingar eru ásamt Snæfelli á toppi deilarinnar með átta stig þegar fimm umferðir hafa verið leiknar. Þar á eftir koma Keflavík og Stjarnan með sex stig hvort lið. Lið KR samanstendur af ungum uppöldum leikmönnum, þremur erlendum leikmönnum sem komu allir fyrir tímabilið og svo er reynsluboltinn Unnur Tara Jónsdóttir á svæðinu til þess að koma með sigurhefð inn í hópinn. Unnur Tara varð Íslandsmeistari með KR síðast þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010. Hún lagði svo körfuboltaskóna tímabundið á hilluna á meðan hún hélt utan í læknisnám. Benedikt Guðmundsson, sem þjálfar KR-liðið í dag og var sömuleiðis við stjórnvölinn þegar liðið lyfti dollunni fyrir átta árum, hóaði í Unni Töru þegar KR var í næstefstu deild á síðustu leiktíð. KR-ingar fóru taplausir í gegnum deildarkeppnina síðasta vetur og hafa svo gert sig gildandi í upphafi yfirstandandi leiktíðar. „Það hefur náttúrulega svakalega mikið breyst frá því að ég var síðast að spila í efstu deild hér heima. Bæði almennt í deildinni og í Vesturbænum. Þeir leikmenn sem eru kjarninn í liðinu voru í yngri flokkunum þegar ég var hér síðast og það er ofboðslega gaman að sjá hversu langt þær eru komnar á ferlinum,“ segir Unnur Tara um þær breytingar sem hafa orðið á milli skeiða hjá henni í KR liðinu. „Það eru svo fleiri erlendir leikmenn núna sem er bara jákvætt að mínu mati og gerir deildina bara sterkari. Til að mynda hjá okkur, þá hafa þeir þrír erlendu leikmenn sem eru hjá okkur aðlagast hratt og vel og bæta okkar lið umtalsvert. Ungir leikmenn eins og samherji minn, Ástrós Lena Ægisdóttir, sem dæmi, þurfa að kljást við öfluga leikmenn í hverjum leik. Hún hefur gott af því og mér finnst hún bæta sig með hverjum leik sem hún spilar,“ segir hún um framhaldið hjá KR-ingum. „Við erum að kynnast betur og betur sem hópur og ég tel að við getum bætt okkur töluvert þó að byrjunin hafi verið góð. Markmiðið hjá liðinu var fyrst og fremst að halda sér í deildinni. Ég sjálf er hins vegar keppnismanneskja og það eru fleiri í liðinu sem stefna leynt og ljóst að því að komast í úrslitakeppni og berjast um þá titla sem í boði eru þegar þar að kemur. Ég persónulega á ekkert ofboðslega langt eftir af leikmannsferli mínum og það fer hver að verða síðastur að bæta titlum í safnið,“ segir hún um stöðu mála og framhaldið hjá Vesturbæjarliðinu.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti