Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 16:50 Förufólkið frá Hondúras er meðal annars að flýja eina verstu glæpaöldu í heiminum og fátækt. Fjöldi barna er í hópnum sem stefnir nú að Bandaríkjunum. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að senda 800 hermenn til viðbótar að suðurlandamærunum að Mexíkó. Herflutningarnir eru sagðir viðbragð við fréttum af hópi miðamerísks förufólks sem forseti hefur staðhæft að valdi neyðarástandi í Bandaríkjunum. Förufólkið hefur orðið að miðpunkti orðræðu Trump í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram eftir tæpar tvær vikur. Virðist ætlun hans að nota andúð stuðningsmanna sinna á innflytjendum til þess að hleypa þeim kappi í kinn fyrir kosningarnar. Trump hótaði því meðal annars að loka landamærunum algerlega með hervaldi til að hefta för fólksins og að hætta fjárhagslegum stuðningi við Hondúras, Gvatemala og El Salvador. Nú staðfesta bandarískir embættismenn að ætlunin sé að senda um 800 hermenn til að aðstoða við gæslu við landamærin. Þar eru fyrir um 2.100 þjóðvarðliðar við landamæraeftirlit. Washington Post segir að búist sé við því að James Mattis, varnarmálaráðherra, samþykki liðsflutninginn síðar í dag. Hópur förufólksins lagði upp frá Hondúras og taldi fólkið þá einhver þúsund. Í hópnum er fjöldi fjölskyldna og barna. Talið er að fólkið ferðist í hóp til þess að verja sig fyrir ýmsum hættum á leiðinni norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó, þar á meðal gegn glæpagengjum og fólkssmyglurum. Fréttir undanfarinna daga herma að hópurinn hafi að einhverju leyti tvístrast í Mexíkó en hann enn fjarri landamærunum að Bandaríkjunum. Trump hefur farið með staðlausa stafi um hópinn undanfarna daga. Þannig fullyrti hann að í hópnum væri að finna glæpamenn og „óþekkta Miðausturlandabúa“. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Þegar forsetinn var inntur eftir sönnunum fyrir þessum fullyrðingum viðurkenndi hann að engar slíkar væru fyrir hendi. Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Fréttamaður faldi sig í runna til að afhjúpa ólöglega innflytjendur Griff Jenkins, fréttamaður Fox News í Bandaríkjunum, virðist hafa tekið lögin í sínar eigin hendur á dögunum er hann faldi sig í runna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til þess að afjúpa tilraun hóps ólöglegra innflytjenda til þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. 24. október 2018 22:58 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að senda 800 hermenn til viðbótar að suðurlandamærunum að Mexíkó. Herflutningarnir eru sagðir viðbragð við fréttum af hópi miðamerísks förufólks sem forseti hefur staðhæft að valdi neyðarástandi í Bandaríkjunum. Förufólkið hefur orðið að miðpunkti orðræðu Trump í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram eftir tæpar tvær vikur. Virðist ætlun hans að nota andúð stuðningsmanna sinna á innflytjendum til þess að hleypa þeim kappi í kinn fyrir kosningarnar. Trump hótaði því meðal annars að loka landamærunum algerlega með hervaldi til að hefta för fólksins og að hætta fjárhagslegum stuðningi við Hondúras, Gvatemala og El Salvador. Nú staðfesta bandarískir embættismenn að ætlunin sé að senda um 800 hermenn til að aðstoða við gæslu við landamærin. Þar eru fyrir um 2.100 þjóðvarðliðar við landamæraeftirlit. Washington Post segir að búist sé við því að James Mattis, varnarmálaráðherra, samþykki liðsflutninginn síðar í dag. Hópur förufólksins lagði upp frá Hondúras og taldi fólkið þá einhver þúsund. Í hópnum er fjöldi fjölskyldna og barna. Talið er að fólkið ferðist í hóp til þess að verja sig fyrir ýmsum hættum á leiðinni norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó, þar á meðal gegn glæpagengjum og fólkssmyglurum. Fréttir undanfarinna daga herma að hópurinn hafi að einhverju leyti tvístrast í Mexíkó en hann enn fjarri landamærunum að Bandaríkjunum. Trump hefur farið með staðlausa stafi um hópinn undanfarna daga. Þannig fullyrti hann að í hópnum væri að finna glæpamenn og „óþekkta Miðausturlandabúa“. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Þegar forsetinn var inntur eftir sönnunum fyrir þessum fullyrðingum viðurkenndi hann að engar slíkar væru fyrir hendi.
Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Fréttamaður faldi sig í runna til að afhjúpa ólöglega innflytjendur Griff Jenkins, fréttamaður Fox News í Bandaríkjunum, virðist hafa tekið lögin í sínar eigin hendur á dögunum er hann faldi sig í runna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til þess að afjúpa tilraun hóps ólöglegra innflytjenda til þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. 24. október 2018 22:58 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Fréttamaður faldi sig í runna til að afhjúpa ólöglega innflytjendur Griff Jenkins, fréttamaður Fox News í Bandaríkjunum, virðist hafa tekið lögin í sínar eigin hendur á dögunum er hann faldi sig í runna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til þess að afjúpa tilraun hóps ólöglegra innflytjenda til þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. 24. október 2018 22:58
Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44