Innlent

Tímamótaþing ASÍ hefst

Sveinn Arnarsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson hættir sem forseti ASÍ á föstudag.
Gylfi Arnbjörnsson hættir sem forseti ASÍ á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/Vilhelm
„Sterkari saman“ er yfirskrift 43. þings ASÍ sem verður sett í dag en þingið stendur fram á föstudag. Fimm meginefni verða til umfjöllunar á þinginu en það eru tekjuskipting og jöfnuður, jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs, tækniþróun og skipulag vinnunnar, heilbrigðisþjónusta og velferðarþjónusta og húsnæðismál.

Á föstudaginn verða afgreiddar tillögur og kosið í embætti ASÍ en ljóst er að nýr forseti verður kjörinn. Tveir hafa lýst yfir framboði í embætti forseta, þau Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Sverrir Már Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs.

Þá hafa þrír boðað framboð í embætti varaforseta ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sækist eftir embætti 1. varaforseta, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, embætti 2. varaforseta og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sækist eftir öðru hvoru embættinu.


Tengdar fréttir

„Trump, Brexit og Ísland“

Fráfarandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að búið sé að rugla almenning í því hvaða kröfur stéttarfélög geta farið fram með á atvinnurekendur og hvaða kröfur eru á stjórnvöld, hvað stéttarfélögin beri ábyrgð á og hvernig aðkoma ASÍ er að kjarasamningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×