Nýliðarnir á toppnum, Danielle hetjan gegn Val og framlengt í Hafnarfirði Anton Ingi Leifsson skrifar 31. október 2018 21:01 KR-ingar eru að gera gott mót. fréttablaðið/sigtryggur ari Nýliðar KR í Dominos-deild kvenna halda áfram frábæru gengi sínu en liðið vann sigur á Skallagrím, 65-63, í spennutrylli í DHL-höllinni í kvöld. KR byrjaði leikinn vel en gestirnir úr Borgarnesi komu sterkar inn í annan leikinn og staðan var 31-30, gestunum í vil, í hálfleik. Heimastúlkur komu öflugar inn í þriðja leikhlutann og þar náðu þær forskoti sem þær létu aldrei af hendi þrátt fyrir mikla dramatík síðustu sekúndurnar. Orla O'Reilly skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar hjá KR. Næst kom Kiana Johnson með þrettán stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Shequila Joseph stigahæst með 23 en einnig tók hún fimmtán fráköst. Maja Michalska bætti við sautján stigum, níu fráköstum og fimm stoðsendingum. KR er á toppi deildarinnar með tíu stig í fyrstu sex leikjunum. Nýliðarnir að gera frábæra hluti en Skallagrímur er í sjöunda sætinu með fjögur stig.Danielle var hetjan á Hlíðarenda.vísir/ernirÞað var einnig mikil spenna í Origo-höllinni þar sem Stjarnan vann afar sterkan útisigur gegn silfurliði síðasta tímabils, 68-67. Valur byrjaði leikinn betur en Stjarnan átti frábæran leikhluta og fór inn í hálfleikinn með þriggja stiga forskot, 28-31. Áfram var jafnræði með liðunum og er mínúta var eftir af leiknum leiddi Valur með einu stigi, 67-66. Sigurkörfuna skoraði Danielle Rodriguez með sniðskoti er nítján sekúndur voru eftir. Valsstúlkur fengu tvö vítaskot en bæði fóru í súginn. Hetjan Rodriguez skoraði 23 stig auk þess að taka tólf fráköst og gefa þrettán stoðsendingar. Næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með sautján stig en Stjarnan er með átta stig í öðru sætinu. Berþóra Holton Tómasdóttir var stigahæst Vals með átján stig og næst kom Hallveig Jónsdóttir með fjórtán en Valur er með fjögur stig í sjötta sætinu.Kristen átti frábæran leik í kvöld.vísir/ernirSnæfell er á toppnum ásamt KR eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 83-83 en lokatölur 90-85. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn. Í hálfleik var staðan 41-38 en gestirnir úr Stykkishólmi voru stigi yfir er tæp mínúta var eftir af leiknum. LeLe Hardy stal boltanum er tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum og brotið var á henni. Hún gat því tryggt Haukum sigurinn með að hitta báðum en klúðraði öðru. Staðan því 83-83 og þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir sterkari en heimastúlkur í Haukum skoruðu einungis tvö stig á fimm mínútunum í framlengingunni. Lokatölur 90-85. LeLe Hardy (32 stig og 20 fráköst) og Þóra Kristín Jónsdóttir (26 stig og átta stoðsendingar) báru upp lið Hauka og rúmlega það. Haukar í fimmta sætinu með fjögur stig. Snæfell er ásamt KR á toppi deildarinnar en Kristen McCarthy gerði sér lítið fyrir og skoraði 36 stig, tók átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Angelika Kowalska gerði 18 stig. Dominos-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
Nýliðar KR í Dominos-deild kvenna halda áfram frábæru gengi sínu en liðið vann sigur á Skallagrím, 65-63, í spennutrylli í DHL-höllinni í kvöld. KR byrjaði leikinn vel en gestirnir úr Borgarnesi komu sterkar inn í annan leikinn og staðan var 31-30, gestunum í vil, í hálfleik. Heimastúlkur komu öflugar inn í þriðja leikhlutann og þar náðu þær forskoti sem þær létu aldrei af hendi þrátt fyrir mikla dramatík síðustu sekúndurnar. Orla O'Reilly skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar hjá KR. Næst kom Kiana Johnson með þrettán stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Shequila Joseph stigahæst með 23 en einnig tók hún fimmtán fráköst. Maja Michalska bætti við sautján stigum, níu fráköstum og fimm stoðsendingum. KR er á toppi deildarinnar með tíu stig í fyrstu sex leikjunum. Nýliðarnir að gera frábæra hluti en Skallagrímur er í sjöunda sætinu með fjögur stig.Danielle var hetjan á Hlíðarenda.vísir/ernirÞað var einnig mikil spenna í Origo-höllinni þar sem Stjarnan vann afar sterkan útisigur gegn silfurliði síðasta tímabils, 68-67. Valur byrjaði leikinn betur en Stjarnan átti frábæran leikhluta og fór inn í hálfleikinn með þriggja stiga forskot, 28-31. Áfram var jafnræði með liðunum og er mínúta var eftir af leiknum leiddi Valur með einu stigi, 67-66. Sigurkörfuna skoraði Danielle Rodriguez með sniðskoti er nítján sekúndur voru eftir. Valsstúlkur fengu tvö vítaskot en bæði fóru í súginn. Hetjan Rodriguez skoraði 23 stig auk þess að taka tólf fráköst og gefa þrettán stoðsendingar. Næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með sautján stig en Stjarnan er með átta stig í öðru sætinu. Berþóra Holton Tómasdóttir var stigahæst Vals með átján stig og næst kom Hallveig Jónsdóttir með fjórtán en Valur er með fjögur stig í sjötta sætinu.Kristen átti frábæran leik í kvöld.vísir/ernirSnæfell er á toppnum ásamt KR eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 83-83 en lokatölur 90-85. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn. Í hálfleik var staðan 41-38 en gestirnir úr Stykkishólmi voru stigi yfir er tæp mínúta var eftir af leiknum. LeLe Hardy stal boltanum er tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum og brotið var á henni. Hún gat því tryggt Haukum sigurinn með að hitta báðum en klúðraði öðru. Staðan því 83-83 og þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir sterkari en heimastúlkur í Haukum skoruðu einungis tvö stig á fimm mínútunum í framlengingunni. Lokatölur 90-85. LeLe Hardy (32 stig og 20 fráköst) og Þóra Kristín Jónsdóttir (26 stig og átta stoðsendingar) báru upp lið Hauka og rúmlega það. Haukar í fimmta sætinu með fjögur stig. Snæfell er ásamt KR á toppi deildarinnar en Kristen McCarthy gerði sér lítið fyrir og skoraði 36 stig, tók átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Angelika Kowalska gerði 18 stig.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira