Af hverju ekki Ísland? Starri Reynisson skrifar 31. október 2018 17:18 Á síðustu árum hef ég sótt nokkrar ráðstefnur og aðrar pólitískar samkomur víðsvegar um Evrópu. Þegar fólk kemst að því hvaðan ég kem er fyrsta spurningin gjarnan “Af hverju er Ísland ekki í Evrópusambandinu?” Ég reyni yfirleitt að svara eftir bestu getu en mér hefur samt aldrei tekist að koma með neitt sérlega sannfærandi svar. Enda á ég sjálfur erfitt með að skilja af hverju. Aðild að Evrópusambandinu er alls ekki einhver töfralausn sem kæmi til með að kippa öllum okkar vandamálum í lag, en það er ekki nokkur spurning að kostirnir við aðild eru bæði fleiri og vega þyngra en gallarnir. Möguleikinn til þess að losa okkur við sveiflugjarnan og óstöðugan gjaldmiðil og taka upp Evruna er tvímælalaust einn af stærri kostunum. Það að geta haft áhrif á alla þá löggjöf sem við innleiðum hvort sem er vegna aðildar okkar að evrópska efnahagssvæðinu vegur líka þungt. Sem og aðild að yfirgripsmiklu styrkjakerfi sambandsins og samstarfsverkefnum t.d. á sviði samgangna, menningar, landbúnaðar og ungmennastarfs. Evrópusambandið hefur líka, í krafti stærðar sinnar, meira bolmagn til þess að gera góða og yfirgripsmikla fríverslunarsamninga en nokkurt ríkjanna þar inni, og töluvert betri samninga en Ísland á kost á eitt á báti. Það sem mér þykir þó vega þyngst er hugsjónin sem dreif stofnun sambandsins áfram. Hugsjónin um frið innan Evrópu, um frjáls viðskipti milli Evrópulanda, um frjálslynt opið samfélag byggt á grunngildum um lýðræði, frelsi, mannréttindi, virðingu og jafnrétti. Náið samstarf byggt á grunnstoðum fjórfrelsisins, frjálsri för fólks, fjármagns, varnings og þjónustu. Við eigum heima í slíku samstarfi. Í heimi þar sem hugmyndafræðileg átök milli lýðskrumara, fasista, einangrunnar- og þjóðernissinna annars vegar og frjálslyndra, alþjóðlega þenkjandi lýðræðissinna hins vegar eru stigvaxandi hljótum við að vilja vera í seinni fylkingunni. Við hljótum að vilja vera með Macron, Merkel og Trudeau í liði frekar en Trump, Pútín, Orban og Salvini. Skýrasta leiðin til þess er aðild að Evrópusambandinu og metnaðarfull þátttaka í stefnumótun þess. Í Evrópu eru 27 lönd sem eiga landfræðilega, efnahagslega og menningarlega samleið sammála um að náið samstarf þeirra á milli sé besta leiðin til að ná árangri, tryggja góð lífskjör fyrir íbúa þeirra, áhrif á alþjóðavettvangi til frambúðar og framgang friðar, lýðræðis og annara frjálslyndra gilda innan álfunnar. Af hverju ekki Ísland?Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hef ég sótt nokkrar ráðstefnur og aðrar pólitískar samkomur víðsvegar um Evrópu. Þegar fólk kemst að því hvaðan ég kem er fyrsta spurningin gjarnan “Af hverju er Ísland ekki í Evrópusambandinu?” Ég reyni yfirleitt að svara eftir bestu getu en mér hefur samt aldrei tekist að koma með neitt sérlega sannfærandi svar. Enda á ég sjálfur erfitt með að skilja af hverju. Aðild að Evrópusambandinu er alls ekki einhver töfralausn sem kæmi til með að kippa öllum okkar vandamálum í lag, en það er ekki nokkur spurning að kostirnir við aðild eru bæði fleiri og vega þyngra en gallarnir. Möguleikinn til þess að losa okkur við sveiflugjarnan og óstöðugan gjaldmiðil og taka upp Evruna er tvímælalaust einn af stærri kostunum. Það að geta haft áhrif á alla þá löggjöf sem við innleiðum hvort sem er vegna aðildar okkar að evrópska efnahagssvæðinu vegur líka þungt. Sem og aðild að yfirgripsmiklu styrkjakerfi sambandsins og samstarfsverkefnum t.d. á sviði samgangna, menningar, landbúnaðar og ungmennastarfs. Evrópusambandið hefur líka, í krafti stærðar sinnar, meira bolmagn til þess að gera góða og yfirgripsmikla fríverslunarsamninga en nokkurt ríkjanna þar inni, og töluvert betri samninga en Ísland á kost á eitt á báti. Það sem mér þykir þó vega þyngst er hugsjónin sem dreif stofnun sambandsins áfram. Hugsjónin um frið innan Evrópu, um frjáls viðskipti milli Evrópulanda, um frjálslynt opið samfélag byggt á grunngildum um lýðræði, frelsi, mannréttindi, virðingu og jafnrétti. Náið samstarf byggt á grunnstoðum fjórfrelsisins, frjálsri för fólks, fjármagns, varnings og þjónustu. Við eigum heima í slíku samstarfi. Í heimi þar sem hugmyndafræðileg átök milli lýðskrumara, fasista, einangrunnar- og þjóðernissinna annars vegar og frjálslyndra, alþjóðlega þenkjandi lýðræðissinna hins vegar eru stigvaxandi hljótum við að vilja vera í seinni fylkingunni. Við hljótum að vilja vera með Macron, Merkel og Trudeau í liði frekar en Trump, Pútín, Orban og Salvini. Skýrasta leiðin til þess er aðild að Evrópusambandinu og metnaðarfull þátttaka í stefnumótun þess. Í Evrópu eru 27 lönd sem eiga landfræðilega, efnahagslega og menningarlega samleið sammála um að náið samstarf þeirra á milli sé besta leiðin til að ná árangri, tryggja góð lífskjör fyrir íbúa þeirra, áhrif á alþjóðavettvangi til frambúðar og framgang friðar, lýðræðis og annara frjálslyndra gilda innan álfunnar. Af hverju ekki Ísland?Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun