Maður lét lífið í árás hákarls í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2018 10:57 Tveir hafa látið lífið og 16 hafa slasast í hákarlaárásum í Ástralíu það sem af er ársins. EPA/AAP Ástralskur maður lét lífið þegar hann var bitinn af hákarli á vinsælum ferðamannastað í Queensland í Ástralíu í gær. Atvikið átti sér stað á sama tveir aðilar voru bitnir í september. Þeir lifðu báðir af. Maðurinn sem dó í gær var bitinn í fótinn og handleggina þegar hann var að synda með vinum sínum. Hann lést á sjúkrahúsi í kjölfar atviksins. Í september var tólf ára stúlka og 46 ára kona bitin á innan við sólarhring við Cid Harbour. Stúlkan missti annan fótinn vegna bitsins. Maðurinn sem bitinn var í gær var einnig nærri Cid Harbour. Tveir hafa látið lífið og 16 hafa slasast í hákarlaárásum í Ástralíu það sem af er ársins, samkvæmt BBC.Árásirnar hafa vakið mikla athygli í Ástralíu og kallað hefur verið eftir frekari aðgerðum yfirvalda til að koma í veg fyrir árásir sem þessar. Eftir árásirnar í september var gildrum komið fyrir á svæðinu í um viku og drápust sex hákarlar á þeim tíma. Þá er reglulega notast við net, dróna, þyrlur og eru hákarlar stundum merktir með GPS-sendum. Sérfræðingar eru þó alls ekki vissir um að varnaraðferðir þessar beri í raun árangur.Ekki hægt að segja til um virkniABC News í Ástralíu ræddi við prófessorinn Colin Simpfendorfer sem segir að nægjanlegum gögnum um þessar varnaraðferðir hafi aldrei verið safnað. Ekki sé hægt að segja til um hver vel þær virka.„Við förum að mestu eftir því hve vel þær virðast virka, í stað þess að geta mælt hvernig þær virka, því við vitum ekki hvað myndi gerast ef tilteknum varnaraðferðum hefði ekki verið beitt,“ sagði Simpfendorfer. Hann sagði þó víst að hákarlaárásir væru sjaldgæfar og þá sérstaklega á baðströndum sem eru verndaðar. Þá sagði Simpfendorfer að það besta sem væri hægt að gera væri að fræða fólk um áhættuna. „Eru einhverjar vísbendingar um aukna hættu? Eins og gruggugur sjór, fiskur á svæðinu, fólk að veiða, allt þetta getur verið til marks um aukna hættu.“ Þar að auki benti hann á að tíminn skipti miklu máli. Hættulegast tíminn væri þegar sólin væri að rísa og setjast. Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Ástralskur maður lét lífið þegar hann var bitinn af hákarli á vinsælum ferðamannastað í Queensland í Ástralíu í gær. Atvikið átti sér stað á sama tveir aðilar voru bitnir í september. Þeir lifðu báðir af. Maðurinn sem dó í gær var bitinn í fótinn og handleggina þegar hann var að synda með vinum sínum. Hann lést á sjúkrahúsi í kjölfar atviksins. Í september var tólf ára stúlka og 46 ára kona bitin á innan við sólarhring við Cid Harbour. Stúlkan missti annan fótinn vegna bitsins. Maðurinn sem bitinn var í gær var einnig nærri Cid Harbour. Tveir hafa látið lífið og 16 hafa slasast í hákarlaárásum í Ástralíu það sem af er ársins, samkvæmt BBC.Árásirnar hafa vakið mikla athygli í Ástralíu og kallað hefur verið eftir frekari aðgerðum yfirvalda til að koma í veg fyrir árásir sem þessar. Eftir árásirnar í september var gildrum komið fyrir á svæðinu í um viku og drápust sex hákarlar á þeim tíma. Þá er reglulega notast við net, dróna, þyrlur og eru hákarlar stundum merktir með GPS-sendum. Sérfræðingar eru þó alls ekki vissir um að varnaraðferðir þessar beri í raun árangur.Ekki hægt að segja til um virkniABC News í Ástralíu ræddi við prófessorinn Colin Simpfendorfer sem segir að nægjanlegum gögnum um þessar varnaraðferðir hafi aldrei verið safnað. Ekki sé hægt að segja til um hver vel þær virka.„Við förum að mestu eftir því hve vel þær virðast virka, í stað þess að geta mælt hvernig þær virka, því við vitum ekki hvað myndi gerast ef tilteknum varnaraðferðum hefði ekki verið beitt,“ sagði Simpfendorfer. Hann sagði þó víst að hákarlaárásir væru sjaldgæfar og þá sérstaklega á baðströndum sem eru verndaðar. Þá sagði Simpfendorfer að það besta sem væri hægt að gera væri að fræða fólk um áhættuna. „Eru einhverjar vísbendingar um aukna hættu? Eins og gruggugur sjór, fiskur á svæðinu, fólk að veiða, allt þetta getur verið til marks um aukna hættu.“ Þar að auki benti hann á að tíminn skipti miklu máli. Hættulegast tíminn væri þegar sólin væri að rísa og setjast.
Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent