Dauðsföllum vegna eitrunar af völdum lyfseðilsskyldra lyfja fer fjölgandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2018 20:47 Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. Málin sem embættið skoðar hafa það sameiginlegt að grunur leikur á að misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja, ólöglegra vímuefna og/eða áfengis er mögulegur orsakaþáttur í andláti. Embætti landlæknis hefur óskað eftir ítarlegri persónuupplýsingum þegar málin hafa komið upp, en þá er sérstaklega skoðað hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í ávísun lyfja til fólksins. Verkefnastjóri hjá embættinu segir þróunina ógnvænlega og hjá yngra fólki hafi það gerst að mikill fjöldi mismunandi lyfja finnist í blóði þess. „Við sjáum þessa yngri einstaklinga, svona frá þrítugu sem er að finnast í mikið af lyfjum, gjarnan mörg efni. Lyf þá aðallega sem orsakavaldur í bland við ólögleg efni eins og kannabis og amfetamín. En við sjáum í gegnum hópinn að þessir einstaklingar eru ekki að fá, eða lítið, ávísað sjálfir.“ Ólafur segir að málin sem séu til skoðunar séu áþekk, en segir skrýtið að á meðan andlátin séu eins mörg og þau eru í raun, hafi dregið úr ávísun þessara helstu ávanabindandi lyfja hér á landi. Yngsti einstaklingurinn sem grunur leikur á að hafi látist sökum eitrunar var undir tvítugu en sá elsti var yfir áttrætt. Ólafur segir að embættið hafi áhyggjur af því að það sé mikill fjöldi lyfja í umferð og að yngri einstaklingar séu að deyja vegna slysaeitrana en ekki vegna alvarlega veikinda. „Íslendingar eru að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar, og við viljum að ávísanirnar verði á pari við það sem er annars staðar. „ Yfirlæknir lyfjateymis hjá embætti landlæknis segir það nýja viðbót að fólk virðist koma í auknum mæli með mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja inn til landsins. Lyfja sem ekki fást á markaði hér og séu stórhættuleg. „Þetta lítur vissulega ekki vel út, en það eru sveiflur. Ísland er lítið land, fáir íbúar og maður sér ekki alveg strax hvort þetta sé varanleg tilhneiging.“ Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. Málin sem embættið skoðar hafa það sameiginlegt að grunur leikur á að misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja, ólöglegra vímuefna og/eða áfengis er mögulegur orsakaþáttur í andláti. Embætti landlæknis hefur óskað eftir ítarlegri persónuupplýsingum þegar málin hafa komið upp, en þá er sérstaklega skoðað hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í ávísun lyfja til fólksins. Verkefnastjóri hjá embættinu segir þróunina ógnvænlega og hjá yngra fólki hafi það gerst að mikill fjöldi mismunandi lyfja finnist í blóði þess. „Við sjáum þessa yngri einstaklinga, svona frá þrítugu sem er að finnast í mikið af lyfjum, gjarnan mörg efni. Lyf þá aðallega sem orsakavaldur í bland við ólögleg efni eins og kannabis og amfetamín. En við sjáum í gegnum hópinn að þessir einstaklingar eru ekki að fá, eða lítið, ávísað sjálfir.“ Ólafur segir að málin sem séu til skoðunar séu áþekk, en segir skrýtið að á meðan andlátin séu eins mörg og þau eru í raun, hafi dregið úr ávísun þessara helstu ávanabindandi lyfja hér á landi. Yngsti einstaklingurinn sem grunur leikur á að hafi látist sökum eitrunar var undir tvítugu en sá elsti var yfir áttrætt. Ólafur segir að embættið hafi áhyggjur af því að það sé mikill fjöldi lyfja í umferð og að yngri einstaklingar séu að deyja vegna slysaeitrana en ekki vegna alvarlega veikinda. „Íslendingar eru að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar, og við viljum að ávísanirnar verði á pari við það sem er annars staðar. „ Yfirlæknir lyfjateymis hjá embætti landlæknis segir það nýja viðbót að fólk virðist koma í auknum mæli með mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja inn til landsins. Lyfja sem ekki fást á markaði hér og séu stórhættuleg. „Þetta lítur vissulega ekki vel út, en það eru sveiflur. Ísland er lítið land, fáir íbúar og maður sér ekki alveg strax hvort þetta sé varanleg tilhneiging.“
Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent