Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2018 10:37 Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu (t.h.) og Donald Trump Bandaríkjaforseti á leiðtogafundi þeirra í Singapúr fyrr á árinu. Vísir/Getty Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu gaf út í gærkvöldi. Þar segir að stjórnvöld landsins gætu ákveðið að endurvekja svokallaða „pyongjin“-stefnu sem snýr að uppbyggingu kjarnorkuvopnabúrs landsins á sama tíma og ráðist er í efnahagslega uppbyggingu. Norðurkóresk stjórnvöld gengu þó ekki svo langt að hóta að slíta samningaviðræðum við Bandaríkjamenn, en ríkin tvö hafa staðið í viðræðum, meðal annars um kjarnorkumál, síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, funduðu í Singapúr í júní á þessu ári.Utanríkisráðherrar funda von bráðarMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox-fréttastöðina í gær að fyrirætlaður væri í næstu viku fundur milli hans og norðurkóreska utanríkisráðherrans Kim Yong Chol. Pompeo gaf ekki upp nákvæma tímasetningu eða staðsetningu fundarins sem mun að öllum líkindum snúa að því að sannfæra Norður-Kóreumenn um að ganga lengra í kjarnorkuafvopnun. „Það er mikil vinna fyrir höndum, en ég er handviss um það að við munum halda áfram að beita efnahagslegum þrýstingi þar til formaðurinn Kim hefur staðið við þau loforð sem hann gaf Trump forseta í júní,“ sagði Pompeo í viðtalinu.Norður-Kórea „hlær“ að hugmyndum BandaríkjannaÍ yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu segir að umbætur á sambandi ríkjanna og viðskiptaþvinganir séu tveir gagnverkandi þættir. „Bandaríkin telja að síendurteknar „þvinganir og þrýstingur“ muni leiða til „kjarnorkuafvopnunar.“ Við getum ekki annað en hlegið að svo kjánalegum hugmyndum.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að aflétting viðskiptaþvingana væru eðlileg og viðeigandi viðbrögð við „frumkvæði og lipurð“ Norður-Kóreu í kjarnorkuafvopnun til þessa. Bandaríkin Donald Trump Erlent Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, samþykkti á fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að einum aðal eldflaugaskotpalli ríkisins yrði lokað. Þá stefna ríkin á að afkjarnorkuvopnavæða Kóreu-skaga. 19. september 2018 09:14 Telja Norður-Kóreumenn búa yfir 20 til 60 kjarnavopnum Ráðherra sameiningarmála í Suður-Kóreu greindi frá þessu í svari til suður-kóreska þingsins. 2. október 2018 10:44 Stefnir í annan fund með Trump Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim 19. september 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu gaf út í gærkvöldi. Þar segir að stjórnvöld landsins gætu ákveðið að endurvekja svokallaða „pyongjin“-stefnu sem snýr að uppbyggingu kjarnorkuvopnabúrs landsins á sama tíma og ráðist er í efnahagslega uppbyggingu. Norðurkóresk stjórnvöld gengu þó ekki svo langt að hóta að slíta samningaviðræðum við Bandaríkjamenn, en ríkin tvö hafa staðið í viðræðum, meðal annars um kjarnorkumál, síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, funduðu í Singapúr í júní á þessu ári.Utanríkisráðherrar funda von bráðarMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox-fréttastöðina í gær að fyrirætlaður væri í næstu viku fundur milli hans og norðurkóreska utanríkisráðherrans Kim Yong Chol. Pompeo gaf ekki upp nákvæma tímasetningu eða staðsetningu fundarins sem mun að öllum líkindum snúa að því að sannfæra Norður-Kóreumenn um að ganga lengra í kjarnorkuafvopnun. „Það er mikil vinna fyrir höndum, en ég er handviss um það að við munum halda áfram að beita efnahagslegum þrýstingi þar til formaðurinn Kim hefur staðið við þau loforð sem hann gaf Trump forseta í júní,“ sagði Pompeo í viðtalinu.Norður-Kórea „hlær“ að hugmyndum BandaríkjannaÍ yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu segir að umbætur á sambandi ríkjanna og viðskiptaþvinganir séu tveir gagnverkandi þættir. „Bandaríkin telja að síendurteknar „þvinganir og þrýstingur“ muni leiða til „kjarnorkuafvopnunar.“ Við getum ekki annað en hlegið að svo kjánalegum hugmyndum.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að aflétting viðskiptaþvingana væru eðlileg og viðeigandi viðbrögð við „frumkvæði og lipurð“ Norður-Kóreu í kjarnorkuafvopnun til þessa.
Bandaríkin Donald Trump Erlent Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, samþykkti á fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að einum aðal eldflaugaskotpalli ríkisins yrði lokað. Þá stefna ríkin á að afkjarnorkuvopnavæða Kóreu-skaga. 19. september 2018 09:14 Telja Norður-Kóreumenn búa yfir 20 til 60 kjarnavopnum Ráðherra sameiningarmála í Suður-Kóreu greindi frá þessu í svari til suður-kóreska þingsins. 2. október 2018 10:44 Stefnir í annan fund með Trump Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim 19. september 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, samþykkti á fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að einum aðal eldflaugaskotpalli ríkisins yrði lokað. Þá stefna ríkin á að afkjarnorkuvopnavæða Kóreu-skaga. 19. september 2018 09:14
Telja Norður-Kóreumenn búa yfir 20 til 60 kjarnavopnum Ráðherra sameiningarmála í Suður-Kóreu greindi frá þessu í svari til suður-kóreska þingsins. 2. október 2018 10:44
Stefnir í annan fund með Trump Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim 19. september 2018 08:00