Alec Baldwin handtekinn fyrir að kýla mann vegna bílastæðis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 19:26 Baldwin hefir á síðari árum verið hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttum á borð við 30 Rock og Saturday Night Live. Bandaríski leikarinn Alec Baldwin var í dag handtekinn fyrir að kýla mann vegna rifrildis um bílastæði í New York-borg í Bandaríkjunum. Samkvæmt tilkynningu frá lögregluembætti New York átti atvikið sér stað laust fyrir klukkan tvö að staðartíma og var leikarinn handtekinn og færður til lögreglustöðvar í Greenwich Village hverfi New York-borgar. Baldwin, sem varð sextugur á árinu, hefur á síðari árum verið hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum 30 Rock. Þá hefur hann gert garðinn frægan í þáttunum Saturday Night Live, þar sem hann hefur leikið Donald Trump Bandaríkjaforseta og gert óspart grín að honum. Trump-feðgar tjá sig um máliðÞegar Donald Trump fékk veður af máli Baldwin sagðist forsetinn eingöngu vilja óska leikaranum góðs gengis. Sonur forsetans, Donald Trump yngri, var heldur harðorðari en hann tísti um að Baldwin hefði fengið mýmörg tækifæri til þess að vera „sæmileg manneskja,“ en ítrekað mistekist. Þá kallaði hann leikarann „rusl.“Is anyone shocked at this piece of garbage anymore? As if the phone calls to his daughter weren’t bad enough. He’s a lib so he gets chance after chance to be decent but always fails! Alec Baldwin Arrested After Fight Over Parking Spot | NBC New York https://t.co/lFQoNRp9J6 — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 2, 2018 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldwin kemst í hann krappan utan leiklistarinnar en árið 2014 var honum gefið að sök að hafa hjólað gegn einstefnugötu í New York og hrópað ókvæðisorð að lögreglumanni. Því máli var þó vísað frá. Þá var Baldwin sýknaður af ásökunum um að hafa ráðist að ljósmyndara sem reyndi að mynda Baldwin og fjölskyldu hans í Los Angeles árið 1996. Bandaríkin Donald Trump Erlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin var í dag handtekinn fyrir að kýla mann vegna rifrildis um bílastæði í New York-borg í Bandaríkjunum. Samkvæmt tilkynningu frá lögregluembætti New York átti atvikið sér stað laust fyrir klukkan tvö að staðartíma og var leikarinn handtekinn og færður til lögreglustöðvar í Greenwich Village hverfi New York-borgar. Baldwin, sem varð sextugur á árinu, hefur á síðari árum verið hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum 30 Rock. Þá hefur hann gert garðinn frægan í þáttunum Saturday Night Live, þar sem hann hefur leikið Donald Trump Bandaríkjaforseta og gert óspart grín að honum. Trump-feðgar tjá sig um máliðÞegar Donald Trump fékk veður af máli Baldwin sagðist forsetinn eingöngu vilja óska leikaranum góðs gengis. Sonur forsetans, Donald Trump yngri, var heldur harðorðari en hann tísti um að Baldwin hefði fengið mýmörg tækifæri til þess að vera „sæmileg manneskja,“ en ítrekað mistekist. Þá kallaði hann leikarann „rusl.“Is anyone shocked at this piece of garbage anymore? As if the phone calls to his daughter weren’t bad enough. He’s a lib so he gets chance after chance to be decent but always fails! Alec Baldwin Arrested After Fight Over Parking Spot | NBC New York https://t.co/lFQoNRp9J6 — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 2, 2018 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldwin kemst í hann krappan utan leiklistarinnar en árið 2014 var honum gefið að sök að hafa hjólað gegn einstefnugötu í New York og hrópað ókvæðisorð að lögreglumanni. Því máli var þó vísað frá. Þá var Baldwin sýknaður af ásökunum um að hafa ráðist að ljósmyndara sem reyndi að mynda Baldwin og fjölskyldu hans í Los Angeles árið 1996.
Bandaríkin Donald Trump Erlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira