Körfubolti

Boston Celtics fyrsta liðið til að leggja Milwaukee Bucks að velli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kyrie Irving og félagar settu upp þriggja stiga sýningu
Kyrie Irving og félagar settu upp þriggja stiga sýningu vísir/getty
Boston Celtics varð í nótt fyrsta liðið til að leggja Milwaukee Bucks að velli á þessari leiktíð í NBA körfuboltanum en Bucks var eina taplausa lið deildarinnar þegar kom að leik liðanna í TD Garden í nótt.

Kyrie Irving var stigahæstur í liði Celtics með 28 stig í 117-113 sigri þar sem Celtics settu niður 24 þriggja stiga skot. Giannis Antetokounmpo var atkvæðamestur gestanna með 33 stig og 11 fráköst.

Kamerúnska tröllið Joel Embiid minnti á sig með því að skora 41 stig í níu stiga sigri Philadelphia 76ers á Los Angeles Clippers, 122-113. Þá skilaði De´Aron Fox frábærum tölum í útisigri Sacramento Kings á Atlanta Hawks. Leikstjórnandinn ungi gerði 31 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar.

Úrslit næturinnar

Charlotte Hornets 107-111 Oklahoma City Thunder

Cleveland Cavaliers 91-110 Denver Nuggets

Philadelphia 76ers 122-113 Los Angeles Clippers

Atlanta Hawks 115-146 Sacramento Kings

Boston Celtics 117-113 Milwaukee Bucks

Portland Trail Blazers 132-119 New Orleans Pelicans

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×