Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Hertz hellinum skrifar 1. nóvember 2018 22:15 Gunnar Ólafsson átti frábæran leik fyrir Keflavík. vísir/bára Keflavík vann nokkuð öruggan sigur á ÍR í Domino‘s deild karla í kvöld. Þegar upp var staðið var sigurinn frekar auðveldur fyrir Keflvíkinga sem mættu vængbrotnu liði ÍR. Snemma í fyrsta leikhluta kom kafli hjá ÍR-ingum þar sem þeir skoruðu ekki í einhverjar fjórar mínútur. Á þeim tíma tókst Keflavík að byggja sér upp nokkuð gott forskot sem ÍR-ingar náðu aldrei að vinna til baka. Heimamenn vöknuðu til lífsins undir lok fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 15-27. Það var ekki langt liðið af öðrum leikhluta þegar munurinn var orðinn tuttugu stig. ÍR hefur á síðustu árum verið mikið baráttulið og átt nokkrar endurkomurnar, en það voru ekki mörg teikn á lofti um að kvöldið í kvöld sæi endurkomu Breiðhyltinga. Hvítklæddir ÍR-ingar náðu að gera smá áhlaup í þriðja leikhluta en Keflvíkingar voru fljótir að kæfa það. Seinni hálfleikurinn var í raun bara niðurtalning í loka flautið. ÍR hélt áfram að reyna en þeir voru bara alls ekki nógu góðir í kvöld. Lokaniðurstaðan sanngjarn sigur Keflavíkur.Bára Dröfn, ljósmyndari Vísis, var í Seljaskóla í kvöld og tók meðfylgjandi myndirAf hverju vann Keflavík? Keflvíkingar voru að gera allt sitt mjög vel og rétt, en ÍR gerði þeim frekar auðvelt fyrir með mikið af klaufalegum mistökum. Keflvíkingar stálu boltanum trekk í trekk og þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að verjast sóknum ÍR. Gestirnir eru með marga mjög góða skotmenn og þeir sýndu sig í kvöld, þriggja stiga skotunum rigndi niður.Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Ólafsson átti mjög góðan leik fyrir Keflavík. Hann var þeirra stigahæstur, en stigaskorið dreifðist frekar jafnt, og lét ÍR-ingana finna fyrir sér. Hörður Axel Vilhjálmsson var einnig mjög öflugur í dag sem og Michael Craion. Í liði ÍR var Gerald Robinson lang atkvæðamestur í sókninni, hann setti nærri helming stiga ÍR. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var öflugur í vörninni hjá ÍR. Hvað gekk illa? ÍR-ingum gekk illa að halda boltanum. Þeir voru með mikið af töpuðum boltum og eins og áður segir komust Keflvíkingar auðveldlega í boltann. Skotin voru ekki að falla með heimamönnum í dag og það var hreinlega fátt sem gekk upp í þeirra leik.Hvað gerist næst? Fram undan er fyrsta umferð Geysisbikarsins. Keflvíkingar mæta Grindavík í Suðurnesjaslag í Röstinni. ÍR situr hins vegar hjá í fyrstu umferðinni og fær því lengri pásu fyrir næstu umferð í deildinni en hin liðin. Þar eiga þeir næst leik gegn Þór í Þorlákshöfn.vísir/báraSverrir: Hleyptum þeim aldrei aftur inn „Fínn leikur af okkar hálfu. Strákarnir klárir, spiluðu fína vörn og hleyptu þeim aldrei aftur inn í leikinn eftir að við náðum forskoti. Vel gert hjá okkur,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „ÍR-ingarnir börðust vel og það vantaði góða leikmenn í liðið hjá þeim, en þeir sem voru að koma inn í staðinn voru að leggja mikið á sig. Við náðum smá forystu og hleyptum þeim aldrei aftur inn, það er það sem ég er ánægðastur með.“ Keflvíkingar hafa ekki tapað leik síðan í fyrstu umferðinni og virðast vera nær óstöðvandi. „Þetta er það jöfn deild að þetta eru allt hörku leikir. Við erum búnir að vera að vinna marga leikina með minnsta mun og töpuðum þessum eina leik með minnsta mun. Þó við vinnum einhverja leiki þá þýðir það ekkert, nú eru þeir bara búnir.“ „Við eigum hörku bikarleik gegn Grindavík á mánudaginn næsta, við getum verið ánægðir með þennan sigur í kvöld og svo vakna menn í fyrramálið og fara að hugsa um næsta verkefni.“Borche: Erum ekki nógu sterkir án Matta og Hákons „Það fór allt illa. Ég man varla eftir einhverju sem fór vel. En ég bjóst við því að við myndum vera eftir á í leiknum þar sem við misstum annan leikstjórnanda, Hákon, í meiðsli. Án hans og Matta er eðlilegt að við séum með tuttugu tapaða bolta og illa skipulagðir,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR. Matthías Orri Sigurðarson, aðal leikstjórnandi liðsins og einn sá besti í deildinni, meiddist í öðrum leik vetrarins gegn Haukum og hefur ekkert verið með síðan. Hákon Örn Hjálmarsson er maðurinn sem leysir Matthías af og nú er hann líka meiddur. „Skipulagði hrundi í kvöld og þeir skoruðu 17 stig eftir að við töpum boltanum. Það er allt of mikið. Við þurfum að leysa þessi vandamál, það er klárt.“ „Þetta lið, liðsskipanin eins og hún var í dag er mjög veikburða. Þegar Matti og Hákon koma til baka þurfa þeir tíma til að aðlagast. Við eigum í erfiðleikum eins og er en reynum að vera jákvæðir.“ Borche segist hafa beðið um nýjan leikstjórnanda fyrir einhverjum þremur, fjórum vikum síðan en fengið neikvætt svar. Hann á því ekki von á að geta styrkt lið sitt frekar. Þá sagði hann að Matthías muni líklega missa af næstu tveimur til þremur leikjum ÍR. „Hann er enn ekki byrjaður að æfa. Hann fer vonandi að skjóta og skokka á mánudaginn. Ég vona að hann verði tilbúinn í þar næsta leik, en það fer eftir því hvernig honum líður.“ „Þegar við fáum Hákon til baka verður skipulagið mun betra og skotvalið. Þá munum við ekki tapa 20 boltum, og fyrir mér eru þessir töpuðu boltar það sem ræður úrslitunum. Ef annar þessara stráka hefði verið hér þá hefði leikurinn verið jafnari.“ „Þetta verður enn erfitt þegar Hákon verður bara kominn til baka, en þá verða leikirnir jafnari.“ „En ég á í miklum vandræðum þessa dagana,“ sagði Borche Ilievski.Hörður: Gerðum það sem góð lið gera „Varnarleikurinn var góður. Við skorum 94 stig sem er mjög gott, héldum dampi allan leikinn og vorum ekkert að spá í hvað þeir væru að gera eða hverja vantaði hjá þeim, það er það sem að góð lið gera,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson. „Mér finnst leiðinlegt að segja að eitthvað hafi verið auðvelt, það eru öll lið að keppa og vilja vinna, og við þurftum að hafa fyrir þessum sigri.“ „Við komum inn til þess að leggja okkur fram og hitt liðið gerði það líka. Því miður vantaði leikmenn hjá þeim og því fór sem fór.“ Hörður sagði það alltaf gott að vera Keflvíking en það væri kannski sérstaklega gaman þessa dagana. „Við erum að byrja vel en það þýðir ekki neitt, við verðum að halda áfram. Ég er mjög sáttur með hugarfarið í liðinu og að halda alltaf áfram sama hver staðan er. Hér komu þeir til baka aðeins en við náum að stoppa í það strax aftur og það er mjög mikið styrkleikamerki að mínu mati.“Gerald: Þurfum að fækka töpuðum boltum Gerald Robinson átti virkilega góðan leik fyrir ÍR í kvöld og skilaði 29 stigum, en það reyndist ekki nóg í þetta skiptið. „Þetta var erfiður leikur, þeir komu hingað og gáfu okkur góðan leik,“ sagði Gerald eftir leikinn. „Þeir stukku á okkur snemma og við áttum erfitt með að skora. Misstum nokkra bolta, fengum mikið af villum og þeir voru að skora auðveldlega. Við getum komið til baka eftir það en það gekk ekki í kvöld.“ ÍR hefur gengið upp og ofan í upphafi tímabils, tveir sigrar og þrjú töp úr fyrstu fimm leikjunum. Gerald segist þó ekki hafa miklar áhyggjur af gangi mála. „Við erum án lykilmanna, Matti er einn besti leikstjórnandi deildarinnar og Hákon er mjög góður. Þetta hefur verið erfitt en öll lið verða fyrir meiðslum og menn þurfa að stíga upp.“ Hvað er það helsta sem ÍR þarf að laga eins og staðan er í dag? „Tapaðir boltar og koma í veg fyrir stig úr hraðaupphlaupum. Þetta er það sem við þurfum að vinna í,“ sagði Gerald Robinson. Reggie Dupree kann að skora úr þriggja stiga skotumvísir/báravísir/báraSæþór Elmar Kristjánssonvísir/báraJustin Martin í baráttu við Michael Craionvísir/báraHörður Axel Vilhjálmsson stýrði spili Keflvíkingavísir/bára Dominos-deild karla
Keflavík vann nokkuð öruggan sigur á ÍR í Domino‘s deild karla í kvöld. Þegar upp var staðið var sigurinn frekar auðveldur fyrir Keflvíkinga sem mættu vængbrotnu liði ÍR. Snemma í fyrsta leikhluta kom kafli hjá ÍR-ingum þar sem þeir skoruðu ekki í einhverjar fjórar mínútur. Á þeim tíma tókst Keflavík að byggja sér upp nokkuð gott forskot sem ÍR-ingar náðu aldrei að vinna til baka. Heimamenn vöknuðu til lífsins undir lok fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 15-27. Það var ekki langt liðið af öðrum leikhluta þegar munurinn var orðinn tuttugu stig. ÍR hefur á síðustu árum verið mikið baráttulið og átt nokkrar endurkomurnar, en það voru ekki mörg teikn á lofti um að kvöldið í kvöld sæi endurkomu Breiðhyltinga. Hvítklæddir ÍR-ingar náðu að gera smá áhlaup í þriðja leikhluta en Keflvíkingar voru fljótir að kæfa það. Seinni hálfleikurinn var í raun bara niðurtalning í loka flautið. ÍR hélt áfram að reyna en þeir voru bara alls ekki nógu góðir í kvöld. Lokaniðurstaðan sanngjarn sigur Keflavíkur.Bára Dröfn, ljósmyndari Vísis, var í Seljaskóla í kvöld og tók meðfylgjandi myndirAf hverju vann Keflavík? Keflvíkingar voru að gera allt sitt mjög vel og rétt, en ÍR gerði þeim frekar auðvelt fyrir með mikið af klaufalegum mistökum. Keflvíkingar stálu boltanum trekk í trekk og þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að verjast sóknum ÍR. Gestirnir eru með marga mjög góða skotmenn og þeir sýndu sig í kvöld, þriggja stiga skotunum rigndi niður.Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Ólafsson átti mjög góðan leik fyrir Keflavík. Hann var þeirra stigahæstur, en stigaskorið dreifðist frekar jafnt, og lét ÍR-ingana finna fyrir sér. Hörður Axel Vilhjálmsson var einnig mjög öflugur í dag sem og Michael Craion. Í liði ÍR var Gerald Robinson lang atkvæðamestur í sókninni, hann setti nærri helming stiga ÍR. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var öflugur í vörninni hjá ÍR. Hvað gekk illa? ÍR-ingum gekk illa að halda boltanum. Þeir voru með mikið af töpuðum boltum og eins og áður segir komust Keflvíkingar auðveldlega í boltann. Skotin voru ekki að falla með heimamönnum í dag og það var hreinlega fátt sem gekk upp í þeirra leik.Hvað gerist næst? Fram undan er fyrsta umferð Geysisbikarsins. Keflvíkingar mæta Grindavík í Suðurnesjaslag í Röstinni. ÍR situr hins vegar hjá í fyrstu umferðinni og fær því lengri pásu fyrir næstu umferð í deildinni en hin liðin. Þar eiga þeir næst leik gegn Þór í Þorlákshöfn.vísir/báraSverrir: Hleyptum þeim aldrei aftur inn „Fínn leikur af okkar hálfu. Strákarnir klárir, spiluðu fína vörn og hleyptu þeim aldrei aftur inn í leikinn eftir að við náðum forskoti. Vel gert hjá okkur,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „ÍR-ingarnir börðust vel og það vantaði góða leikmenn í liðið hjá þeim, en þeir sem voru að koma inn í staðinn voru að leggja mikið á sig. Við náðum smá forystu og hleyptum þeim aldrei aftur inn, það er það sem ég er ánægðastur með.“ Keflvíkingar hafa ekki tapað leik síðan í fyrstu umferðinni og virðast vera nær óstöðvandi. „Þetta er það jöfn deild að þetta eru allt hörku leikir. Við erum búnir að vera að vinna marga leikina með minnsta mun og töpuðum þessum eina leik með minnsta mun. Þó við vinnum einhverja leiki þá þýðir það ekkert, nú eru þeir bara búnir.“ „Við eigum hörku bikarleik gegn Grindavík á mánudaginn næsta, við getum verið ánægðir með þennan sigur í kvöld og svo vakna menn í fyrramálið og fara að hugsa um næsta verkefni.“Borche: Erum ekki nógu sterkir án Matta og Hákons „Það fór allt illa. Ég man varla eftir einhverju sem fór vel. En ég bjóst við því að við myndum vera eftir á í leiknum þar sem við misstum annan leikstjórnanda, Hákon, í meiðsli. Án hans og Matta er eðlilegt að við séum með tuttugu tapaða bolta og illa skipulagðir,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR. Matthías Orri Sigurðarson, aðal leikstjórnandi liðsins og einn sá besti í deildinni, meiddist í öðrum leik vetrarins gegn Haukum og hefur ekkert verið með síðan. Hákon Örn Hjálmarsson er maðurinn sem leysir Matthías af og nú er hann líka meiddur. „Skipulagði hrundi í kvöld og þeir skoruðu 17 stig eftir að við töpum boltanum. Það er allt of mikið. Við þurfum að leysa þessi vandamál, það er klárt.“ „Þetta lið, liðsskipanin eins og hún var í dag er mjög veikburða. Þegar Matti og Hákon koma til baka þurfa þeir tíma til að aðlagast. Við eigum í erfiðleikum eins og er en reynum að vera jákvæðir.“ Borche segist hafa beðið um nýjan leikstjórnanda fyrir einhverjum þremur, fjórum vikum síðan en fengið neikvætt svar. Hann á því ekki von á að geta styrkt lið sitt frekar. Þá sagði hann að Matthías muni líklega missa af næstu tveimur til þremur leikjum ÍR. „Hann er enn ekki byrjaður að æfa. Hann fer vonandi að skjóta og skokka á mánudaginn. Ég vona að hann verði tilbúinn í þar næsta leik, en það fer eftir því hvernig honum líður.“ „Þegar við fáum Hákon til baka verður skipulagið mun betra og skotvalið. Þá munum við ekki tapa 20 boltum, og fyrir mér eru þessir töpuðu boltar það sem ræður úrslitunum. Ef annar þessara stráka hefði verið hér þá hefði leikurinn verið jafnari.“ „Þetta verður enn erfitt þegar Hákon verður bara kominn til baka, en þá verða leikirnir jafnari.“ „En ég á í miklum vandræðum þessa dagana,“ sagði Borche Ilievski.Hörður: Gerðum það sem góð lið gera „Varnarleikurinn var góður. Við skorum 94 stig sem er mjög gott, héldum dampi allan leikinn og vorum ekkert að spá í hvað þeir væru að gera eða hverja vantaði hjá þeim, það er það sem að góð lið gera,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson. „Mér finnst leiðinlegt að segja að eitthvað hafi verið auðvelt, það eru öll lið að keppa og vilja vinna, og við þurftum að hafa fyrir þessum sigri.“ „Við komum inn til þess að leggja okkur fram og hitt liðið gerði það líka. Því miður vantaði leikmenn hjá þeim og því fór sem fór.“ Hörður sagði það alltaf gott að vera Keflvíking en það væri kannski sérstaklega gaman þessa dagana. „Við erum að byrja vel en það þýðir ekki neitt, við verðum að halda áfram. Ég er mjög sáttur með hugarfarið í liðinu og að halda alltaf áfram sama hver staðan er. Hér komu þeir til baka aðeins en við náum að stoppa í það strax aftur og það er mjög mikið styrkleikamerki að mínu mati.“Gerald: Þurfum að fækka töpuðum boltum Gerald Robinson átti virkilega góðan leik fyrir ÍR í kvöld og skilaði 29 stigum, en það reyndist ekki nóg í þetta skiptið. „Þetta var erfiður leikur, þeir komu hingað og gáfu okkur góðan leik,“ sagði Gerald eftir leikinn. „Þeir stukku á okkur snemma og við áttum erfitt með að skora. Misstum nokkra bolta, fengum mikið af villum og þeir voru að skora auðveldlega. Við getum komið til baka eftir það en það gekk ekki í kvöld.“ ÍR hefur gengið upp og ofan í upphafi tímabils, tveir sigrar og þrjú töp úr fyrstu fimm leikjunum. Gerald segist þó ekki hafa miklar áhyggjur af gangi mála. „Við erum án lykilmanna, Matti er einn besti leikstjórnandi deildarinnar og Hákon er mjög góður. Þetta hefur verið erfitt en öll lið verða fyrir meiðslum og menn þurfa að stíga upp.“ Hvað er það helsta sem ÍR þarf að laga eins og staðan er í dag? „Tapaðir boltar og koma í veg fyrir stig úr hraðaupphlaupum. Þetta er það sem við þurfum að vinna í,“ sagði Gerald Robinson. Reggie Dupree kann að skora úr þriggja stiga skotumvísir/báravísir/báraSæþór Elmar Kristjánssonvísir/báraJustin Martin í baráttu við Michael Craionvísir/báraHörður Axel Vilhjálmsson stýrði spili Keflvíkingavísir/bára
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum