Býst við hærri fargjöldum á næstunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2018 06:15 Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 7,4 prósent í verði í Kauphöllinni í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Afkoman var í samræmi við væntingar greinenda en jákvæð skilaboð stjórnenda félagsins á fundi með fjárfestum í gær kölluðu fram mikil viðbrögð á markaði. Fréttablaðið/Ernir Afkomuhorfur Icelandair Group á næsta ári munu ráðast að miklu leyti af því hver þróun flugfargjalda verður á komandi mánuðum, að mati Sveins Þórarinssonar, greinanda í hagfræðideild Landsbankans. Starfandi forstjóri félagsins segist hafa enga trú á öðru en að fargjöld muni hækka í takt við hækkanir á olíuverði. Flugfélög þurfi til lengri tíma litið að selja flugsæti á hærra verði en það kostar að framleiða þau. Fjárfestar tóku vel í uppgjör ferðaþjónustufélagsins fyrir þriðja ársfjórðung, sem birt var eftir lokun markaða á þriðjudag, en til marks um það ruku hlutabréf í félaginu upp um 7,4 prósent í verði í 530 milljóna króna viðskiptum í gær.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Sveinn segir hugsanlegt að einhverjir fjárfestar hafi lokað skortstöðum í félaginu og því hafi kauphliðin verið sterk í viðskiptum gærdagsins. Það kunni að einhverju leyti að skýra verðhækkanir hlutabréfanna. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að fjárfestar hafi að líkindum brugðist við heldur jákvæðum tóni í afkomutilkynningu félagsins og á fundi með fjárfestum í gærmorgun. „Skilaboð félagsins,“ útskýrir hann, „eru þau að því hafi tekist að leiðrétta þann vanda í leiðakerfinu sem olli misvægi á milli flugframboðs til Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar og að á næsta ári verði misvægið á bak og burt. Einnig segist félagið vera að vinna að því að bæta tekjustýringarleiðir sínar og leita leiða til hagræðingar, svo sem með betri nýtingu á starfskröftum og aukinni sjálfvirknivæðingu. Ég ímynda mér að þessi jákvæðu skilaboð hafi að einhverju leyti kallað fram þessi viðbrögð á markaði,“ nefnir Elvar Ingi. Einnig hafi einhverjir markaðsaðilar haft af því áhyggjur í aðdraganda uppgjörsins að afkoman á fjórðungnum myndi valda vonbrigðum.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion bankaEBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 115 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi og lækkaði um 26 prósent á milli ára. Bogi Nils Bogason, sem settist tímabundið í forstjórastól í kjölfar brotthvarfs Björgólfs Jóhannssonar í ágúst, sagði á fjárfestafundinum að hærra olíuverð, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting skýrðu helst verri afkomu félagsins. Stjórnendur Icelandair Group búast nú við því að EBITDA í ár verði á bilinu 80 til 90 milljónir dala en áður gerði spá þeirra ráð fyrir að afkoman gæti numið allt að 100 milljónum dala. Jafnan gengur ekki upp Sveinn segir að til lengri tíma litið skipti það félagið litlu máli hvort EBITDA verði 80 eða 90 milljónir dala í ár. „Þess í stað eru fjárfestar farnir að einbeita sér að næsta ári og velta því til dæmis fyrir sér hverjar vaxtarhorfur félagsins séu á árinu. Félagið hefur lítið gefið upp um áætlanir sínar enn sem komið er. Afkomuhorfur félagsins munu einnig ráðast að miklu leyti af þróun flugfargjalda á næstu mánuðum. Nánast hver einasti forstjóri flugfélags í Evrópu hefur sagt að farmiðaverð muni hækka en það hefur samt ekki hækkað enn. Jafnan gengur ekki upp. Það má kannski velta því fyrir sér hvort framboðið sé of mikið og félög séu hrædd um að verðhækkanir muni koma niður á eftirspurninni og nýtingu,“ segir Sveinn.Bogi Nils nefndi á fundinum í gær að sagan sýndi að það væru ávallt tafir á því að kostnaðarhækkunum, svo sem hækkunum á eldsneytisverði, væri fleytt út í flugfargjöld. Hann hefði „enga trú“ á öðru en að fargjöld myndu hækka í takt við hærra eldsneytisverð. „Með meiri aga á þessum markaði munu fargjöld hækka. Félögin þurfa í raun og veru að selja sætin á hærra verði en það kostar að framleiða þau, svona til lengri tíma. Það er heppilegra,“ sagði forstjórinn. Elvar Ingi segir félagið hafa glímt við eins konar innri vandamál. „Ytri þættir sem félagið hefur litla stjórn á, svo sem þróun á olíuverði og flugfargjöldum, hafa lítið breyst til hins betra að undanförnu en hins vegar segir félagið að það sé að ná tökum á innri vandamálunum og að þau ættu bráðlega að vera úr sögunni. Skilaboðin eru jákvæð og nú verður að sjá hvort þau raungerist.“Viðbótartekjur nær tvöfölduðust á milli ára Viðbótartekjur Icelandair Group námu 20 dölum á hvern farþega á þriðja ársfjórðungi en til samanburðar voru þær 11 dalir á farþega á sama tímabili í fyrra. Í fjórðungsuppgjöri félagsins voru í fyrsta sinn birtar upplýsingar um umræddar tekjur en þær eru skilgreindar sem allar tekjur félagsins af farþegum umfram tekjur af sölu farmiða. Elvar Ingi segir að Economy Light valkosturinn, sem félagið kynnti til leiks fyrir um ári, kunni að skýra aukninguna að hluta. Áhugavert verði að sjá hver þróun teknanna verði á næstu misserum. „Markmiðið er klárlega að hækka þessa sölu og þar eru stór tækifæri að okkar mati,“ sagði Bogi Nils á fjárfestafundi í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Afkomuhorfur Icelandair Group á næsta ári munu ráðast að miklu leyti af því hver þróun flugfargjalda verður á komandi mánuðum, að mati Sveins Þórarinssonar, greinanda í hagfræðideild Landsbankans. Starfandi forstjóri félagsins segist hafa enga trú á öðru en að fargjöld muni hækka í takt við hækkanir á olíuverði. Flugfélög þurfi til lengri tíma litið að selja flugsæti á hærra verði en það kostar að framleiða þau. Fjárfestar tóku vel í uppgjör ferðaþjónustufélagsins fyrir þriðja ársfjórðung, sem birt var eftir lokun markaða á þriðjudag, en til marks um það ruku hlutabréf í félaginu upp um 7,4 prósent í verði í 530 milljóna króna viðskiptum í gær.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Sveinn segir hugsanlegt að einhverjir fjárfestar hafi lokað skortstöðum í félaginu og því hafi kauphliðin verið sterk í viðskiptum gærdagsins. Það kunni að einhverju leyti að skýra verðhækkanir hlutabréfanna. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að fjárfestar hafi að líkindum brugðist við heldur jákvæðum tóni í afkomutilkynningu félagsins og á fundi með fjárfestum í gærmorgun. „Skilaboð félagsins,“ útskýrir hann, „eru þau að því hafi tekist að leiðrétta þann vanda í leiðakerfinu sem olli misvægi á milli flugframboðs til Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar og að á næsta ári verði misvægið á bak og burt. Einnig segist félagið vera að vinna að því að bæta tekjustýringarleiðir sínar og leita leiða til hagræðingar, svo sem með betri nýtingu á starfskröftum og aukinni sjálfvirknivæðingu. Ég ímynda mér að þessi jákvæðu skilaboð hafi að einhverju leyti kallað fram þessi viðbrögð á markaði,“ nefnir Elvar Ingi. Einnig hafi einhverjir markaðsaðilar haft af því áhyggjur í aðdraganda uppgjörsins að afkoman á fjórðungnum myndi valda vonbrigðum.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion bankaEBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 115 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi og lækkaði um 26 prósent á milli ára. Bogi Nils Bogason, sem settist tímabundið í forstjórastól í kjölfar brotthvarfs Björgólfs Jóhannssonar í ágúst, sagði á fjárfestafundinum að hærra olíuverð, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting skýrðu helst verri afkomu félagsins. Stjórnendur Icelandair Group búast nú við því að EBITDA í ár verði á bilinu 80 til 90 milljónir dala en áður gerði spá þeirra ráð fyrir að afkoman gæti numið allt að 100 milljónum dala. Jafnan gengur ekki upp Sveinn segir að til lengri tíma litið skipti það félagið litlu máli hvort EBITDA verði 80 eða 90 milljónir dala í ár. „Þess í stað eru fjárfestar farnir að einbeita sér að næsta ári og velta því til dæmis fyrir sér hverjar vaxtarhorfur félagsins séu á árinu. Félagið hefur lítið gefið upp um áætlanir sínar enn sem komið er. Afkomuhorfur félagsins munu einnig ráðast að miklu leyti af þróun flugfargjalda á næstu mánuðum. Nánast hver einasti forstjóri flugfélags í Evrópu hefur sagt að farmiðaverð muni hækka en það hefur samt ekki hækkað enn. Jafnan gengur ekki upp. Það má kannski velta því fyrir sér hvort framboðið sé of mikið og félög séu hrædd um að verðhækkanir muni koma niður á eftirspurninni og nýtingu,“ segir Sveinn.Bogi Nils nefndi á fundinum í gær að sagan sýndi að það væru ávallt tafir á því að kostnaðarhækkunum, svo sem hækkunum á eldsneytisverði, væri fleytt út í flugfargjöld. Hann hefði „enga trú“ á öðru en að fargjöld myndu hækka í takt við hærra eldsneytisverð. „Með meiri aga á þessum markaði munu fargjöld hækka. Félögin þurfa í raun og veru að selja sætin á hærra verði en það kostar að framleiða þau, svona til lengri tíma. Það er heppilegra,“ sagði forstjórinn. Elvar Ingi segir félagið hafa glímt við eins konar innri vandamál. „Ytri þættir sem félagið hefur litla stjórn á, svo sem þróun á olíuverði og flugfargjöldum, hafa lítið breyst til hins betra að undanförnu en hins vegar segir félagið að það sé að ná tökum á innri vandamálunum og að þau ættu bráðlega að vera úr sögunni. Skilaboðin eru jákvæð og nú verður að sjá hvort þau raungerist.“Viðbótartekjur nær tvöfölduðust á milli ára Viðbótartekjur Icelandair Group námu 20 dölum á hvern farþega á þriðja ársfjórðungi en til samanburðar voru þær 11 dalir á farþega á sama tímabili í fyrra. Í fjórðungsuppgjöri félagsins voru í fyrsta sinn birtar upplýsingar um umræddar tekjur en þær eru skilgreindar sem allar tekjur félagsins af farþegum umfram tekjur af sölu farmiða. Elvar Ingi segir að Economy Light valkosturinn, sem félagið kynnti til leiks fyrir um ári, kunni að skýra aukninguna að hluta. Áhugavert verði að sjá hver þróun teknanna verði á næstu misserum. „Markmiðið er klárlega að hækka þessa sölu og þar eru stór tækifæri að okkar mati,“ sagði Bogi Nils á fjárfestafundi í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira