Mjúk lending Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. nóvember 2018 08:00 Engum dylst að tekið er að hægja verulega á hagkerfinu. Gangi spár eftir verður áfram vöxtur, en þó minni en við höfum séð undanfarin ár. Hér er þrátt fyrir það lítið sem ekkert atvinnuleysi, opinber skuldsetning lítil, aðrar undirstöður traustar og að langflestu leyti gott að búa. Nú liggur fyrir sameiginlegt verkefni okkar allra að ná þokkalega mjúkri lendingu eftir fordæmalaust hagvaxtarskeið. Það er hægt. Slíkt getur auðvitað reynst flókið, sérstaklega ef rætt er um breytur á borð við gjaldmiðil sem sveiflast eins og lauf í vindi og viðkvæma ferðaþjónustu, sem er fyrir löngu orðin ein grunnstoð hagkerfis okkar. Fjármálastjórnin í landinu er jafnvægislist og stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins, beggja vegna borðsins, þurfa að taka þá staðreynd alvarlega. Það gera langflestir. Í umræðunni síðustu daga hefur verið dregin upp dökk mynd af stöðunni. Líkt og greint var frá á forsíðu þessa blaðs í gær eru veitingamenn uggandi og óttast að annars blómlegur veitingageiri hér á landi standi frammi fyrir miklum áskorunum. Veitingamenn segjast ekki geta borið meiri launahækkanir líkt og farið er fram á í komandi kjaraviðræðum, en hækkanir ófaglærðra starfsmanna á veitingahúsum gætu numið allt að 150 prósentum ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambandsins. Það þarf ekki veitingamann til að sjá að slíkar kröfur eru með öllu óraunhæfar. Dómínóáhrifin yrðu þau að verð á veitingastöðum hækkar, stöðunum fækkar og starfsfólki um leið. Þetta dæmi er hægt að heimfæra á langflestar greinar atvinnulífsins hér á landi. Það er því þreytandi þegar örfáir forsvarsmenn stærstu verkalýðsfélaganna stíga fram á vígvöllinn og láta eins og allir atvinnurekendur greiði sér ofurlaun og himinháa bónusa. Slíkt er ekki merki um þroskaða umræðu. Langstærstur hluti atvinnurekenda í landinu er heiðarlegt fólk, sem vill gera vel við sitt starfsfólk og gerir sér vonir um það eitt að reksturinn standi undir sér. Þetta eru fyrirtæki sem skapa flest störf og mestan hagvöxtinn. Til þess að hækka hér lágmarkslaun, sem mesta þörfin er á, væri skynsamlegasta útspil ríkisstjórnarinnar að lækka skatta og hækka skattleysismörk. Slíkt myndi skila raunverulegum ábata til fólksins í landinu. Fólk fengi meira fyrir launatékkann. Umræða um ofurlaun og himinháa bónusa á rétt á sér. En það er ekki skynsamlegur útgangspunktur að ætla sér að taka dæmi af örfáum fyrirtækjum sem sýna ekki gott fordæmi. „Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni,“ sagði Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður í frétt blaðsins í gær. Við höfum sem samfélag alla burði til að ná hér jafnvægi eftir góðærisskeið. Förum ekki að klúðra því. Lendingin getur orðið mjúk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Engum dylst að tekið er að hægja verulega á hagkerfinu. Gangi spár eftir verður áfram vöxtur, en þó minni en við höfum séð undanfarin ár. Hér er þrátt fyrir það lítið sem ekkert atvinnuleysi, opinber skuldsetning lítil, aðrar undirstöður traustar og að langflestu leyti gott að búa. Nú liggur fyrir sameiginlegt verkefni okkar allra að ná þokkalega mjúkri lendingu eftir fordæmalaust hagvaxtarskeið. Það er hægt. Slíkt getur auðvitað reynst flókið, sérstaklega ef rætt er um breytur á borð við gjaldmiðil sem sveiflast eins og lauf í vindi og viðkvæma ferðaþjónustu, sem er fyrir löngu orðin ein grunnstoð hagkerfis okkar. Fjármálastjórnin í landinu er jafnvægislist og stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins, beggja vegna borðsins, þurfa að taka þá staðreynd alvarlega. Það gera langflestir. Í umræðunni síðustu daga hefur verið dregin upp dökk mynd af stöðunni. Líkt og greint var frá á forsíðu þessa blaðs í gær eru veitingamenn uggandi og óttast að annars blómlegur veitingageiri hér á landi standi frammi fyrir miklum áskorunum. Veitingamenn segjast ekki geta borið meiri launahækkanir líkt og farið er fram á í komandi kjaraviðræðum, en hækkanir ófaglærðra starfsmanna á veitingahúsum gætu numið allt að 150 prósentum ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambandsins. Það þarf ekki veitingamann til að sjá að slíkar kröfur eru með öllu óraunhæfar. Dómínóáhrifin yrðu þau að verð á veitingastöðum hækkar, stöðunum fækkar og starfsfólki um leið. Þetta dæmi er hægt að heimfæra á langflestar greinar atvinnulífsins hér á landi. Það er því þreytandi þegar örfáir forsvarsmenn stærstu verkalýðsfélaganna stíga fram á vígvöllinn og láta eins og allir atvinnurekendur greiði sér ofurlaun og himinháa bónusa. Slíkt er ekki merki um þroskaða umræðu. Langstærstur hluti atvinnurekenda í landinu er heiðarlegt fólk, sem vill gera vel við sitt starfsfólk og gerir sér vonir um það eitt að reksturinn standi undir sér. Þetta eru fyrirtæki sem skapa flest störf og mestan hagvöxtinn. Til þess að hækka hér lágmarkslaun, sem mesta þörfin er á, væri skynsamlegasta útspil ríkisstjórnarinnar að lækka skatta og hækka skattleysismörk. Slíkt myndi skila raunverulegum ábata til fólksins í landinu. Fólk fengi meira fyrir launatékkann. Umræða um ofurlaun og himinháa bónusa á rétt á sér. En það er ekki skynsamlegur útgangspunktur að ætla sér að taka dæmi af örfáum fyrirtækjum sem sýna ekki gott fordæmi. „Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni,“ sagði Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður í frétt blaðsins í gær. Við höfum sem samfélag alla burði til að ná hér jafnvægi eftir góðærisskeið. Förum ekki að klúðra því. Lendingin getur orðið mjúk.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun