Mjúk lending Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. nóvember 2018 08:00 Engum dylst að tekið er að hægja verulega á hagkerfinu. Gangi spár eftir verður áfram vöxtur, en þó minni en við höfum séð undanfarin ár. Hér er þrátt fyrir það lítið sem ekkert atvinnuleysi, opinber skuldsetning lítil, aðrar undirstöður traustar og að langflestu leyti gott að búa. Nú liggur fyrir sameiginlegt verkefni okkar allra að ná þokkalega mjúkri lendingu eftir fordæmalaust hagvaxtarskeið. Það er hægt. Slíkt getur auðvitað reynst flókið, sérstaklega ef rætt er um breytur á borð við gjaldmiðil sem sveiflast eins og lauf í vindi og viðkvæma ferðaþjónustu, sem er fyrir löngu orðin ein grunnstoð hagkerfis okkar. Fjármálastjórnin í landinu er jafnvægislist og stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins, beggja vegna borðsins, þurfa að taka þá staðreynd alvarlega. Það gera langflestir. Í umræðunni síðustu daga hefur verið dregin upp dökk mynd af stöðunni. Líkt og greint var frá á forsíðu þessa blaðs í gær eru veitingamenn uggandi og óttast að annars blómlegur veitingageiri hér á landi standi frammi fyrir miklum áskorunum. Veitingamenn segjast ekki geta borið meiri launahækkanir líkt og farið er fram á í komandi kjaraviðræðum, en hækkanir ófaglærðra starfsmanna á veitingahúsum gætu numið allt að 150 prósentum ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambandsins. Það þarf ekki veitingamann til að sjá að slíkar kröfur eru með öllu óraunhæfar. Dómínóáhrifin yrðu þau að verð á veitingastöðum hækkar, stöðunum fækkar og starfsfólki um leið. Þetta dæmi er hægt að heimfæra á langflestar greinar atvinnulífsins hér á landi. Það er því þreytandi þegar örfáir forsvarsmenn stærstu verkalýðsfélaganna stíga fram á vígvöllinn og láta eins og allir atvinnurekendur greiði sér ofurlaun og himinháa bónusa. Slíkt er ekki merki um þroskaða umræðu. Langstærstur hluti atvinnurekenda í landinu er heiðarlegt fólk, sem vill gera vel við sitt starfsfólk og gerir sér vonir um það eitt að reksturinn standi undir sér. Þetta eru fyrirtæki sem skapa flest störf og mestan hagvöxtinn. Til þess að hækka hér lágmarkslaun, sem mesta þörfin er á, væri skynsamlegasta útspil ríkisstjórnarinnar að lækka skatta og hækka skattleysismörk. Slíkt myndi skila raunverulegum ábata til fólksins í landinu. Fólk fengi meira fyrir launatékkann. Umræða um ofurlaun og himinháa bónusa á rétt á sér. En það er ekki skynsamlegur útgangspunktur að ætla sér að taka dæmi af örfáum fyrirtækjum sem sýna ekki gott fordæmi. „Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni,“ sagði Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður í frétt blaðsins í gær. Við höfum sem samfélag alla burði til að ná hér jafnvægi eftir góðærisskeið. Förum ekki að klúðra því. Lendingin getur orðið mjúk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Engum dylst að tekið er að hægja verulega á hagkerfinu. Gangi spár eftir verður áfram vöxtur, en þó minni en við höfum séð undanfarin ár. Hér er þrátt fyrir það lítið sem ekkert atvinnuleysi, opinber skuldsetning lítil, aðrar undirstöður traustar og að langflestu leyti gott að búa. Nú liggur fyrir sameiginlegt verkefni okkar allra að ná þokkalega mjúkri lendingu eftir fordæmalaust hagvaxtarskeið. Það er hægt. Slíkt getur auðvitað reynst flókið, sérstaklega ef rætt er um breytur á borð við gjaldmiðil sem sveiflast eins og lauf í vindi og viðkvæma ferðaþjónustu, sem er fyrir löngu orðin ein grunnstoð hagkerfis okkar. Fjármálastjórnin í landinu er jafnvægislist og stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins, beggja vegna borðsins, þurfa að taka þá staðreynd alvarlega. Það gera langflestir. Í umræðunni síðustu daga hefur verið dregin upp dökk mynd af stöðunni. Líkt og greint var frá á forsíðu þessa blaðs í gær eru veitingamenn uggandi og óttast að annars blómlegur veitingageiri hér á landi standi frammi fyrir miklum áskorunum. Veitingamenn segjast ekki geta borið meiri launahækkanir líkt og farið er fram á í komandi kjaraviðræðum, en hækkanir ófaglærðra starfsmanna á veitingahúsum gætu numið allt að 150 prósentum ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambandsins. Það þarf ekki veitingamann til að sjá að slíkar kröfur eru með öllu óraunhæfar. Dómínóáhrifin yrðu þau að verð á veitingastöðum hækkar, stöðunum fækkar og starfsfólki um leið. Þetta dæmi er hægt að heimfæra á langflestar greinar atvinnulífsins hér á landi. Það er því þreytandi þegar örfáir forsvarsmenn stærstu verkalýðsfélaganna stíga fram á vígvöllinn og láta eins og allir atvinnurekendur greiði sér ofurlaun og himinháa bónusa. Slíkt er ekki merki um þroskaða umræðu. Langstærstur hluti atvinnurekenda í landinu er heiðarlegt fólk, sem vill gera vel við sitt starfsfólk og gerir sér vonir um það eitt að reksturinn standi undir sér. Þetta eru fyrirtæki sem skapa flest störf og mestan hagvöxtinn. Til þess að hækka hér lágmarkslaun, sem mesta þörfin er á, væri skynsamlegasta útspil ríkisstjórnarinnar að lækka skatta og hækka skattleysismörk. Slíkt myndi skila raunverulegum ábata til fólksins í landinu. Fólk fengi meira fyrir launatékkann. Umræða um ofurlaun og himinháa bónusa á rétt á sér. En það er ekki skynsamlegur útgangspunktur að ætla sér að taka dæmi af örfáum fyrirtækjum sem sýna ekki gott fordæmi. „Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni,“ sagði Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður í frétt blaðsins í gær. Við höfum sem samfélag alla burði til að ná hér jafnvægi eftir góðærisskeið. Förum ekki að klúðra því. Lendingin getur orðið mjúk.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun