Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 19:00 Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. Algjör eyðilegging blasir við að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði en þar voru Glugga-og hurðasmiðja SB og Bindivír til húsa ásamt öðrum rekstri. Þá eyðilögðust þrír bílar og lyftari sem stóðu við húsið í eldinum. Alls voru níutíu slökkviliðsmenn að störfum þegar mest var á föstudagskvöldið en um miðnætti í gær var ákveðið að gera hlé þar sem veður og myrkur gerðu slökkvistarf mjög erfitt. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðsmaður hafi orðið fyrir óhappi í gærkvöldi. Hann hafi verið í reykköfun og loft á reykköfunarkúti hans hafi klárast. Hann hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Svæðið var vaktað í nótt og morgun en þegar myndatökumaður átti leið hjá um tíuleitið í morgun logaði enn glatt á neðri hæð hússins. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu byrjaði að nýju klukkan eitt í dag. Guðmundur Karl Halldórsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að mikið plast á neðri hæð hússins hafa gert slökkvistarf erfitt. „þessu var leyft að brenna í nótt. Mér skilst af þeim sem hér voru í nótt að mikið hafi gengið á því eldtungurnar stóðu hér út allt að þrjá til fjóra metra þegar vindhviðurnar komu og hvassast var. Það var mikið plast á afmörkuðu svæði og við fengum ekki upplýsingar um það fyrr en um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og ákváðum þá að breyta um aðferð og leyfa þessu að brenna meira niður,“ segir Guðmundur. Rétt fyrir klukkan þrjú í dag tókst að ráða niðurlögum eldsins. Guðmundur segir sjaldgæft að slökkvistarf taki svo langan tíma. „Það koma svona dæmi upp annað slagið en það er langt síðan að slökkvistarf tók svona rosalegalangan tíma,“ segir Guðmundur. Unnið er að því að drepa í síðustu glæðunum og að því loknu fær lögregla vettvanginn til rannsóknar. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. Algjör eyðilegging blasir við að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði en þar voru Glugga-og hurðasmiðja SB og Bindivír til húsa ásamt öðrum rekstri. Þá eyðilögðust þrír bílar og lyftari sem stóðu við húsið í eldinum. Alls voru níutíu slökkviliðsmenn að störfum þegar mest var á föstudagskvöldið en um miðnætti í gær var ákveðið að gera hlé þar sem veður og myrkur gerðu slökkvistarf mjög erfitt. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðsmaður hafi orðið fyrir óhappi í gærkvöldi. Hann hafi verið í reykköfun og loft á reykköfunarkúti hans hafi klárast. Hann hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Svæðið var vaktað í nótt og morgun en þegar myndatökumaður átti leið hjá um tíuleitið í morgun logaði enn glatt á neðri hæð hússins. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu byrjaði að nýju klukkan eitt í dag. Guðmundur Karl Halldórsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að mikið plast á neðri hæð hússins hafa gert slökkvistarf erfitt. „þessu var leyft að brenna í nótt. Mér skilst af þeim sem hér voru í nótt að mikið hafi gengið á því eldtungurnar stóðu hér út allt að þrjá til fjóra metra þegar vindhviðurnar komu og hvassast var. Það var mikið plast á afmörkuðu svæði og við fengum ekki upplýsingar um það fyrr en um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og ákváðum þá að breyta um aðferð og leyfa þessu að brenna meira niður,“ segir Guðmundur. Rétt fyrir klukkan þrjú í dag tókst að ráða niðurlögum eldsins. Guðmundur segir sjaldgæft að slökkvistarf taki svo langan tíma. „Það koma svona dæmi upp annað slagið en það er langt síðan að slökkvistarf tók svona rosalegalangan tíma,“ segir Guðmundur. Unnið er að því að drepa í síðustu glæðunum og að því loknu fær lögregla vettvanginn til rannsóknar.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira