Íbúum á tjaldstæðinu í Laugardal boðinn leigusamningur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 19:00 Íbúum í húsbílum á tjaldstæðinu í Laugardal stendur til boða að gera leigusamninga við Farfugla fyrir veturinn. Einn þeirra segir að ástand húsnæðismála í höfuðborginni sé hörmulegt, það vanti sárlega hjólhýsagarð. Hann er ánægður með búsetuformið en svaf lítið í óveðrinu í nótt. Í fréttum okkar í haust kom fram að ekki yrði heimilt að vera með hjólhýsi eða húsbíla til lengri tíma yfir vetrartímann á tjaldstæðinu í Laugardal. Farfuglar hafa unnið að lausn fyrir þá sem eru í brýnum húsnæðisvanda í samstarfi við Reykjavíkurborg og nú hefur íbúum verið boðið að gera leigusamninga fyrir veturinn. Mánaðarleiga hljóðar uppá 43.000 krónur ásamt rafmagni. Einar hefur ásamt sambýliskonu sinni búið á tjaldstæðinu í þrjár vikur. Ekkert annað hafi verið í boði. „Ég er hérna vegna húsnæðisleysis. Við bjuggum um hríð hjá vini mínum en svo gekk það ekki lengur. Það er mjög erfitt að leigja og erfitt að finna húsnæði. Ég get ekki boðið konunni minni að búa í herbergi ásamt öðrum. Ég ákvað því að kaupa þetta hjólhýsi og búa í því,“ segir Einar. Hann gagnrýnir húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. „Ástandið í húsnæðismálum er alveg hörmulegt. Ég hef þurft að flýja með konuna til útlanda til að fá húsnæði. Þetta er eins og rándýragarður þar sem allir eru uppi á bakinu á hver öðrum. Það er mikið að ófullnægjandi húsnæði, mjög litlu húsnæði, mjög dýru húsnæði og mjög erfitt að fá það og það sem vantar hér á Reykjavíkursvæðinu er hjóhýsagarður þar sem gilda strangar umgengnisreglur þar sem fólk getur dvalið í sínum húsbílum í lengri tíma. Slíkt er í boði alls staðar í löndunum í kringum okkur, “ segir hann. Einar segir að flestir þeir sem búi á tjaldstæðinu séu á aldrinum 40-60 ára og samkomulagið sé gott. Hann er ánægður í húsbílnum sínum en svaf þó lítið í nótt vegna óveðurs. „Síðasta nótt var mjög erfið. Mjög mikið rok og hjólhýsið lék á reiðiskjálfi. Ég þarf líklega að strappa það niður í svona miklu roki svo það fari nú ekki að fjúka,“ segir Einar að lokum. Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Íbúum í húsbílum á tjaldstæðinu í Laugardal stendur til boða að gera leigusamninga við Farfugla fyrir veturinn. Einn þeirra segir að ástand húsnæðismála í höfuðborginni sé hörmulegt, það vanti sárlega hjólhýsagarð. Hann er ánægður með búsetuformið en svaf lítið í óveðrinu í nótt. Í fréttum okkar í haust kom fram að ekki yrði heimilt að vera með hjólhýsi eða húsbíla til lengri tíma yfir vetrartímann á tjaldstæðinu í Laugardal. Farfuglar hafa unnið að lausn fyrir þá sem eru í brýnum húsnæðisvanda í samstarfi við Reykjavíkurborg og nú hefur íbúum verið boðið að gera leigusamninga fyrir veturinn. Mánaðarleiga hljóðar uppá 43.000 krónur ásamt rafmagni. Einar hefur ásamt sambýliskonu sinni búið á tjaldstæðinu í þrjár vikur. Ekkert annað hafi verið í boði. „Ég er hérna vegna húsnæðisleysis. Við bjuggum um hríð hjá vini mínum en svo gekk það ekki lengur. Það er mjög erfitt að leigja og erfitt að finna húsnæði. Ég get ekki boðið konunni minni að búa í herbergi ásamt öðrum. Ég ákvað því að kaupa þetta hjólhýsi og búa í því,“ segir Einar. Hann gagnrýnir húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. „Ástandið í húsnæðismálum er alveg hörmulegt. Ég hef þurft að flýja með konuna til útlanda til að fá húsnæði. Þetta er eins og rándýragarður þar sem allir eru uppi á bakinu á hver öðrum. Það er mikið að ófullnægjandi húsnæði, mjög litlu húsnæði, mjög dýru húsnæði og mjög erfitt að fá það og það sem vantar hér á Reykjavíkursvæðinu er hjóhýsagarður þar sem gilda strangar umgengnisreglur þar sem fólk getur dvalið í sínum húsbílum í lengri tíma. Slíkt er í boði alls staðar í löndunum í kringum okkur, “ segir hann. Einar segir að flestir þeir sem búi á tjaldstæðinu séu á aldrinum 40-60 ára og samkomulagið sé gott. Hann er ánægður í húsbílnum sínum en svaf þó lítið í nótt vegna óveðurs. „Síðasta nótt var mjög erfið. Mjög mikið rok og hjólhýsið lék á reiðiskjálfi. Ég þarf líklega að strappa það niður í svona miklu roki svo það fari nú ekki að fjúka,“ segir Einar að lokum.
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira