Eiður Smári um Kolbein: Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen kemur inn á fyrir Kolbeinn Sigþórsson í landsleik. Þeir eru tveir markahæstu landsliðsmenn Íslands. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen var ánægður með að sjá Kolbein Sigþórsson inn á vellinum í Brussel í gær og leit svo á að íslenska þjálfarateymið hafi með því hjálpað honum við að finna sér nýtt félag í janúar. Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðustu 26 mínúturnar með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi á móti Belgíu í Þjóðadeildinni en íslenski landsliðsframherjinn hefur ekki fengið eina einustu mínútu hjá franska liðinu Nantes á tímabilinu. Eiður Smári Guðjohnsen greindi leik Íslands og Belgíu í útsendingu Stöðvar tvö í gærkvöldi. Ríkharð Óskar Guðnason gekk á Eið Smára varðandi Kolbein en Eiður hafði áður talað um mikilvægi þess að það sé samkeppni um stöður í landsliðinu og að leikmenn séu að spila með sínum félagsliðum. „Ég held að þetta snúist meira um tilfinninguna sem við höfum gagnvart Kolbeini, hvernig hann hefur spilað fyrir íslenska landsliðið og hversu mörg mörk hann hefur skorað,“ sagði Eiður Smári og bætti við: „Hvað hann þarf til að komast upp úr þessum djúpa dal sem hann hefur verið í. Það er bæði meiðslasagan hans og staða hans hjá félagsliðinu. Það að hann sé valinn í landsliðið og sé sýnilegur á velli fær hann til að hugsa: Ég er aðeins á leiðinni upp. Þetta opnar líka tækifæri fyrir hann til að leita sér að einhverju öðru í janúar. Þannig held ég að hugsunin hafi verið hjá þjálfarateyminu,“ sagði Eiður Smári.Kolbeinn Sigþórsson í leiknum á móti Belgíu.Vísir/Getty„Við verðum að fá Kolbein í gang og gera hann sýnilegan því hans félagslið hans er að frysta hann. Þeir eru ekki að sýna hann neinsstaðar. Þeir eru að leyfa honum að æfa með varaliðinu en hann sést ekki á vellinum og hvernig ættu þá önnur lið að hugsa um að gefa honum tækifæri ef þau sjá hann ekki á vellinum,“ sagði Eiður. „Nú opnast kannski gluggi fyrir honum þar sem lið sjá að það er bara í lagi með hann. Þau sjá líka að hann er með 22 mörk í 46 landsleikjum. Tökum sénsinn á honum. Þannig horfi ég á þetta,“ sagði Eiður Smári. „Kolbeinn er einsdæmi hjá okkur. Hann hefur unnið sér fyrir því með því hvernig hann hefur spilað í gegnum tíðina. Þetta getur samt ekki varið mikið lengur,“ sagði Eiður. „Finndu betri framherja sem Ísland hefur átt en Kolbein Sigþórsson þegar hann er í toppformi. Þess vegna hefur þjálfarateymið hugsað: Getum við gert eitthvað til að hjálpa honum, koma honum á framfæri og sýna öllum fótboltaheiminum það að hann sé heill heilsu. Þó að það vanti upp á leikform því leikform getur þú alltaf bætt upp hjá öðru liði. Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu líka," sagði Eiður. Það má sjá Eið Smára tala um Kolbein og íslenska landsliðið í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Eiður Smári um Kolbein EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var ánægður með að sjá Kolbein Sigþórsson inn á vellinum í Brussel í gær og leit svo á að íslenska þjálfarateymið hafi með því hjálpað honum við að finna sér nýtt félag í janúar. Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðustu 26 mínúturnar með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi á móti Belgíu í Þjóðadeildinni en íslenski landsliðsframherjinn hefur ekki fengið eina einustu mínútu hjá franska liðinu Nantes á tímabilinu. Eiður Smári Guðjohnsen greindi leik Íslands og Belgíu í útsendingu Stöðvar tvö í gærkvöldi. Ríkharð Óskar Guðnason gekk á Eið Smára varðandi Kolbein en Eiður hafði áður talað um mikilvægi þess að það sé samkeppni um stöður í landsliðinu og að leikmenn séu að spila með sínum félagsliðum. „Ég held að þetta snúist meira um tilfinninguna sem við höfum gagnvart Kolbeini, hvernig hann hefur spilað fyrir íslenska landsliðið og hversu mörg mörk hann hefur skorað,“ sagði Eiður Smári og bætti við: „Hvað hann þarf til að komast upp úr þessum djúpa dal sem hann hefur verið í. Það er bæði meiðslasagan hans og staða hans hjá félagsliðinu. Það að hann sé valinn í landsliðið og sé sýnilegur á velli fær hann til að hugsa: Ég er aðeins á leiðinni upp. Þetta opnar líka tækifæri fyrir hann til að leita sér að einhverju öðru í janúar. Þannig held ég að hugsunin hafi verið hjá þjálfarateyminu,“ sagði Eiður Smári.Kolbeinn Sigþórsson í leiknum á móti Belgíu.Vísir/Getty„Við verðum að fá Kolbein í gang og gera hann sýnilegan því hans félagslið hans er að frysta hann. Þeir eru ekki að sýna hann neinsstaðar. Þeir eru að leyfa honum að æfa með varaliðinu en hann sést ekki á vellinum og hvernig ættu þá önnur lið að hugsa um að gefa honum tækifæri ef þau sjá hann ekki á vellinum,“ sagði Eiður. „Nú opnast kannski gluggi fyrir honum þar sem lið sjá að það er bara í lagi með hann. Þau sjá líka að hann er með 22 mörk í 46 landsleikjum. Tökum sénsinn á honum. Þannig horfi ég á þetta,“ sagði Eiður Smári. „Kolbeinn er einsdæmi hjá okkur. Hann hefur unnið sér fyrir því með því hvernig hann hefur spilað í gegnum tíðina. Þetta getur samt ekki varið mikið lengur,“ sagði Eiður. „Finndu betri framherja sem Ísland hefur átt en Kolbein Sigþórsson þegar hann er í toppformi. Þess vegna hefur þjálfarateymið hugsað: Getum við gert eitthvað til að hjálpa honum, koma honum á framfæri og sýna öllum fótboltaheiminum það að hann sé heill heilsu. Þó að það vanti upp á leikform því leikform getur þú alltaf bætt upp hjá öðru liði. Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu líka," sagði Eiður. Það má sjá Eið Smára tala um Kolbein og íslenska landsliðið í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Eiður Smári um Kolbein
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira