Fór á draumastaðinn í draumaflugið: „Ótrúleg tilfinning að svífa svona upp í loft“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 12:30 Nanna Rögnvaldardóttir er mörgum landsmönnum að góðu kunn fyrir matreiðslubækur sínar. Hana hafði lengi dreymt um að fljúga í loftbelg og lét drauminn rætast á dögunum. Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur og rithöfundur, tók á dögunum þá skyndiákvörðun að láta tvo gamla drauma rætast. Annars vegar ákvað hún að heimsækja stað sem hana hafði lengi langað til og hins vegar fór hún í flug með loftbelg. Nanna var nýkomin heim úr ferðalaginu þegar Vísir náði tali af henni en það var í seinustu viku sem hún sveif upp í nokkur hundruð metra hæð í loftbelg í Kappadókíu í Tyrklandi. Aðspurð hvað varð til þess að hún stökk af stað segir hún andlát góðkunningja hennar hafa hreyft við sér. „Það var bara þessi hugsun sem hvarflaði þarna skyndilega að mér eftir að góðkunningi minn dó og ég fór að hugsa um allt sem maður ætlar að gera einhvern tímann og gleymir því stundum að einhvern tímann þá þarf að gera það. Ef maður ætlar að gera eitthvað þá er ekki endalaust hægt að hugsa „Æ, ég geri þetta seinna.“ Bara að muna eftir því að tíminn er ekki ótæmandi,“ segir Nanna.Hér er flogið yfir þorpinu Göreme í Kappadókíu í birtingu.nanna rögnvaldarLandsvæði í miðju Tyrklandi í um þúsund metra hæð yfir sjávarmáli Nanna segir að hana hafi langað að koma til Kappadókíu alveg frá því að hún sá fyrst myndir þaðan, en í færslu á vefsíðu sinni rekur hún sögu staðarins, sem fáir Íslendingar hafa líklega heyrt um: „Þetta er landsvæði (ekki lengur hérað, og Kappadókíunafnið er fyrst og fremst notað fyrir túrista) í miðju Tyrklandi, uppi á hásléttunni í um þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Kappadókía á sér hátt í fjögur þúsund ára sögu, þarna bjuggu Hittítar (eða sá þjóðflokkur er allavega sá fyrsti sem vitað er um) og um tíma var Kappadókía sjálfstætt konungsríki en komst síðar undir stjórn Rómverja og síðar Býsansrikis og svo Ottómanaveldisins. Þarna voru mjög snemma kristnir söfnuðir og þarna bjuggu Anatólíumenn, Armenar og Grikkir saman, oftast (en ekki alltaf) í sátt og samlyndi, allt fram að fyrri heimsstyrjöld en þá sauð upp úr, Armenar og Kappadókíu-Grikkir voru strádrepnir eða fluttir burt en fimmtán hundruð ára saga þeirra sést víða. Þarna eru eitthvað um sjö hundruð kirkjur sem standa auðar, hefur verið breytt í moskur eða eru rústir einar,“ segir Nanna í færslunni þar sem hún fjallar um ævintýraferðina.Landslagið í Kappadókíu er bæði sérstakt og fallegt að sögn Nönnu.nanna rögnvaldarHélt hún myndi aldrei fljúga í loftbelg Hún segir að hún hafi oft hugleitt að fara til Kappadókíu en það var aldrei rétti tíminn. „Ég hugsaði alltaf einmitt „Ég geri þetta nú seinna.“ Loftbelgsflugið var kannski meira þannig að þegar ég var lítil var ég að skoða myndir af loftbelgjum og láta mig dreyma um þá. En það var í rauninni samt eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei eiga eftir að gera þó að mig langaði til þess.“ Nanna kveðst upphaflega ekki hafa vitað að hægt væri að fara í loftbelgjaflug í Kappadókíu enda sé ekki mjög langt síðan, kannski tuttugu ár, síðan slíkt flug hófst á svæðinu, en þar eru sérstaklega góðar aðstæður fyrir loftbelgi.En hvernig upplifun var það síðan að fljúga um í loftbelg? „Það var bara ótrúlega spennandi. Ég vissi nú svona nokkurn veginn hvernig þetta myndi gerast, ég var búin að lesa mér til um það. Það er farið af stað í dögun þannig að ég vaknaði eldsnemma og svo var hópurinn sóttur og farið með okkur á stað þar sem verið var að fylla loftbelgina með heitu lofti. Það var mjög gaman og spennandi að fylgjast með því, svona smá fiðringur í manni. Svo var farið á loft og það var ótrúleg tilfinning að svífa svona upp í loft. Auðvitað fer maður oft með flugvélum en þetta er allt, allt annað,“ segir Nanna.Klettadrangar í Göreme Kappadókíu þar sem grafnir hafa verið hellar og þar eru hús. Einhverjir þorpsbúar búa ennþá þannig og þá eru einnig mörg hótel grafin inn í kletta.nanna rögnvaldarEkki spurning um að komast endilega sem hæst Loftbelgurinn var á flugi í um klukkustund en farþegarnir voru fimmtán talsins auk flugstjórans. Þegar talið berst að því hversu hátt var farið í loftbelgnum kveðst Nanna ekki vera lofthrædd. Hún segir að flugstjórinn hafi einu sinni nefnt að loftbelgurinn væri í 600 metra en hæst er farið upp í þúsund metra. „En þetta er ekki spurning endilega um að komast sem hæst heldur bara að fara um. Það er svo óskaplega fallegt og sérkennilegt landslag þarna og við sigum niður í dalina og á milli húsanna í þorpinu. Það var mjög skemmtilegt,“ segir Nanna sem dvaldi í þorpinu Göreme þar sem búa um 2500 manns. Nanna segist ekki hafa þekkt neinn sem hafði farið í loftbelgjaflug áður en hún fór í þessa ævintýraferð en þegar hún sagði frá ferðalaginu á Facebook kom í ljós að hún þekkti nokkra sem höfðu farið á sömu slóðir í flug með loftbelg.Það er hefð fyrir því að bjóða upp á kampavín eftir lendingu.nanna rögnvaldarEkki mjög sterkkryddaður matur en góður Nanna mælir með heimsókn til Kappadókíu og ef að fólk vill prófa eitthvað öðruvísi þá sé loftbelgjaflugið mjög skemmtilegt. Það er svo ekki hægt að sleppa Nönnu, einum þekktasta matgæðingi og matreiðslubókahöfundi landsins, án þess að spyrja hana út í matinn í Kappadókíu. „Hann var góður. Þetta er náttúrulega uppi í fjöllum þannig að þarna er mikið hægeldaður matur, kássur og pottréttir. Ekki mjög sterkkryddaður en góður,“ segir Nanna. Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira
Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur og rithöfundur, tók á dögunum þá skyndiákvörðun að láta tvo gamla drauma rætast. Annars vegar ákvað hún að heimsækja stað sem hana hafði lengi langað til og hins vegar fór hún í flug með loftbelg. Nanna var nýkomin heim úr ferðalaginu þegar Vísir náði tali af henni en það var í seinustu viku sem hún sveif upp í nokkur hundruð metra hæð í loftbelg í Kappadókíu í Tyrklandi. Aðspurð hvað varð til þess að hún stökk af stað segir hún andlát góðkunningja hennar hafa hreyft við sér. „Það var bara þessi hugsun sem hvarflaði þarna skyndilega að mér eftir að góðkunningi minn dó og ég fór að hugsa um allt sem maður ætlar að gera einhvern tímann og gleymir því stundum að einhvern tímann þá þarf að gera það. Ef maður ætlar að gera eitthvað þá er ekki endalaust hægt að hugsa „Æ, ég geri þetta seinna.“ Bara að muna eftir því að tíminn er ekki ótæmandi,“ segir Nanna.Hér er flogið yfir þorpinu Göreme í Kappadókíu í birtingu.nanna rögnvaldarLandsvæði í miðju Tyrklandi í um þúsund metra hæð yfir sjávarmáli Nanna segir að hana hafi langað að koma til Kappadókíu alveg frá því að hún sá fyrst myndir þaðan, en í færslu á vefsíðu sinni rekur hún sögu staðarins, sem fáir Íslendingar hafa líklega heyrt um: „Þetta er landsvæði (ekki lengur hérað, og Kappadókíunafnið er fyrst og fremst notað fyrir túrista) í miðju Tyrklandi, uppi á hásléttunni í um þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Kappadókía á sér hátt í fjögur þúsund ára sögu, þarna bjuggu Hittítar (eða sá þjóðflokkur er allavega sá fyrsti sem vitað er um) og um tíma var Kappadókía sjálfstætt konungsríki en komst síðar undir stjórn Rómverja og síðar Býsansrikis og svo Ottómanaveldisins. Þarna voru mjög snemma kristnir söfnuðir og þarna bjuggu Anatólíumenn, Armenar og Grikkir saman, oftast (en ekki alltaf) í sátt og samlyndi, allt fram að fyrri heimsstyrjöld en þá sauð upp úr, Armenar og Kappadókíu-Grikkir voru strádrepnir eða fluttir burt en fimmtán hundruð ára saga þeirra sést víða. Þarna eru eitthvað um sjö hundruð kirkjur sem standa auðar, hefur verið breytt í moskur eða eru rústir einar,“ segir Nanna í færslunni þar sem hún fjallar um ævintýraferðina.Landslagið í Kappadókíu er bæði sérstakt og fallegt að sögn Nönnu.nanna rögnvaldarHélt hún myndi aldrei fljúga í loftbelg Hún segir að hún hafi oft hugleitt að fara til Kappadókíu en það var aldrei rétti tíminn. „Ég hugsaði alltaf einmitt „Ég geri þetta nú seinna.“ Loftbelgsflugið var kannski meira þannig að þegar ég var lítil var ég að skoða myndir af loftbelgjum og láta mig dreyma um þá. En það var í rauninni samt eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei eiga eftir að gera þó að mig langaði til þess.“ Nanna kveðst upphaflega ekki hafa vitað að hægt væri að fara í loftbelgjaflug í Kappadókíu enda sé ekki mjög langt síðan, kannski tuttugu ár, síðan slíkt flug hófst á svæðinu, en þar eru sérstaklega góðar aðstæður fyrir loftbelgi.En hvernig upplifun var það síðan að fljúga um í loftbelg? „Það var bara ótrúlega spennandi. Ég vissi nú svona nokkurn veginn hvernig þetta myndi gerast, ég var búin að lesa mér til um það. Það er farið af stað í dögun þannig að ég vaknaði eldsnemma og svo var hópurinn sóttur og farið með okkur á stað þar sem verið var að fylla loftbelgina með heitu lofti. Það var mjög gaman og spennandi að fylgjast með því, svona smá fiðringur í manni. Svo var farið á loft og það var ótrúleg tilfinning að svífa svona upp í loft. Auðvitað fer maður oft með flugvélum en þetta er allt, allt annað,“ segir Nanna.Klettadrangar í Göreme Kappadókíu þar sem grafnir hafa verið hellar og þar eru hús. Einhverjir þorpsbúar búa ennþá þannig og þá eru einnig mörg hótel grafin inn í kletta.nanna rögnvaldarEkki spurning um að komast endilega sem hæst Loftbelgurinn var á flugi í um klukkustund en farþegarnir voru fimmtán talsins auk flugstjórans. Þegar talið berst að því hversu hátt var farið í loftbelgnum kveðst Nanna ekki vera lofthrædd. Hún segir að flugstjórinn hafi einu sinni nefnt að loftbelgurinn væri í 600 metra en hæst er farið upp í þúsund metra. „En þetta er ekki spurning endilega um að komast sem hæst heldur bara að fara um. Það er svo óskaplega fallegt og sérkennilegt landslag þarna og við sigum niður í dalina og á milli húsanna í þorpinu. Það var mjög skemmtilegt,“ segir Nanna sem dvaldi í þorpinu Göreme þar sem búa um 2500 manns. Nanna segist ekki hafa þekkt neinn sem hafði farið í loftbelgjaflug áður en hún fór í þessa ævintýraferð en þegar hún sagði frá ferðalaginu á Facebook kom í ljós að hún þekkti nokkra sem höfðu farið á sömu slóðir í flug með loftbelg.Það er hefð fyrir því að bjóða upp á kampavín eftir lendingu.nanna rögnvaldarEkki mjög sterkkryddaður matur en góður Nanna mælir með heimsókn til Kappadókíu og ef að fólk vill prófa eitthvað öðruvísi þá sé loftbelgjaflugið mjög skemmtilegt. Það er svo ekki hægt að sleppa Nönnu, einum þekktasta matgæðingi og matreiðslubókahöfundi landsins, án þess að spyrja hana út í matinn í Kappadókíu. „Hann var góður. Þetta er náttúrulega uppi í fjöllum þannig að þarna er mikið hægeldaður matur, kássur og pottréttir. Ekki mjög sterkkryddaður en góður,“ segir Nanna.
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira