Heimsæktu félagsmiðstöð í dag! Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 10:08 Félagsmiðstöðvadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Margar félagsmiðstöðvar skipuleggja opið hús fyrir foreldra og unglinga, kynna starfsemi sína, starfsfólk kynnist foreldrum og bregður á leik með ýmsum uppákomum. Félagsmiðstöðvar eru ákaflega dýrmætur hluti af uppvexti, lífi og tilveru barna og unglinga. Þar starfa yfirleitt háskólamenntaðir stjórnendur og frístundaleiðbeinendur sem eru jákvæðar fyrirmyndir á mörgum sviðum. Starfið sjálft byggir á hugmyndafræði reynslunáms, forvarna og sjálfseflingar og sjálfstæðum verkefnum sem unglingar hafa frumkvæði að og byggja á áhuga þeirra. Það er gömul saga og ný að margir þurfa að koma að því að fylgja börnum og unglingum í gegnum uppvaxtarárin. Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur og sjálfsagður hluti af heildstæðri sýn okkar á menntun, innan veggja þeirra á sér stað nám og uppbygging þekkingar sem fylgja unga fólkinu okkar langt fram á fullorðinsár. Frístundir og fagmennska Árið 2001 hófst kennsla í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og skapaðist þá grundvöllur fyrir æskulýðsstarfsfólk til að afla sér sértækrar fagmenntunar hérlendis. Áður fyrr var ekki óalgengt að einstaklingar sem áhuga höfðu og reynslu af félagsmiðstöðva- og æskulýðsstarfi færu til Svíþjóðar eða Danmerkur í tómstundafræðinám. Samtök félagsmiðstöðva, Samfés, voru stofnuð árið 1985 og hafa byggt upp öflugt samstarf á landsvísu og standa fyrir árlegum viðburðum þar sem ungmenni koma saman og njóta sín, má nefna Samfestinginn sem er einn stærsti vímuefnalausi viðburður fyrir 13-16 ára unglinga, söngkeppni Samfés og hönnunarkeppnina Stíl þar sem sköpun ungmenna fær notið sín. Félag fagfólks í frítímaþjónustu var stofnað árið 2005 og er leiðandi í umræðu um fagmennsku og hlutverk starfsfólk á vettvangi frítímans. Þannig hafa verið tekin mikilvæg skref til að efla enn frekar það mikilvæga starf sem unnið er innan félagsmiðstöðva, ekki síst í því skyni að tryggja unga fólkinu okkar óformlegan vettvang til virkrar þátttöku í jafningjahópi. Oft var þörf en nú er nauðsyn, við sjáum merki um kvíða og vanlíðan meðal ungmenna, og hætta á félagslegri einangrun eykst samhliða aukinni tölvunotkun. Grunngildin í lífi okkar allra eru góð samskipti, félagatengsl og umhyggja og þetta eru einmitt stoðirnar í öflugu félagsmiðstöðvastarfi. Félagstengsl og traust Unglingsárin eru dásamlegur tími en líka flókinn. Sýnt hefur verið fram á það að unglingar sem taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi eru síður líklegir til að neyta áfengis eða vímuefna. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að í félagsmiðstöðvum skapast traust milli starfsfólks og unglinga sem getur skipt sköpum þegar eitthvað bjátar á. Þannig leysir starfsfólk félagsmiðstöðvanna, í samstarfi við foreldra og skóla, mörg vandamál á vettvangi með því að grípa snemma inn í. Það er því ómetanlegt bakland sem foreldrar eiga í starfsfólki félagsmiðstöðvanna. Þegar unglingarnir sjálfir eru spurðir út í hvað sé skemmtilegast við að sækja félagsmiðstöðina í hverfinu sínu, þá svara þeir gjarnan: Starfsfólkið! Ég hvet alla foreldra til að þiggja boð frá félagsmiðstöð barna sinna og kíkja í heimsókn í dag eða kvöld, kynnast starfsfólkinu og eiga góða samverustund með unglingunum. Þeim tíma er vel varið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Félagsmiðstöðvadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Margar félagsmiðstöðvar skipuleggja opið hús fyrir foreldra og unglinga, kynna starfsemi sína, starfsfólk kynnist foreldrum og bregður á leik með ýmsum uppákomum. Félagsmiðstöðvar eru ákaflega dýrmætur hluti af uppvexti, lífi og tilveru barna og unglinga. Þar starfa yfirleitt háskólamenntaðir stjórnendur og frístundaleiðbeinendur sem eru jákvæðar fyrirmyndir á mörgum sviðum. Starfið sjálft byggir á hugmyndafræði reynslunáms, forvarna og sjálfseflingar og sjálfstæðum verkefnum sem unglingar hafa frumkvæði að og byggja á áhuga þeirra. Það er gömul saga og ný að margir þurfa að koma að því að fylgja börnum og unglingum í gegnum uppvaxtarárin. Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur og sjálfsagður hluti af heildstæðri sýn okkar á menntun, innan veggja þeirra á sér stað nám og uppbygging þekkingar sem fylgja unga fólkinu okkar langt fram á fullorðinsár. Frístundir og fagmennska Árið 2001 hófst kennsla í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og skapaðist þá grundvöllur fyrir æskulýðsstarfsfólk til að afla sér sértækrar fagmenntunar hérlendis. Áður fyrr var ekki óalgengt að einstaklingar sem áhuga höfðu og reynslu af félagsmiðstöðva- og æskulýðsstarfi færu til Svíþjóðar eða Danmerkur í tómstundafræðinám. Samtök félagsmiðstöðva, Samfés, voru stofnuð árið 1985 og hafa byggt upp öflugt samstarf á landsvísu og standa fyrir árlegum viðburðum þar sem ungmenni koma saman og njóta sín, má nefna Samfestinginn sem er einn stærsti vímuefnalausi viðburður fyrir 13-16 ára unglinga, söngkeppni Samfés og hönnunarkeppnina Stíl þar sem sköpun ungmenna fær notið sín. Félag fagfólks í frítímaþjónustu var stofnað árið 2005 og er leiðandi í umræðu um fagmennsku og hlutverk starfsfólk á vettvangi frítímans. Þannig hafa verið tekin mikilvæg skref til að efla enn frekar það mikilvæga starf sem unnið er innan félagsmiðstöðva, ekki síst í því skyni að tryggja unga fólkinu okkar óformlegan vettvang til virkrar þátttöku í jafningjahópi. Oft var þörf en nú er nauðsyn, við sjáum merki um kvíða og vanlíðan meðal ungmenna, og hætta á félagslegri einangrun eykst samhliða aukinni tölvunotkun. Grunngildin í lífi okkar allra eru góð samskipti, félagatengsl og umhyggja og þetta eru einmitt stoðirnar í öflugu félagsmiðstöðvastarfi. Félagstengsl og traust Unglingsárin eru dásamlegur tími en líka flókinn. Sýnt hefur verið fram á það að unglingar sem taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi eru síður líklegir til að neyta áfengis eða vímuefna. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að í félagsmiðstöðvum skapast traust milli starfsfólks og unglinga sem getur skipt sköpum þegar eitthvað bjátar á. Þannig leysir starfsfólk félagsmiðstöðvanna, í samstarfi við foreldra og skóla, mörg vandamál á vettvangi með því að grípa snemma inn í. Það er því ómetanlegt bakland sem foreldrar eiga í starfsfólki félagsmiðstöðvanna. Þegar unglingarnir sjálfir eru spurðir út í hvað sé skemmtilegast við að sækja félagsmiðstöðina í hverfinu sínu, þá svara þeir gjarnan: Starfsfólkið! Ég hvet alla foreldra til að þiggja boð frá félagsmiðstöð barna sinna og kíkja í heimsókn í dag eða kvöld, kynnast starfsfólkinu og eiga góða samverustund með unglingunum. Þeim tíma er vel varið.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun