Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 12:00 Jonni hefur áhyggjur af stöðu mála í kvennalandsliðinu s2 Sport Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. Leikirnir tveir eru þeir síðustu í riðlinum en Ísland hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa og á ekki möguleika á að komast áfram. „Það er smá vesen í kringum kvennalandsliðið. Það gengur illa að fá leikmenn, það eru meiðsli og einvherjar sem eru í vinnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Ég er búinn að hafa áhyggjur af þessu í svolítið langan tíma. Ég sat fund fyrir bikarúrslitin síðast þar sem þetta kom til tals, að stúlkur á Íslandi í körfubolta væru ekki að gefa kost á sér í A-landslið kvenna,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, einn þeirra sérfræðinga sem fylgist hvað mest með kvennaboltanum á Íslandi. „Það virðast vera einhverjir margir þættir sem koma að því. Maður hefur heyrt að þær eru ekki nógu ánægðar með umgjörðina í kringum þetta, að það sé ekki nógu mikil alvara í kringum æfingar og annað, hverju sem það er um að kenna.“ „Þær eru ekki tilbúnar til þess að taka sér frí frá námi og vinnu til þess að fara í þessi landsliðsverkefni, sem eru frekar löng stundum. Við hvern er að sakast? Ég veit það ekki. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvar vandamálið liggur.“ „En síðan, það er ekkert öfundsvert verkefni fyrir Ívar Ásgrímsson, þjálfara, að velja 12 manna lið. Það sem mér finnst risastórt vandamál í íslenskum kvennakörfubolta er að það er allt of lítið af stjörnum sem eru að verða til.“ „Það eru allt of fáar stelpur sem eru að koma upp úr yngri flokkum sem eru afgerandi. Það er fullt af frábærum stelpum í körfu, en þær eru svo jafnar. Þær eru ekki með þetta landsliðskaliber. Þetta er ekkert grín fyrir Ívar,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna, sem og umræðu sérfræðingana um síðustu umferð í Domino's deild kvenna, má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um landsliðið og kvennadeildina Dominos-deild kvenna Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. Leikirnir tveir eru þeir síðustu í riðlinum en Ísland hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa og á ekki möguleika á að komast áfram. „Það er smá vesen í kringum kvennalandsliðið. Það gengur illa að fá leikmenn, það eru meiðsli og einvherjar sem eru í vinnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Ég er búinn að hafa áhyggjur af þessu í svolítið langan tíma. Ég sat fund fyrir bikarúrslitin síðast þar sem þetta kom til tals, að stúlkur á Íslandi í körfubolta væru ekki að gefa kost á sér í A-landslið kvenna,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, einn þeirra sérfræðinga sem fylgist hvað mest með kvennaboltanum á Íslandi. „Það virðast vera einhverjir margir þættir sem koma að því. Maður hefur heyrt að þær eru ekki nógu ánægðar með umgjörðina í kringum þetta, að það sé ekki nógu mikil alvara í kringum æfingar og annað, hverju sem það er um að kenna.“ „Þær eru ekki tilbúnar til þess að taka sér frí frá námi og vinnu til þess að fara í þessi landsliðsverkefni, sem eru frekar löng stundum. Við hvern er að sakast? Ég veit það ekki. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvar vandamálið liggur.“ „En síðan, það er ekkert öfundsvert verkefni fyrir Ívar Ásgrímsson, þjálfara, að velja 12 manna lið. Það sem mér finnst risastórt vandamál í íslenskum kvennakörfubolta er að það er allt of lítið af stjörnum sem eru að verða til.“ „Það eru allt of fáar stelpur sem eru að koma upp úr yngri flokkum sem eru afgerandi. Það er fullt af frábærum stelpum í körfu, en þær eru svo jafnar. Þær eru ekki með þetta landsliðskaliber. Þetta er ekkert grín fyrir Ívar,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna, sem og umræðu sérfræðingana um síðustu umferð í Domino's deild kvenna, má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um landsliðið og kvennadeildina
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik