Uppgjör: Hamilton kláraði tímabilið með stæl Bragi Þórðarson skrifar 26. nóvember 2018 17:00 Hamilton kom, sá og sigraði vísir/getty Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í síðustu umferð tímabilsins í Formúlu 1. Sigurinn varð hans ellefti í ár og 73. á ferlinum en Hamilton var búinn að tryggja sér titilinn fyrr á árinu rétt eins og lið hans, Mercedes. Aðal keppinautur Hamilton í sumar, Sebastian Vettel á Ferrari, varð annar í Abu Dhabi kappakstrinum á sunnudaginn. Max Verstappen kom þriðji í mark á sínum Red Bull. Kimi Raikkonen varð frá að hverfa með vélarbilun í sinni síðustu keppni með Ferrari. Finninn mun aka fyrir Sauber á næsta ári. Þá var Fernando Alonso að keppa í sinni síðustu keppni í Formúlu 1. Tvöfaldi heimsmeistarinn kláraði utan stiga í ellefta sæti en McLaren bíll Fernando hefur ekki verið samkeppnisfær síðustu ár. Spánverjinn endaði þó ferilinn á enn einum frábærum ummælum í talstöðinni þegar vélstjóri hans hvatti hann til að enda ferilinn í stigasæti. „Ég er nú þegar með 1800 stig“ svaraði Alonso. Réttara sagt kláraði Spánverjinn feril sinn með 1899 stig. Eina stigið sem var í boði fyrir tíunda sætið um helgina hefði séð til þess að hann hefði lokið ferlinum með nákvæmlega 1900 stig.Fernando Alonso keyrði inn í sólsetrið og kvaddi Formúlu 1vísir/gettyKveðjustund á Yas MarinaHarkalegur árekstur varð á fyrsta hring er Renault bíll Nico Hulkenberg valt er Þjóðverjinn lenti í samstuði við Romain Grosjean. „Komiði mér út úr bílnum, það er eldur,“ svaraði Nico í talstöðina þegar liðið spurði hvort að í lagi væri með hann. Eldurinn var þó snögglega slökktur og Hulkenberg komst heill á húfi úr bílnum, þókk sé góðum öryggisbúnaði. Margir ökumenn voru að kveðja lið sín eða íþrótta almennt, því var andrúmsloftið eftir keppni svolítið sérstakt á þjónustusvæðum liðana. Aðeins tvö af þeim tíu liðum í Formúlu 1 munu halda báðum ökumönnum sínum á næsta ári. Fjögur lið munu þá skipta út báðum ökumönnum sínum fyrir 2019. Kappaksturinn í Abu Dhabi var sá síðasti á keppnistímabilinu en vetrarfríið er þó ekki langt, 2019 tímabilið byrjar í Ástralíu í mars. Formúla Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í síðustu umferð tímabilsins í Formúlu 1. Sigurinn varð hans ellefti í ár og 73. á ferlinum en Hamilton var búinn að tryggja sér titilinn fyrr á árinu rétt eins og lið hans, Mercedes. Aðal keppinautur Hamilton í sumar, Sebastian Vettel á Ferrari, varð annar í Abu Dhabi kappakstrinum á sunnudaginn. Max Verstappen kom þriðji í mark á sínum Red Bull. Kimi Raikkonen varð frá að hverfa með vélarbilun í sinni síðustu keppni með Ferrari. Finninn mun aka fyrir Sauber á næsta ári. Þá var Fernando Alonso að keppa í sinni síðustu keppni í Formúlu 1. Tvöfaldi heimsmeistarinn kláraði utan stiga í ellefta sæti en McLaren bíll Fernando hefur ekki verið samkeppnisfær síðustu ár. Spánverjinn endaði þó ferilinn á enn einum frábærum ummælum í talstöðinni þegar vélstjóri hans hvatti hann til að enda ferilinn í stigasæti. „Ég er nú þegar með 1800 stig“ svaraði Alonso. Réttara sagt kláraði Spánverjinn feril sinn með 1899 stig. Eina stigið sem var í boði fyrir tíunda sætið um helgina hefði séð til þess að hann hefði lokið ferlinum með nákvæmlega 1900 stig.Fernando Alonso keyrði inn í sólsetrið og kvaddi Formúlu 1vísir/gettyKveðjustund á Yas MarinaHarkalegur árekstur varð á fyrsta hring er Renault bíll Nico Hulkenberg valt er Þjóðverjinn lenti í samstuði við Romain Grosjean. „Komiði mér út úr bílnum, það er eldur,“ svaraði Nico í talstöðina þegar liðið spurði hvort að í lagi væri með hann. Eldurinn var þó snögglega slökktur og Hulkenberg komst heill á húfi úr bílnum, þókk sé góðum öryggisbúnaði. Margir ökumenn voru að kveðja lið sín eða íþrótta almennt, því var andrúmsloftið eftir keppni svolítið sérstakt á þjónustusvæðum liðana. Aðeins tvö af þeim tíu liðum í Formúlu 1 munu halda báðum ökumönnum sínum á næsta ári. Fjögur lið munu þá skipta út báðum ökumönnum sínum fyrir 2019. Kappaksturinn í Abu Dhabi var sá síðasti á keppnistímabilinu en vetrarfríið er þó ekki langt, 2019 tímabilið byrjar í Ástralíu í mars.
Formúla Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn