Uppgjör: Hamilton kláraði tímabilið með stæl Bragi Þórðarson skrifar 26. nóvember 2018 17:00 Hamilton kom, sá og sigraði vísir/getty Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í síðustu umferð tímabilsins í Formúlu 1. Sigurinn varð hans ellefti í ár og 73. á ferlinum en Hamilton var búinn að tryggja sér titilinn fyrr á árinu rétt eins og lið hans, Mercedes. Aðal keppinautur Hamilton í sumar, Sebastian Vettel á Ferrari, varð annar í Abu Dhabi kappakstrinum á sunnudaginn. Max Verstappen kom þriðji í mark á sínum Red Bull. Kimi Raikkonen varð frá að hverfa með vélarbilun í sinni síðustu keppni með Ferrari. Finninn mun aka fyrir Sauber á næsta ári. Þá var Fernando Alonso að keppa í sinni síðustu keppni í Formúlu 1. Tvöfaldi heimsmeistarinn kláraði utan stiga í ellefta sæti en McLaren bíll Fernando hefur ekki verið samkeppnisfær síðustu ár. Spánverjinn endaði þó ferilinn á enn einum frábærum ummælum í talstöðinni þegar vélstjóri hans hvatti hann til að enda ferilinn í stigasæti. „Ég er nú þegar með 1800 stig“ svaraði Alonso. Réttara sagt kláraði Spánverjinn feril sinn með 1899 stig. Eina stigið sem var í boði fyrir tíunda sætið um helgina hefði séð til þess að hann hefði lokið ferlinum með nákvæmlega 1900 stig.Fernando Alonso keyrði inn í sólsetrið og kvaddi Formúlu 1vísir/gettyKveðjustund á Yas MarinaHarkalegur árekstur varð á fyrsta hring er Renault bíll Nico Hulkenberg valt er Þjóðverjinn lenti í samstuði við Romain Grosjean. „Komiði mér út úr bílnum, það er eldur,“ svaraði Nico í talstöðina þegar liðið spurði hvort að í lagi væri með hann. Eldurinn var þó snögglega slökktur og Hulkenberg komst heill á húfi úr bílnum, þókk sé góðum öryggisbúnaði. Margir ökumenn voru að kveðja lið sín eða íþrótta almennt, því var andrúmsloftið eftir keppni svolítið sérstakt á þjónustusvæðum liðana. Aðeins tvö af þeim tíu liðum í Formúlu 1 munu halda báðum ökumönnum sínum á næsta ári. Fjögur lið munu þá skipta út báðum ökumönnum sínum fyrir 2019. Kappaksturinn í Abu Dhabi var sá síðasti á keppnistímabilinu en vetrarfríið er þó ekki langt, 2019 tímabilið byrjar í Ástralíu í mars. Formúla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í síðustu umferð tímabilsins í Formúlu 1. Sigurinn varð hans ellefti í ár og 73. á ferlinum en Hamilton var búinn að tryggja sér titilinn fyrr á árinu rétt eins og lið hans, Mercedes. Aðal keppinautur Hamilton í sumar, Sebastian Vettel á Ferrari, varð annar í Abu Dhabi kappakstrinum á sunnudaginn. Max Verstappen kom þriðji í mark á sínum Red Bull. Kimi Raikkonen varð frá að hverfa með vélarbilun í sinni síðustu keppni með Ferrari. Finninn mun aka fyrir Sauber á næsta ári. Þá var Fernando Alonso að keppa í sinni síðustu keppni í Formúlu 1. Tvöfaldi heimsmeistarinn kláraði utan stiga í ellefta sæti en McLaren bíll Fernando hefur ekki verið samkeppnisfær síðustu ár. Spánverjinn endaði þó ferilinn á enn einum frábærum ummælum í talstöðinni þegar vélstjóri hans hvatti hann til að enda ferilinn í stigasæti. „Ég er nú þegar með 1800 stig“ svaraði Alonso. Réttara sagt kláraði Spánverjinn feril sinn með 1899 stig. Eina stigið sem var í boði fyrir tíunda sætið um helgina hefði séð til þess að hann hefði lokið ferlinum með nákvæmlega 1900 stig.Fernando Alonso keyrði inn í sólsetrið og kvaddi Formúlu 1vísir/gettyKveðjustund á Yas MarinaHarkalegur árekstur varð á fyrsta hring er Renault bíll Nico Hulkenberg valt er Þjóðverjinn lenti í samstuði við Romain Grosjean. „Komiði mér út úr bílnum, það er eldur,“ svaraði Nico í talstöðina þegar liðið spurði hvort að í lagi væri með hann. Eldurinn var þó snögglega slökktur og Hulkenberg komst heill á húfi úr bílnum, þókk sé góðum öryggisbúnaði. Margir ökumenn voru að kveðja lið sín eða íþrótta almennt, því var andrúmsloftið eftir keppni svolítið sérstakt á þjónustusvæðum liðana. Aðeins tvö af þeim tíu liðum í Formúlu 1 munu halda báðum ökumönnum sínum á næsta ári. Fjögur lið munu þá skipta út báðum ökumönnum sínum fyrir 2019. Kappaksturinn í Abu Dhabi var sá síðasti á keppnistímabilinu en vetrarfríið er þó ekki langt, 2019 tímabilið byrjar í Ástralíu í mars.
Formúla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira