Það er til lausn Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Nú leggur hópur þingmanna í stjórnarandstöðu til að snúa frá þeirri stefnu heilbrigðisráðherra að ríkið borgi tvöfalt, uppsett verð fyrir algengar og sjálfsagðar læknisaðgerðir. Eins og sakir standa sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum heilbrigðisstofnunum í Danmörku og í Svíþjóð þar sem íslenska ríkið ofgreiðir fyrir aðgerðir sem vel væri hægt að framkvæma hér á landi fyrir minna fé. Ekkert bendir til þess að þjónustan sé betri í útlöndum, þrátt fyrir verðmiðann. Raunar fylgir gjarnan með í för íslenskur læknir sem jafnframt framkvæmir aðgerðirnar. Hins vegar má færa góð rök fyrir því að í ferðalögum sjúklinganna, sem sumir hverjir eru sárþjáðir, felist talsvert meiri óþægindi en ella. Stjórnmálamenn bera ábyrgð. Alþingi hefur staðfest með lögum rétt fólks á að sækja sér læknismeðferð sem það þarf á að halda og að ásættanleg bið eftir aðgerðum séu 90 dagar. Því annar Landspítalinn ekki í öllum tilfellum og ekkert bendir til þess að von sé á því í nánustu framtíð að biðlistar í hinar ýmsu aðgerðir styttist að ráði. Að 90 dögunum liðnum á fólk rétt á því að leita sér þjónustu annars staðar á EES-svæðinu á kostnað ríkisins, í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Slíkt er ef til vill stundum óhjákvæmilegt, en í mörgum tilfellum óþarfi. Sjúkratryggingar mega nefnilega ekki greiða kostnað sjúklinga við sams konar aðgerð hér á landi, þrátt fyrir að hún sé gerð á stofu sem uppfyllir öll lagaskilyrði. Synjun um slíkt er sögð vegna þess að ekki sé samningur milli Sjúkratrygginga og viðkomandi læknis um framkvæmd aðgerðanna. Stofnunin hefur talið sér óheimilt að gera slíkan samning vegna skýrrar afstöðu heilbrigðisráðherrans, um að öll heilbrigðisþjónusta skuli vera á höndum hins opinbera. Ekki er ljóst hver munurinn er í huga ráðherrans á einkarekinni stofu í Svíþjóð eða á Íslandi, en eitt er víst að aðeins önnur þeirra borgar skatta og skyldur hér á landi. Þingmenn Viðreisnar og Miðflokks leggja nú til að snúið verði af þessari braut og íslenskum, einkareknum stofum sem uppfylla skilyrði leyft að framkvæma aðgerðir sem Landsspítalinn annar ekki. Einn flutningsmanna og formaður Viðreisnar hefur sagt að 130 milljónum sé varið árlega í að senda fólk út í aðgerðir. Fyrir þá upphæð séu gerðar 70 aðgerðir í útlöndum, en hægt að gera ríflega 120 aðgerðir hér á landi. Ef Alþingi lánast að samþykkja þessa breytingu á lögunum myndi nauðsynlegum aðgerðum fjölga hér á landi og biðtími styttast á ríkisspítalanun um leið. Lífshamingja fólks aukast. Sjúklingum fækka. Svo getur ráðherrann tekið stöðuna aftur þegar fólk þarf ekki að bíða í mánuði og ár eftir sjálfsagðri, lögbundinni þjónustu í heimalandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nú leggur hópur þingmanna í stjórnarandstöðu til að snúa frá þeirri stefnu heilbrigðisráðherra að ríkið borgi tvöfalt, uppsett verð fyrir algengar og sjálfsagðar læknisaðgerðir. Eins og sakir standa sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum heilbrigðisstofnunum í Danmörku og í Svíþjóð þar sem íslenska ríkið ofgreiðir fyrir aðgerðir sem vel væri hægt að framkvæma hér á landi fyrir minna fé. Ekkert bendir til þess að þjónustan sé betri í útlöndum, þrátt fyrir verðmiðann. Raunar fylgir gjarnan með í för íslenskur læknir sem jafnframt framkvæmir aðgerðirnar. Hins vegar má færa góð rök fyrir því að í ferðalögum sjúklinganna, sem sumir hverjir eru sárþjáðir, felist talsvert meiri óþægindi en ella. Stjórnmálamenn bera ábyrgð. Alþingi hefur staðfest með lögum rétt fólks á að sækja sér læknismeðferð sem það þarf á að halda og að ásættanleg bið eftir aðgerðum séu 90 dagar. Því annar Landspítalinn ekki í öllum tilfellum og ekkert bendir til þess að von sé á því í nánustu framtíð að biðlistar í hinar ýmsu aðgerðir styttist að ráði. Að 90 dögunum liðnum á fólk rétt á því að leita sér þjónustu annars staðar á EES-svæðinu á kostnað ríkisins, í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Slíkt er ef til vill stundum óhjákvæmilegt, en í mörgum tilfellum óþarfi. Sjúkratryggingar mega nefnilega ekki greiða kostnað sjúklinga við sams konar aðgerð hér á landi, þrátt fyrir að hún sé gerð á stofu sem uppfyllir öll lagaskilyrði. Synjun um slíkt er sögð vegna þess að ekki sé samningur milli Sjúkratrygginga og viðkomandi læknis um framkvæmd aðgerðanna. Stofnunin hefur talið sér óheimilt að gera slíkan samning vegna skýrrar afstöðu heilbrigðisráðherrans, um að öll heilbrigðisþjónusta skuli vera á höndum hins opinbera. Ekki er ljóst hver munurinn er í huga ráðherrans á einkarekinni stofu í Svíþjóð eða á Íslandi, en eitt er víst að aðeins önnur þeirra borgar skatta og skyldur hér á landi. Þingmenn Viðreisnar og Miðflokks leggja nú til að snúið verði af þessari braut og íslenskum, einkareknum stofum sem uppfylla skilyrði leyft að framkvæma aðgerðir sem Landsspítalinn annar ekki. Einn flutningsmanna og formaður Viðreisnar hefur sagt að 130 milljónum sé varið árlega í að senda fólk út í aðgerðir. Fyrir þá upphæð séu gerðar 70 aðgerðir í útlöndum, en hægt að gera ríflega 120 aðgerðir hér á landi. Ef Alþingi lánast að samþykkja þessa breytingu á lögunum myndi nauðsynlegum aðgerðum fjölga hér á landi og biðtími styttast á ríkisspítalanun um leið. Lífshamingja fólks aukast. Sjúklingum fækka. Svo getur ráðherrann tekið stöðuna aftur þegar fólk þarf ekki að bíða í mánuði og ár eftir sjálfsagðri, lögbundinni þjónustu í heimalandinu.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun