Körfubolti

Curry-bræðurnir hlið við hlið á listanum yfir bestu 3ja stiga nýtinguna í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Seth Curry nær þriggja stiga skoti yfir Stephen Curry.
Seth Curry nær þriggja stiga skoti yfir Stephen Curry. Vísir/Getty
Bojan Bogdanovic hjá Indiana Pacers er með bestu þriggja stiga skotnýtinguna í NBA-deildinni eins og staðan er í dag. Curry-bræðurnir eru hinsvegar ekki langt undan.

Bojan Bogdanovic hefur sett niður 2,2 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik og er að bjóða upp á 53,5 prósent þriggja stiga nýtingu. Bojan er 29 ára Bosníumaður sem hefur spilað í NBA-deildinni frá 2014.

Í öðru sæti er Joe Harris hjá Brooklyn Nets með 50,6 prósent þriggja stiga nýtingu en hann er að skora 2,5 þriggja stiga körfur í leik.

Í þriðja sæti er síðan Seth Curry hjá Portland Trailblazers en þarna er á ferðinni yngri bróðir Steph Curry hjá Golden State. Seth Curry er 28 ára gamall (fæddur 1990) en hann kom til Portland Trail Blazers frá Dallas Mavericks fyrir þetta tímabil.

Seth Curry hefur nýtt 50 prósent þriggja stiga skot sinna og er að skora 1,1 þriggja stiga körfu í leik.

Eldri bróðir hans, Stephen Curry hjá Golden State Warriors, er síðan í fjórða sætinu með 49,2 prósent þriggja stiga skotnýtingu en Steph hefur skorað 5,2 þrista að meðaltali í leik. Stephen Curry varð þrítugur í mars og er tveimur árum eldri en Seth.

Stephen Curry deilir fjórða sætinu með þeim Nemanja Bjelica hjá Sacramento Kings og E'Twaun Moore hjá New Orleans Pelicans.

Hér má sjá listann yfir bestu þriggja stiga skotnýtinguna.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×