Þýska fótboltalandsliðið í mínus á þessu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 11:00 Þýsku dagblöðin eftir að þýska knattspyrnulandsliðið datt óvænt út í riðlakeppni HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Getty Árið 2018 er ár sem þýska knattspyrnulandsliðið vill gleyma sem fyrst. Þetta ár hefur ekki aðeins reynst íslenska knattspyrnulandsliðinu erfitt því eitt traustasta fótboltalandslið heims undanfarin áratug hefur sýnt á sér mikil veikleikamerki í ár. Þýskaland var með eitt af liðunum sem sérfræðingar töldu að ætti góðan möguleika á því að verða heimsmeistari síðasta sumar. Liðið tapaði ekki leik í fyrra (2017) en uppskeran í ár hefur verið sögulega léleg. Þýska landsliðið hefur tapað sex leikjum á árinu sem er nýtt met á einu almanaksári.Germany’s forgetful year: World Cup humiliation, Nations League relegation | Football News https://t.co/GV2Zi2MyrDpic.twitter.com/R3xrSoZa65 — peter max (@AuthorityBrand1) November 19, 2018Liðið var niðurlægt á HM í Rússlandi í sumar og féll síðan úr Þjóðadeildinni á dögunum. Þýskaland verður því með Íslandi í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. Fyrstu sprungurnar sáust í jafntefli á móti Spáni og tapi á móti Brasilíu í æfingaleikjum í mars en enginn gat hinsvegar búist við hruni liðsins og skelfilegri frammistöðu á HM þar sem liðið tapaði fyrir Mexíkó og Suður-Kóreu og sat eftir í riðlinum. Þeir sem töldu sig þekkja Þjóðverja bjuggust líka við hungruðu liði í hefndarhug í Þjóðadeildinni en annað kom á daginn og þar endaði liðið í neðsta sæti á eftir Hollandi og Frakklandi. Í viðbót við slakt gengi þá voru mikil læti í kringum stjörnurnar Leroy Sane og Mesut Özil á árinu. Leroy Sane var óvænt skilinn útundan þegar HM-hópurinn var valinn og Özil hætti með látum í landsliðinu eftir HM þar sem að hann sakaði starfsmenn þýska landsliðsins um kynþáttahatur. Eftir að þýska landsliðið missti niður nánast unninn leik á móti Hollandi í gær er ljóst að liðið endar í mínus á árinu 2018. Þýska landsliðið spilaði þrettán leiki á árinu, tapaði sex og vann aðeins fjóra. Markatalan er -3 eða 14 mörk skoruð og 17 mörk fengin á sig. Það er ótrúlegur viðsnúningur frá síðustu árum en markatala þýska landsliðsins var sem dæmi +24 árið 2016 (34-10) og +31 í fyrra (43-12). Sky Sports fjallar um þetta sérstaka ár hjá þýska landsliðinu og má finna þá umfjöllun hér. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúraði Diogo Jota á fótinn sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Sjá meira
Árið 2018 er ár sem þýska knattspyrnulandsliðið vill gleyma sem fyrst. Þetta ár hefur ekki aðeins reynst íslenska knattspyrnulandsliðinu erfitt því eitt traustasta fótboltalandslið heims undanfarin áratug hefur sýnt á sér mikil veikleikamerki í ár. Þýskaland var með eitt af liðunum sem sérfræðingar töldu að ætti góðan möguleika á því að verða heimsmeistari síðasta sumar. Liðið tapaði ekki leik í fyrra (2017) en uppskeran í ár hefur verið sögulega léleg. Þýska landsliðið hefur tapað sex leikjum á árinu sem er nýtt met á einu almanaksári.Germany’s forgetful year: World Cup humiliation, Nations League relegation | Football News https://t.co/GV2Zi2MyrDpic.twitter.com/R3xrSoZa65 — peter max (@AuthorityBrand1) November 19, 2018Liðið var niðurlægt á HM í Rússlandi í sumar og féll síðan úr Þjóðadeildinni á dögunum. Þýskaland verður því með Íslandi í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. Fyrstu sprungurnar sáust í jafntefli á móti Spáni og tapi á móti Brasilíu í æfingaleikjum í mars en enginn gat hinsvegar búist við hruni liðsins og skelfilegri frammistöðu á HM þar sem liðið tapaði fyrir Mexíkó og Suður-Kóreu og sat eftir í riðlinum. Þeir sem töldu sig þekkja Þjóðverja bjuggust líka við hungruðu liði í hefndarhug í Þjóðadeildinni en annað kom á daginn og þar endaði liðið í neðsta sæti á eftir Hollandi og Frakklandi. Í viðbót við slakt gengi þá voru mikil læti í kringum stjörnurnar Leroy Sane og Mesut Özil á árinu. Leroy Sane var óvænt skilinn útundan þegar HM-hópurinn var valinn og Özil hætti með látum í landsliðinu eftir HM þar sem að hann sakaði starfsmenn þýska landsliðsins um kynþáttahatur. Eftir að þýska landsliðið missti niður nánast unninn leik á móti Hollandi í gær er ljóst að liðið endar í mínus á árinu 2018. Þýska landsliðið spilaði þrettán leiki á árinu, tapaði sex og vann aðeins fjóra. Markatalan er -3 eða 14 mörk skoruð og 17 mörk fengin á sig. Það er ótrúlegur viðsnúningur frá síðustu árum en markatala þýska landsliðsins var sem dæmi +24 árið 2016 (34-10) og +31 í fyrra (43-12). Sky Sports fjallar um þetta sérstaka ár hjá þýska landsliðinu og má finna þá umfjöllun hér.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúraði Diogo Jota á fótinn sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Sjá meira