Þýska fótboltalandsliðið í mínus á þessu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 11:00 Þýsku dagblöðin eftir að þýska knattspyrnulandsliðið datt óvænt út í riðlakeppni HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Getty Árið 2018 er ár sem þýska knattspyrnulandsliðið vill gleyma sem fyrst. Þetta ár hefur ekki aðeins reynst íslenska knattspyrnulandsliðinu erfitt því eitt traustasta fótboltalandslið heims undanfarin áratug hefur sýnt á sér mikil veikleikamerki í ár. Þýskaland var með eitt af liðunum sem sérfræðingar töldu að ætti góðan möguleika á því að verða heimsmeistari síðasta sumar. Liðið tapaði ekki leik í fyrra (2017) en uppskeran í ár hefur verið sögulega léleg. Þýska landsliðið hefur tapað sex leikjum á árinu sem er nýtt met á einu almanaksári.Germany’s forgetful year: World Cup humiliation, Nations League relegation | Football News https://t.co/GV2Zi2MyrDpic.twitter.com/R3xrSoZa65 — peter max (@AuthorityBrand1) November 19, 2018Liðið var niðurlægt á HM í Rússlandi í sumar og féll síðan úr Þjóðadeildinni á dögunum. Þýskaland verður því með Íslandi í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. Fyrstu sprungurnar sáust í jafntefli á móti Spáni og tapi á móti Brasilíu í æfingaleikjum í mars en enginn gat hinsvegar búist við hruni liðsins og skelfilegri frammistöðu á HM þar sem liðið tapaði fyrir Mexíkó og Suður-Kóreu og sat eftir í riðlinum. Þeir sem töldu sig þekkja Þjóðverja bjuggust líka við hungruðu liði í hefndarhug í Þjóðadeildinni en annað kom á daginn og þar endaði liðið í neðsta sæti á eftir Hollandi og Frakklandi. Í viðbót við slakt gengi þá voru mikil læti í kringum stjörnurnar Leroy Sane og Mesut Özil á árinu. Leroy Sane var óvænt skilinn útundan þegar HM-hópurinn var valinn og Özil hætti með látum í landsliðinu eftir HM þar sem að hann sakaði starfsmenn þýska landsliðsins um kynþáttahatur. Eftir að þýska landsliðið missti niður nánast unninn leik á móti Hollandi í gær er ljóst að liðið endar í mínus á árinu 2018. Þýska landsliðið spilaði þrettán leiki á árinu, tapaði sex og vann aðeins fjóra. Markatalan er -3 eða 14 mörk skoruð og 17 mörk fengin á sig. Það er ótrúlegur viðsnúningur frá síðustu árum en markatala þýska landsliðsins var sem dæmi +24 árið 2016 (34-10) og +31 í fyrra (43-12). Sky Sports fjallar um þetta sérstaka ár hjá þýska landsliðinu og má finna þá umfjöllun hér. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira
Árið 2018 er ár sem þýska knattspyrnulandsliðið vill gleyma sem fyrst. Þetta ár hefur ekki aðeins reynst íslenska knattspyrnulandsliðinu erfitt því eitt traustasta fótboltalandslið heims undanfarin áratug hefur sýnt á sér mikil veikleikamerki í ár. Þýskaland var með eitt af liðunum sem sérfræðingar töldu að ætti góðan möguleika á því að verða heimsmeistari síðasta sumar. Liðið tapaði ekki leik í fyrra (2017) en uppskeran í ár hefur verið sögulega léleg. Þýska landsliðið hefur tapað sex leikjum á árinu sem er nýtt met á einu almanaksári.Germany’s forgetful year: World Cup humiliation, Nations League relegation | Football News https://t.co/GV2Zi2MyrDpic.twitter.com/R3xrSoZa65 — peter max (@AuthorityBrand1) November 19, 2018Liðið var niðurlægt á HM í Rússlandi í sumar og féll síðan úr Þjóðadeildinni á dögunum. Þýskaland verður því með Íslandi í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. Fyrstu sprungurnar sáust í jafntefli á móti Spáni og tapi á móti Brasilíu í æfingaleikjum í mars en enginn gat hinsvegar búist við hruni liðsins og skelfilegri frammistöðu á HM þar sem liðið tapaði fyrir Mexíkó og Suður-Kóreu og sat eftir í riðlinum. Þeir sem töldu sig þekkja Þjóðverja bjuggust líka við hungruðu liði í hefndarhug í Þjóðadeildinni en annað kom á daginn og þar endaði liðið í neðsta sæti á eftir Hollandi og Frakklandi. Í viðbót við slakt gengi þá voru mikil læti í kringum stjörnurnar Leroy Sane og Mesut Özil á árinu. Leroy Sane var óvænt skilinn útundan þegar HM-hópurinn var valinn og Özil hætti með látum í landsliðinu eftir HM þar sem að hann sakaði starfsmenn þýska landsliðsins um kynþáttahatur. Eftir að þýska landsliðið missti niður nánast unninn leik á móti Hollandi í gær er ljóst að liðið endar í mínus á árinu 2018. Þýska landsliðið spilaði þrettán leiki á árinu, tapaði sex og vann aðeins fjóra. Markatalan er -3 eða 14 mörk skoruð og 17 mörk fengin á sig. Það er ótrúlegur viðsnúningur frá síðustu árum en markatala þýska landsliðsins var sem dæmi +24 árið 2016 (34-10) og +31 í fyrra (43-12). Sky Sports fjallar um þetta sérstaka ár hjá þýska landsliðinu og má finna þá umfjöllun hér.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira