Undir áhrifum frá París Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 08:00 Kristján Karl og Hafdís náðu saman í París og ætla að túlka tónlist þaðan annað kvöld. Í hjarta Parísar er heiti tónleika í Norræna húsinu annað kvöld. Þar hljóma frönsk öndvegisverk fyrir flautu og píanó og eitt glænýtt eftir Gísla J. Grétarsson. Þau Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari flytja litríka franska tónlist í Norræna húsinu á morgun, 21. nóvember. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og eru liður í röðinni Klassík í Vatnsmýrinni. Þar verða nokkur öndvegisverk franska flautuskólans leikin auk þess sem nýtt verk eftir Gísla Jóhann Grétarsson, tónskáld og stjórnanda, verður frumflutt. Les escaliers des rues de Paris nefnist verkið hans Gísla og eins og nafnið bendir til hefur það skírskotun til Parísar. „Ég hef haft dálæti á franskri tónlist frá því ég var í Tónlistarskóla Kópavogs, hjá þeim Martial Nardeau og Guðrúnu S. Birgisdóttur. Þau höfðu slík áhrif á mig að ég fór í framhaldsnám til Parísar,“ segir Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og bætir við: „Það er mikil flautuhefð og saga í París og þar eru margir frábærir flautukennarar.“ Kristján Karl sótti líka sína framhaldsmenntun í tónlist til Frakklands, auk Þýskalands og Hollands. Þau Hafdís kynntust meira að segja svo vel í París að þau eru hjón í dag. Þegar ég dreg þá ályktun að það hljóti þá að vera hæg heimatökin fyrir þau að æfa sig heima fyrir tónleikana er Hafdís aðeins hikandi. „Það er nú ekki endilega auðveldara að vinna með makanum en öðrum, sérstaklega ekki þegar börnin eru orðin tvö. En við spiluðum mikið saman í París.“ Verkin sem Hafdís og Kristján Karl flytja í Norræna húsinu eru: Fantasie op. 79 eftir Fauré, Sónata nr. 1 eftir Gaubert, Sónata fyrir flautu og píanó eftir Poulenc og Rómansa op. 37 eftir Saint-Saëns, auk þess að frumflytja verkið hans Gísla Jóhanns sem fyrr er frá sagt. „Gísli sækir innblástur í franska skólann,“ segir Hafdís ánægjuleg og segir hann hafa samið óperur, kammertónlist og kórverk sem flutt hafi verið víða um lönd. Aðgangseyrir á tónleikana í Norræna húsinu er 3.000 krónur en 2.000 fyrir eldri borgara og öryrkja og ókeypis fyrir nemendur og gesti tuttugu ára og yngri. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í hjarta Parísar er heiti tónleika í Norræna húsinu annað kvöld. Þar hljóma frönsk öndvegisverk fyrir flautu og píanó og eitt glænýtt eftir Gísla J. Grétarsson. Þau Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari flytja litríka franska tónlist í Norræna húsinu á morgun, 21. nóvember. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og eru liður í röðinni Klassík í Vatnsmýrinni. Þar verða nokkur öndvegisverk franska flautuskólans leikin auk þess sem nýtt verk eftir Gísla Jóhann Grétarsson, tónskáld og stjórnanda, verður frumflutt. Les escaliers des rues de Paris nefnist verkið hans Gísla og eins og nafnið bendir til hefur það skírskotun til Parísar. „Ég hef haft dálæti á franskri tónlist frá því ég var í Tónlistarskóla Kópavogs, hjá þeim Martial Nardeau og Guðrúnu S. Birgisdóttur. Þau höfðu slík áhrif á mig að ég fór í framhaldsnám til Parísar,“ segir Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og bætir við: „Það er mikil flautuhefð og saga í París og þar eru margir frábærir flautukennarar.“ Kristján Karl sótti líka sína framhaldsmenntun í tónlist til Frakklands, auk Þýskalands og Hollands. Þau Hafdís kynntust meira að segja svo vel í París að þau eru hjón í dag. Þegar ég dreg þá ályktun að það hljóti þá að vera hæg heimatökin fyrir þau að æfa sig heima fyrir tónleikana er Hafdís aðeins hikandi. „Það er nú ekki endilega auðveldara að vinna með makanum en öðrum, sérstaklega ekki þegar börnin eru orðin tvö. En við spiluðum mikið saman í París.“ Verkin sem Hafdís og Kristján Karl flytja í Norræna húsinu eru: Fantasie op. 79 eftir Fauré, Sónata nr. 1 eftir Gaubert, Sónata fyrir flautu og píanó eftir Poulenc og Rómansa op. 37 eftir Saint-Saëns, auk þess að frumflytja verkið hans Gísla Jóhanns sem fyrr er frá sagt. „Gísli sækir innblástur í franska skólann,“ segir Hafdís ánægjuleg og segir hann hafa samið óperur, kammertónlist og kórverk sem flutt hafi verið víða um lönd. Aðgangseyrir á tónleikana í Norræna húsinu er 3.000 krónur en 2.000 fyrir eldri borgara og öryrkja og ókeypis fyrir nemendur og gesti tuttugu ára og yngri.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira