Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. desember 2018 08:00 Landsfundargestir risu á fætur í gær og klöppuðu fyrir Angelu Merkel, fráfarandi formanni. Nordicphotos/AFP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) eftir átján ára formannstíð. Ræðuna hélt Merkel á landsfundi flokksins þar sem nýr formaður verður valinn. Merkel lætur þó ekki af störfum sem kanslari fyrr en að kjörtímabilinu loknu, árið 2021 að öllu óbreyttu. Þá mun hún sigla upp að hlið Helmuts Kohl sem þaulsætnasti kanslari ríkisins. Þrjú bitust um að taka við af Merkel. Annegret Kramp-Karrenbauer bar sigur úr býtum. Hún fékk 45 prósent í fyrri lotu atkvæðagreiðslunnar í gær, vann síðari umferðina með 51,8 prósentum atkvæða, er ritari flokksins, kölluð „Mini-Merkel“ og afar náin kanslaranum. Næstvinsælastur var svo Friedrich Merz, athafnamaður sem var valdamikill í flokknum um aldamótin en fjarlægðist hann þegar Merkel tók við völdum. Hann þykir íhaldssamari og hægrisinnaðri en Merkel og fékk 39,2 prósent í fyrri umferð í gær og 48,2 prósent í þeirri síðari. Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, ein vonarstjarna CDU, íhaldssamur, samkynhneigður og kaþólskur, fékk tæp sextán prósent og datt út í fyrstu umferð. Formaðurinn fráfarandi stiklaði á stóru í fortíð, nútíð og framtíð bæði CDU og Þýskalands í ræðu sinni. Hún minntist þess þegar hún tók við flokknum árið 2000 þegar CDU var í mikilli krísu vegna fjármögnunarhneykslis. „Okkar CDU er allt annar flokkur en sá sem ég tók við árið 2000. Og það er gott. Við getum ekki haldið áfram að lifa í fortíðinni heldur þurfum við að horfa til framtíðar,“ sagði Merkel en Deutsche Welle sagði að túlka mætti þessi ummæli kanslarans sem skot á Friedrich Merz. Merkel sagði að með því að tryggja samstöðu innan flokksins gætu Kristilegir demókratar haldið sæti sínu sem stærsti flokkur Þýskalands. Vert er að nefna að flokkurinn mælist í mikilli lægð í könnunum og hefur komið illa út úr ríkiskosningum að undanförnu. Þá varði hún sitt umdeildasta stefnumál innan flokksins, jákvæða afstöðu til flóttafólks í neyð. Hún sagði Þýskaland hafa svarað „mikilli mannúðarkrísu“ á réttan hátt en viðurkenndi vissulega að málið hefði valdið miklum illdeilum innan flokksins. Aukinheldur sagði hún að Þýskaland stæði frammi fyrir mörgum erfiðum málum. Hún nefndi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, loftslagsbreytingar og almenna samstöðu innan Evrópusambandsins sem dæmi. „Þetta starf hefur fært mér ómælda gleði. Þetta hefur verið mér sannur heiður. Takk kærlega fyrir,“ sagði Angela Merkel svo að ræðu lokinni undir tíu mínútna standandi lófaklappi samflokksmanna sinna. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kom frjálslyndum viðhorfum til varnar í kveðjuræðu Í kveðjuræðu sinni sem leiðtogi Kristilegra demókrata varaði Angela Merkel við áskorunum framundan eins og loftslagsbreytingum og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 7. desember 2018 13:40 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) eftir átján ára formannstíð. Ræðuna hélt Merkel á landsfundi flokksins þar sem nýr formaður verður valinn. Merkel lætur þó ekki af störfum sem kanslari fyrr en að kjörtímabilinu loknu, árið 2021 að öllu óbreyttu. Þá mun hún sigla upp að hlið Helmuts Kohl sem þaulsætnasti kanslari ríkisins. Þrjú bitust um að taka við af Merkel. Annegret Kramp-Karrenbauer bar sigur úr býtum. Hún fékk 45 prósent í fyrri lotu atkvæðagreiðslunnar í gær, vann síðari umferðina með 51,8 prósentum atkvæða, er ritari flokksins, kölluð „Mini-Merkel“ og afar náin kanslaranum. Næstvinsælastur var svo Friedrich Merz, athafnamaður sem var valdamikill í flokknum um aldamótin en fjarlægðist hann þegar Merkel tók við völdum. Hann þykir íhaldssamari og hægrisinnaðri en Merkel og fékk 39,2 prósent í fyrri umferð í gær og 48,2 prósent í þeirri síðari. Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, ein vonarstjarna CDU, íhaldssamur, samkynhneigður og kaþólskur, fékk tæp sextán prósent og datt út í fyrstu umferð. Formaðurinn fráfarandi stiklaði á stóru í fortíð, nútíð og framtíð bæði CDU og Þýskalands í ræðu sinni. Hún minntist þess þegar hún tók við flokknum árið 2000 þegar CDU var í mikilli krísu vegna fjármögnunarhneykslis. „Okkar CDU er allt annar flokkur en sá sem ég tók við árið 2000. Og það er gott. Við getum ekki haldið áfram að lifa í fortíðinni heldur þurfum við að horfa til framtíðar,“ sagði Merkel en Deutsche Welle sagði að túlka mætti þessi ummæli kanslarans sem skot á Friedrich Merz. Merkel sagði að með því að tryggja samstöðu innan flokksins gætu Kristilegir demókratar haldið sæti sínu sem stærsti flokkur Þýskalands. Vert er að nefna að flokkurinn mælist í mikilli lægð í könnunum og hefur komið illa út úr ríkiskosningum að undanförnu. Þá varði hún sitt umdeildasta stefnumál innan flokksins, jákvæða afstöðu til flóttafólks í neyð. Hún sagði Þýskaland hafa svarað „mikilli mannúðarkrísu“ á réttan hátt en viðurkenndi vissulega að málið hefði valdið miklum illdeilum innan flokksins. Aukinheldur sagði hún að Þýskaland stæði frammi fyrir mörgum erfiðum málum. Hún nefndi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, loftslagsbreytingar og almenna samstöðu innan Evrópusambandsins sem dæmi. „Þetta starf hefur fært mér ómælda gleði. Þetta hefur verið mér sannur heiður. Takk kærlega fyrir,“ sagði Angela Merkel svo að ræðu lokinni undir tíu mínútna standandi lófaklappi samflokksmanna sinna.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kom frjálslyndum viðhorfum til varnar í kveðjuræðu Í kveðjuræðu sinni sem leiðtogi Kristilegra demókrata varaði Angela Merkel við áskorunum framundan eins og loftslagsbreytingum og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 7. desember 2018 13:40 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Merkel kom frjálslyndum viðhorfum til varnar í kveðjuræðu Í kveðjuræðu sinni sem leiðtogi Kristilegra demókrata varaði Angela Merkel við áskorunum framundan eins og loftslagsbreytingum og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 7. desember 2018 13:40
Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32