Svöruðu tapi í fyrstu tveimur leikjunum með lengstu sigurgöngunni í sex ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2018 16:45 Bryndís Guðmundsdóttir. Vísir/Daníel Kvennalið Keflavíkur er á mikilli siglingu í körfuboltanum en liðið vann sinn níunda sigurleik í röð á móti Haukum í gærkvöldi. Keflavík vann leikinn 97-88 og hefur þar með unnið alla leiki sína í Domino´s deild kvenna frá og með 17. október eða alla leiki sína undanfarna 52 daga. Tímabilið, það fyrsta undir stjórn Jóns Guðmundssonar, byrjaði ekki vel því Keflavíkurstelpurnar töpuðu tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Stjörnunni og Snæfelli. Keflavík tapaði 87-75 á móti Snæfelli í Stykkishólmi 6. október síðastliðinn en hefur síðan unnið öll hin sjö lið deildarinnar og gott betur. Þessi slæma byrjun kom mörgum á óvart en Keflavíkurkonur voru fljótar að yfirvinna mótlætið og komast á fullt skrið. Þetta er nú orðin lengsta sigurganga Keflavíkurstelpnanna í sex ár eða síðan að liðið vann fjórtán sigurleiki í röð í deildinni frá október og fram í desember árið 2012. Bandaríski bakvörðurinn Brittanny Dinkins var með þrennu á móti Haukum í gær (34 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar) en þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem hún er með yfir 43 í framlagi. Dinkins fékk 49 í framlag fyrir leikinn í gærkvöldi því auk þrennunnar var hún líka með 5 stolna bolta. Þetta var fyrsta þrenna Dinkins á leiktíðinni en hana vantaði aðeins eitt frákast í þrennuna í leiknum á undan og var líka aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni í fyrsta sigurleik liðsins á tímabilinu sem var á móti Skallagrími í október. Reynsluboltinn Bryndís Guðmundsdóttir var með 17 stig og 9 fráköst á móti Haukum í gær en hún var að hækka stigaskor sitt í þriðja leiknum í röð. Embla Kristínardóttir átti líka sinn besta leik í vetur með 15 stig og 20 framlagsstig.Lengstu sigurgöngur Keflavíkurkvenna á hverju tímabili undanfarin sjö tímabil: 2018-19: 9 sigurleikir í röð (17. október 2018 - enn í gangi) 2017-18: 6 sigurleikir í röð (1. nóvember - 6. desember 2017) 2016-17: 7 sigurleikir í röð (18. febrúar - 21. mars 2017) 2015-16: 2 sigurleikir í röð (7. - 11. nóvember 2015) 2014-15: 8 sigurleikir í röð (15. október - 29. nóvember 2014) 2013-14: 7 sigurleikir í röð (9. október - 3. nóvember 2013) 2012-13: 14 sigurleikir í röð (3. október - 12. desember 2012) Dominos-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Kvennalið Keflavíkur er á mikilli siglingu í körfuboltanum en liðið vann sinn níunda sigurleik í röð á móti Haukum í gærkvöldi. Keflavík vann leikinn 97-88 og hefur þar með unnið alla leiki sína í Domino´s deild kvenna frá og með 17. október eða alla leiki sína undanfarna 52 daga. Tímabilið, það fyrsta undir stjórn Jóns Guðmundssonar, byrjaði ekki vel því Keflavíkurstelpurnar töpuðu tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Stjörnunni og Snæfelli. Keflavík tapaði 87-75 á móti Snæfelli í Stykkishólmi 6. október síðastliðinn en hefur síðan unnið öll hin sjö lið deildarinnar og gott betur. Þessi slæma byrjun kom mörgum á óvart en Keflavíkurkonur voru fljótar að yfirvinna mótlætið og komast á fullt skrið. Þetta er nú orðin lengsta sigurganga Keflavíkurstelpnanna í sex ár eða síðan að liðið vann fjórtán sigurleiki í röð í deildinni frá október og fram í desember árið 2012. Bandaríski bakvörðurinn Brittanny Dinkins var með þrennu á móti Haukum í gær (34 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar) en þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem hún er með yfir 43 í framlagi. Dinkins fékk 49 í framlag fyrir leikinn í gærkvöldi því auk þrennunnar var hún líka með 5 stolna bolta. Þetta var fyrsta þrenna Dinkins á leiktíðinni en hana vantaði aðeins eitt frákast í þrennuna í leiknum á undan og var líka aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni í fyrsta sigurleik liðsins á tímabilinu sem var á móti Skallagrími í október. Reynsluboltinn Bryndís Guðmundsdóttir var með 17 stig og 9 fráköst á móti Haukum í gær en hún var að hækka stigaskor sitt í þriðja leiknum í röð. Embla Kristínardóttir átti líka sinn besta leik í vetur með 15 stig og 20 framlagsstig.Lengstu sigurgöngur Keflavíkurkvenna á hverju tímabili undanfarin sjö tímabil: 2018-19: 9 sigurleikir í röð (17. október 2018 - enn í gangi) 2017-18: 6 sigurleikir í röð (1. nóvember - 6. desember 2017) 2016-17: 7 sigurleikir í röð (18. febrúar - 21. mars 2017) 2015-16: 2 sigurleikir í röð (7. - 11. nóvember 2015) 2014-15: 8 sigurleikir í röð (15. október - 29. nóvember 2014) 2013-14: 7 sigurleikir í röð (9. október - 3. nóvember 2013) 2012-13: 14 sigurleikir í röð (3. október - 12. desember 2012)
Dominos-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira