Halldór Helgason tilnefndur sem snjóbrettamaður ársins Tinni Sveinsson skrifar 4. desember 2018 15:30 Halldór tryggir stað sinn sem einn virtasti og vinsælasti snjóbrettamaður í heiminum. The Future of Yesterday Akureyrski snjóbrettamaðurinn Halldór Helgason átti enn og aftur frábært ár í snjóbrettaíþróttinni og heldur sér í fámennum hópi bestu brettamanna heims. Í gær var það tilkynnt að hann er tilnefndur af vinsælasta og virtasta tímariti snjóbrettabransans, Transworld Snowboarding, bæði sem snjóbrettamaður ársins og fyrir besta atriði ársins í snjóbrettamynd. Verðlaunin eru valin af 100 fremstu snjóbrettamönnum heims en Halldór er einnig tilnefndur sem uppáhalds brettamaður lesenda Transworld. Atriðið sem hann er tilnefndur fyrir í ár er í myndinni The Future of Yesterday, sem kom út fyrr í haust. Þar má sjá Halldór framkvæma hreint ótrúleg stökk, meðal annars fram af himinháum klettum undir lok myndar. The Future of Yesterday er einnig tilnefnd sem snjóbrettamynd ársins, enda er hún ein sú metnaðarfyllsta á árinu, en bróðir Halldórs, Eiki Helgason, á einnig atriði í henni.Þetta er annað árið í röð sem Halldór er áberandi á tilnefningalista Transworld sem er eftirsóttur í snjóbrettabransanum, en í fyrra vann hann bæði verðlaun fyrir atriði ársins og sem uppáhalds snjóbrettamaður lesenda. Halldór var einnig valinn uppáhalds snjóbrettamaður ársins af lesendum Transworld árið 2015 og árið 2011 var hann valinn nýliði ársins. Þá var hann einnig valinn besti evrópski snjóbrettamaðurinn af tímaritinu Onboard í fyrra. Þeir sem keppa við Halldór um titilinn brettamaður ársins eru Norðmaðurinn Torstein Horgmo, Japaninn Kazu Kokubo og Bandaríkjamennirnir Eric Jackson og Austin Sweetin. Á vef Transworld Snowboarding er hægt að horfa á fleiri atriði sem sköruðu fram úr á árinu og kynna sér tilnefningar í öllum flokkum.Halldór lætur sig flakka í heljarstökk niður himinháa kletta undir lok myndarinnar.The Future of Yesterday Fréttir ársins 2018 Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Staðfestir þriðju seríuna af Atvinnumönnunum okkar og þetta eru fyrstu gestir Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal staðfesti á Twitter að þriðja þáttaröðin af Atvinnumönnunum okkar fer von bráðar í framleiðslu. 12. nóvember 2018 12:30 Halldór og Eiríkur Helgasynir í spor Freddie Mercury í nýjustu myndinni Nýjasta snjóbrettamynd Transworld Snowboarding kom út á dögunum en þar fara Akureyringarnir Halldór og Eiríkur Helgason með aðalhlutverk. 16. október 2018 14:30 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira
Akureyrski snjóbrettamaðurinn Halldór Helgason átti enn og aftur frábært ár í snjóbrettaíþróttinni og heldur sér í fámennum hópi bestu brettamanna heims. Í gær var það tilkynnt að hann er tilnefndur af vinsælasta og virtasta tímariti snjóbrettabransans, Transworld Snowboarding, bæði sem snjóbrettamaður ársins og fyrir besta atriði ársins í snjóbrettamynd. Verðlaunin eru valin af 100 fremstu snjóbrettamönnum heims en Halldór er einnig tilnefndur sem uppáhalds brettamaður lesenda Transworld. Atriðið sem hann er tilnefndur fyrir í ár er í myndinni The Future of Yesterday, sem kom út fyrr í haust. Þar má sjá Halldór framkvæma hreint ótrúleg stökk, meðal annars fram af himinháum klettum undir lok myndar. The Future of Yesterday er einnig tilnefnd sem snjóbrettamynd ársins, enda er hún ein sú metnaðarfyllsta á árinu, en bróðir Halldórs, Eiki Helgason, á einnig atriði í henni.Þetta er annað árið í röð sem Halldór er áberandi á tilnefningalista Transworld sem er eftirsóttur í snjóbrettabransanum, en í fyrra vann hann bæði verðlaun fyrir atriði ársins og sem uppáhalds snjóbrettamaður lesenda. Halldór var einnig valinn uppáhalds snjóbrettamaður ársins af lesendum Transworld árið 2015 og árið 2011 var hann valinn nýliði ársins. Þá var hann einnig valinn besti evrópski snjóbrettamaðurinn af tímaritinu Onboard í fyrra. Þeir sem keppa við Halldór um titilinn brettamaður ársins eru Norðmaðurinn Torstein Horgmo, Japaninn Kazu Kokubo og Bandaríkjamennirnir Eric Jackson og Austin Sweetin. Á vef Transworld Snowboarding er hægt að horfa á fleiri atriði sem sköruðu fram úr á árinu og kynna sér tilnefningar í öllum flokkum.Halldór lætur sig flakka í heljarstökk niður himinháa kletta undir lok myndarinnar.The Future of Yesterday
Fréttir ársins 2018 Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Staðfestir þriðju seríuna af Atvinnumönnunum okkar og þetta eru fyrstu gestir Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal staðfesti á Twitter að þriðja þáttaröðin af Atvinnumönnunum okkar fer von bráðar í framleiðslu. 12. nóvember 2018 12:30 Halldór og Eiríkur Helgasynir í spor Freddie Mercury í nýjustu myndinni Nýjasta snjóbrettamynd Transworld Snowboarding kom út á dögunum en þar fara Akureyringarnir Halldór og Eiríkur Helgason með aðalhlutverk. 16. október 2018 14:30 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira
Staðfestir þriðju seríuna af Atvinnumönnunum okkar og þetta eru fyrstu gestir Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal staðfesti á Twitter að þriðja þáttaröðin af Atvinnumönnunum okkar fer von bráðar í framleiðslu. 12. nóvember 2018 12:30
Halldór og Eiríkur Helgasynir í spor Freddie Mercury í nýjustu myndinni Nýjasta snjóbrettamynd Transworld Snowboarding kom út á dögunum en þar fara Akureyringarnir Halldór og Eiríkur Helgason með aðalhlutverk. 16. október 2018 14:30