Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2018 10:51 Bygging Evrópudómstólsins í Lúxemborg. Getty Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. Hópur skoskra þingmanna hafði beðið dómstólinn um álit um hvort að Bretlandsstjórn gæti hætt við útgönguna án samþykkis annarra aðildarríkja ESB.Álit lögsögumannsins Manuel Campos Sanchez-Bordona er ekki bindandi og verður endanlegur úrskurður dómstólsins ekki kynntur fyrr en síðar. Dómstóllinn á það þó til að fara eftir áliti lögsögumanns í yfirgnæfandi fjölda þeirra mála sem koma til kasta hans.Fimm daga umræður Evrópuþingmaðurinn Alyn Smith, sem tilheyrir Skoska þjóðarflokknum (SNP), segir álitið sýna fram á að Bretar hafi nú „vegvísi til að komast út úr Brexit-óreiðunni“. Umræður um Brexit-samning stjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Evrópusambandsins hefjast í breska þinginu í dag og er áætlað að fimm dagar verði lagðir undir umræðurnar. Stendur til að þingið kjósi svo um samninginn á þriðjudaginn í næstu viku.Geta hætt við á tveggja ára tímabilinu Í áliti lögsögumannsins segir að ef ríki ákveði að ganga úr sambandinu, ætti það einnig að hafa vald til að skipta um skoðun á því tveggja ára tímabili sem tiltekið er í 50. grein Lissabonsáttmálans og ætlað er til viðræðna milli viðkomandi aðildarríkis og fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig útgöngu skuli háttað. Ætti aðildarríkið að geta hætt við útgönguna á því tímabili án samþykkis annarra aðildarríkja. Bretar munu að óbreyttu ganga úr ESB þann 29. mars næstkomandi. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. Hópur skoskra þingmanna hafði beðið dómstólinn um álit um hvort að Bretlandsstjórn gæti hætt við útgönguna án samþykkis annarra aðildarríkja ESB.Álit lögsögumannsins Manuel Campos Sanchez-Bordona er ekki bindandi og verður endanlegur úrskurður dómstólsins ekki kynntur fyrr en síðar. Dómstóllinn á það þó til að fara eftir áliti lögsögumanns í yfirgnæfandi fjölda þeirra mála sem koma til kasta hans.Fimm daga umræður Evrópuþingmaðurinn Alyn Smith, sem tilheyrir Skoska þjóðarflokknum (SNP), segir álitið sýna fram á að Bretar hafi nú „vegvísi til að komast út úr Brexit-óreiðunni“. Umræður um Brexit-samning stjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Evrópusambandsins hefjast í breska þinginu í dag og er áætlað að fimm dagar verði lagðir undir umræðurnar. Stendur til að þingið kjósi svo um samninginn á þriðjudaginn í næstu viku.Geta hætt við á tveggja ára tímabilinu Í áliti lögsögumannsins segir að ef ríki ákveði að ganga úr sambandinu, ætti það einnig að hafa vald til að skipta um skoðun á því tveggja ára tímabili sem tiltekið er í 50. grein Lissabonsáttmálans og ætlað er til viðræðna milli viðkomandi aðildarríkis og fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig útgöngu skuli háttað. Ætti aðildarríkið að geta hætt við útgönguna á því tímabili án samþykkis annarra aðildarríkja. Bretar munu að óbreyttu ganga úr ESB þann 29. mars næstkomandi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira