Fjárfesting til framtíðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Fyrirhugaður niðurskurður á fjárframlögum til Rannsóknasjóðs Rannís, sem Fréttablaðið greinir frá í dag, er köld kveðja til þeirra vísindamanna sem starfa hér á landi. Í raun eru áherslur ríkisstjórnarinnar, sem birtast bæði í frumvarpi til fjárlaga og í fyrirhuguðum lagabreytingum sem heimila gjaldtöku vísindasiðanefndar, í hrópandi ósamræmi við þann mikla árangur sem náðst hefur í grunnrannsóknum og vísindum almennt hér á landi undanfarin ár og áratugi. Ósamræmi þetta felst í þeirri staðreynd að í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt vísindasamfélag framarlega á mörgum af þeim sviðum sem mestu máli skipta fyrir framtíð okkar sem fullvalda og blómstrandi þjóðar, og sem tegundar. Þau grunnvísindi sem stunduð eru hér hafa ótvírætt gildi og hafa oft á tíðum beina skírskotun til krefjandi úrlausnarefna sem við munum þurfa að takast á við. Opinbert fjármagn gegnir lykilhlutverki í öllum vísindarannsóknum. Slíkar rannsóknir krefjast þolinmæði og skilnings á því að framfarir eiga sér stað hægt en ávallt með ávinningi. Fjármagn sem sett er í rannsóknir og þróun skilar sér margfalt til baka í formi þekkingar, sem ekki verður metin til fjár. Þannig geta grunnrannsóknir haft svo víðtæk áhrif að þær móta samfélagið til frambúðar, þó svo að það hafi ekki verið tilgangur þeirra eða ætlun vísindamannanna. Nægir að nefna frumeindaklukkuna sem leiddi til GPS-tækninnar, kjarnasegulherma sem leiddu til þróunar segulómtækja og hinnar illskiljanlegu skammtafræði sem nú myndar grunn rafeinda- og tölvutækni. Nýlegt dæmi er Zika-veiran sem tiltölulega nýlega braust fram á sjónarsviðið með skelfilegum afleiðingum. Hins vegar höfðu grunnrannsóknir fyrri ára þau áhrif að vísindamönnum tókst að þróa vísi að vænlegu bóluefni. Ávinningur af frumkvöðlastarfsemi í vísindum getur líka verið af öðrum toga, því um leið og þau hafa bein áhrif á velferð og daglegt líf fólks þá geta djörf og skapandi vísindi stuðlað að enn frekari áhuga almennings á sjálfum vísindunum, svo lengi sem þeir vísindamenn sem þau stunda gangast við þeirri ábyrgð sem notkun almannafjár fylgir og eru reiðubúnir og viljugir til að miðla af reynslu sinni og dýrmætri þekkingu. Þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á fjárframlögum í Rannsóknasjóð og þeim er varða gjaldtöku munu vafalaust hafa hamlandi áhrif á íslenskt vísindastarf. Slíkt á ekki að viðgangast á tímum þar sem þörfin fyrir framsækin vísindi er sem mest. Ávinningurinn af öflugri fjármögnun grunnrannsókna er slíkur að við höfum ekki efni á að draga úr henni. Ávinningur þessi er ekki aðeins fólginn framförum í vísindum og tækni, heldur í þeirri ákvörðun að færa vísindin ofar í forgangsröðina; að gera þau að grunnstefi samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrirhugaður niðurskurður á fjárframlögum til Rannsóknasjóðs Rannís, sem Fréttablaðið greinir frá í dag, er köld kveðja til þeirra vísindamanna sem starfa hér á landi. Í raun eru áherslur ríkisstjórnarinnar, sem birtast bæði í frumvarpi til fjárlaga og í fyrirhuguðum lagabreytingum sem heimila gjaldtöku vísindasiðanefndar, í hrópandi ósamræmi við þann mikla árangur sem náðst hefur í grunnrannsóknum og vísindum almennt hér á landi undanfarin ár og áratugi. Ósamræmi þetta felst í þeirri staðreynd að í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt vísindasamfélag framarlega á mörgum af þeim sviðum sem mestu máli skipta fyrir framtíð okkar sem fullvalda og blómstrandi þjóðar, og sem tegundar. Þau grunnvísindi sem stunduð eru hér hafa ótvírætt gildi og hafa oft á tíðum beina skírskotun til krefjandi úrlausnarefna sem við munum þurfa að takast á við. Opinbert fjármagn gegnir lykilhlutverki í öllum vísindarannsóknum. Slíkar rannsóknir krefjast þolinmæði og skilnings á því að framfarir eiga sér stað hægt en ávallt með ávinningi. Fjármagn sem sett er í rannsóknir og þróun skilar sér margfalt til baka í formi þekkingar, sem ekki verður metin til fjár. Þannig geta grunnrannsóknir haft svo víðtæk áhrif að þær móta samfélagið til frambúðar, þó svo að það hafi ekki verið tilgangur þeirra eða ætlun vísindamannanna. Nægir að nefna frumeindaklukkuna sem leiddi til GPS-tækninnar, kjarnasegulherma sem leiddu til þróunar segulómtækja og hinnar illskiljanlegu skammtafræði sem nú myndar grunn rafeinda- og tölvutækni. Nýlegt dæmi er Zika-veiran sem tiltölulega nýlega braust fram á sjónarsviðið með skelfilegum afleiðingum. Hins vegar höfðu grunnrannsóknir fyrri ára þau áhrif að vísindamönnum tókst að þróa vísi að vænlegu bóluefni. Ávinningur af frumkvöðlastarfsemi í vísindum getur líka verið af öðrum toga, því um leið og þau hafa bein áhrif á velferð og daglegt líf fólks þá geta djörf og skapandi vísindi stuðlað að enn frekari áhuga almennings á sjálfum vísindunum, svo lengi sem þeir vísindamenn sem þau stunda gangast við þeirri ábyrgð sem notkun almannafjár fylgir og eru reiðubúnir og viljugir til að miðla af reynslu sinni og dýrmætri þekkingu. Þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á fjárframlögum í Rannsóknasjóð og þeim er varða gjaldtöku munu vafalaust hafa hamlandi áhrif á íslenskt vísindastarf. Slíkt á ekki að viðgangast á tímum þar sem þörfin fyrir framsækin vísindi er sem mest. Ávinningurinn af öflugri fjármögnun grunnrannsókna er slíkur að við höfum ekki efni á að draga úr henni. Ávinningur þessi er ekki aðeins fólginn framförum í vísindum og tækni, heldur í þeirri ákvörðun að færa vísindin ofar í forgangsröðina; að gera þau að grunnstefi samfélagsins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun