Saksóknari telur að Júlíus Vífill hafi gerst sekur um skipulagt peningaþvætti Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. desember 2018 15:30 Júlíus Vífill í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Saksóknari fer fram á að Júlíus Vífill Ingvarsson verði dæmdur í átta til tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi vegna peningaþvættis sem hann er ákærður fyrir. Aðalmeðferð í máli Júlíusar Vífils fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Júlíus Vífill hafði ætlað sér að ávarpa dóminn við upphaf aðalmeðferðar í dag en Arngrímur Ísberg, dómari í málinu, taldi það ekki koma til greina þegar í ljós kom að ávarp Júlíusar var fimm blaðsíður að lengd. Sagði dómarinn að ekki væri gert ráð fyrir að menn væru að halda ræður áður en aðalmeðferð hefst. Embætti héraðssaksóknara sakar Júlíus um að hafa hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem er talinn vera ávinningur af meintum skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug. Í ákærunni yfir Júlíusi kemur fram að hann eigi að hafa, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá UBS banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Við aðalmeðferð sagði Júlíus Vífill að þeir fjármunir sem hafi verið geymdir á bankareikningum hans erlendis hafi hann fengið sem þóknunargreiðslur og umboðslaun vegna starfa sinna hjá Ingvari Helgasyni, hvar hann hóf störf árið 1982 og starfaði í 22 ár. Taldi fjármunina ekki fram sem tekjur Júlíus hefur viðurkennt að hann hafi geymt umræddar upphæðir á bankareikning sínum í UBS banka á Jersey og að hafa árið 2014 fært féð inn á reikning hjá Julius Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation. Rétthafar vörslusjóðsins voru Júlíus, eiginkona hans og börn. Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið þá leið að leggja féð inn á vörslusjóð sagði Júlíus að hann hefði talið það ágætis leið til að geyma og vernda þessa fjármuni og að ýmsir kostir hefðu fylgt því. Júlíus lýsti því að á áttunda áratugnum hafi það tíðkast að nota umboðsgreiðslur í viðskiptum vegna óðaverðbólgu sem var á Íslandi. Júlíus sagðist fyrir dómi ekki hafa talið fjármunina fram sem tekjur þegar hann fékk þær greiddar. Leikurinn gerður til að komast hjá því að borga skatta Saksóknari vísaði í skýrslur Júlíusar hjá skattrannsóknarstjóra þar sem hann sagði að slíka viðskiptahætti myndi hann ekki stunda í dag. Hann hafi ekki tjáð sig um meint brot hjá lögreglu en fyrir dómi hafi hann meira og minna staðfest frásögn sína hjá skattrannsóknarstjóra um uppruna fjármunanna, þeir hafi ekki verið taldir fram og ekki hafi verið borgaður tekjuskattur í framhaldinu. „Hér er um að ræða íslenskt félag, Íslending sem búsettur er á Íslandi og skattskyldur á Íslandi og hann fær fjármunina fyrir starfsemi sína fyrir félagið,” sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. „Það liggur fyrir að það voru ekki greiddir skattar af þessum fjármunum. Þvert á móti bendir til þess að leikurinn hafi verið gerður til að komast hjá því að borga skatta.” Rakti málið til fjölmiðlaumfjöllunar Saksóknari telur að um sé að ræða skipulagt peningaþvætti. Hæstiréttur hafi gefið fordæmi fyrir því að hart beri að taka á slíkum brotum og að þau séu ósvífin. Saksóknari telur ekki unnt að skilorðsbinda refsingu og fer hann fram á 8-12 mánaða fangelsi. Verjandi Júlíusar sagið málið fyrir margra hluta sakir sérstakt. Til dæmis vegna þess að það megi rekja til fjölmiðlaumfjöllunar, en mál Júlíusar Vífils kom fyrst fram eftir umfjöllun um Panama-skjölin svokölluðu. Telur verjandi Júlíusar að í þeirri umfjöllun hafi verið gagnrýnislaust byggt á rakalausum ósannindum. Sagði hann ítrekað vísað til fjölmiðlaumfjöllunar í greinargerð sem fylgi ákæru og að ákvörðun um að hefja rannsókn verið tekin á grundvelli fjölmiðlaumfjöllunar. Þess má geta að nafnlaus upptaka þar sem Júlíus heyrist ræða fjármunina við þáverandi lögfræðings inn Sigurð G. Guðjónsson var send skattrannsóknaryfirvöldum sem og fjölmiðlum. Nefndi hann einnig að einn þeirra sem rannsökuðu málið hafi verið varaþingmaður Vinstri grænna og hafi opinberlega tjáð skoðun sína á skattalagabrotum og aflandsreikningum og hann hafi því verið vanhæfur. Verjandi Júlíusar telur óumdeilanlegt að frumbrot Júlíusar, það er að segja að hafa skotið undan skatti, séu fyrnd, ef þau geti á annað borð verið sönnuð, og þar af leiðandi sé ekki hægt að dæma hann fyrir peningaþvætti. SAksóknari er þessu ósammála og benti á að í ákæru sé talað um brot sem hafi átt sér stað á árinum 2010 og 2014, og því séu þau ekki fyrnd. Dómsmál Panama-skjölin Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill telur að skrif og stjórnmálaþátttaka rannsakandans hafi litað rannsókn á meintu peningaþvætti Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Hann telur að stjórnmálaskoðanir og skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar á máli hans kunni að hafa litað rannsóknina og útgáfu ákærunnar. 13. nóvember 2018 12:30 Júlíus Vífill neitaði sök og segist sigurviss Ákæra gegn honum fyrir peningaþvætti þingfest í héraði. 6. september 2018 13:45 Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Saksóknari fer fram á að Júlíus Vífill Ingvarsson verði dæmdur í átta til tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi vegna peningaþvættis sem hann er ákærður fyrir. Aðalmeðferð í máli Júlíusar Vífils fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Júlíus Vífill hafði ætlað sér að ávarpa dóminn við upphaf aðalmeðferðar í dag en Arngrímur Ísberg, dómari í málinu, taldi það ekki koma til greina þegar í ljós kom að ávarp Júlíusar var fimm blaðsíður að lengd. Sagði dómarinn að ekki væri gert ráð fyrir að menn væru að halda ræður áður en aðalmeðferð hefst. Embætti héraðssaksóknara sakar Júlíus um að hafa hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem er talinn vera ávinningur af meintum skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug. Í ákærunni yfir Júlíusi kemur fram að hann eigi að hafa, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá UBS banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Við aðalmeðferð sagði Júlíus Vífill að þeir fjármunir sem hafi verið geymdir á bankareikningum hans erlendis hafi hann fengið sem þóknunargreiðslur og umboðslaun vegna starfa sinna hjá Ingvari Helgasyni, hvar hann hóf störf árið 1982 og starfaði í 22 ár. Taldi fjármunina ekki fram sem tekjur Júlíus hefur viðurkennt að hann hafi geymt umræddar upphæðir á bankareikning sínum í UBS banka á Jersey og að hafa árið 2014 fært féð inn á reikning hjá Julius Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation. Rétthafar vörslusjóðsins voru Júlíus, eiginkona hans og börn. Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið þá leið að leggja féð inn á vörslusjóð sagði Júlíus að hann hefði talið það ágætis leið til að geyma og vernda þessa fjármuni og að ýmsir kostir hefðu fylgt því. Júlíus lýsti því að á áttunda áratugnum hafi það tíðkast að nota umboðsgreiðslur í viðskiptum vegna óðaverðbólgu sem var á Íslandi. Júlíus sagðist fyrir dómi ekki hafa talið fjármunina fram sem tekjur þegar hann fékk þær greiddar. Leikurinn gerður til að komast hjá því að borga skatta Saksóknari vísaði í skýrslur Júlíusar hjá skattrannsóknarstjóra þar sem hann sagði að slíka viðskiptahætti myndi hann ekki stunda í dag. Hann hafi ekki tjáð sig um meint brot hjá lögreglu en fyrir dómi hafi hann meira og minna staðfest frásögn sína hjá skattrannsóknarstjóra um uppruna fjármunanna, þeir hafi ekki verið taldir fram og ekki hafi verið borgaður tekjuskattur í framhaldinu. „Hér er um að ræða íslenskt félag, Íslending sem búsettur er á Íslandi og skattskyldur á Íslandi og hann fær fjármunina fyrir starfsemi sína fyrir félagið,” sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. „Það liggur fyrir að það voru ekki greiddir skattar af þessum fjármunum. Þvert á móti bendir til þess að leikurinn hafi verið gerður til að komast hjá því að borga skatta.” Rakti málið til fjölmiðlaumfjöllunar Saksóknari telur að um sé að ræða skipulagt peningaþvætti. Hæstiréttur hafi gefið fordæmi fyrir því að hart beri að taka á slíkum brotum og að þau séu ósvífin. Saksóknari telur ekki unnt að skilorðsbinda refsingu og fer hann fram á 8-12 mánaða fangelsi. Verjandi Júlíusar sagið málið fyrir margra hluta sakir sérstakt. Til dæmis vegna þess að það megi rekja til fjölmiðlaumfjöllunar, en mál Júlíusar Vífils kom fyrst fram eftir umfjöllun um Panama-skjölin svokölluðu. Telur verjandi Júlíusar að í þeirri umfjöllun hafi verið gagnrýnislaust byggt á rakalausum ósannindum. Sagði hann ítrekað vísað til fjölmiðlaumfjöllunar í greinargerð sem fylgi ákæru og að ákvörðun um að hefja rannsókn verið tekin á grundvelli fjölmiðlaumfjöllunar. Þess má geta að nafnlaus upptaka þar sem Júlíus heyrist ræða fjármunina við þáverandi lögfræðings inn Sigurð G. Guðjónsson var send skattrannsóknaryfirvöldum sem og fjölmiðlum. Nefndi hann einnig að einn þeirra sem rannsökuðu málið hafi verið varaþingmaður Vinstri grænna og hafi opinberlega tjáð skoðun sína á skattalagabrotum og aflandsreikningum og hann hafi því verið vanhæfur. Verjandi Júlíusar telur óumdeilanlegt að frumbrot Júlíusar, það er að segja að hafa skotið undan skatti, séu fyrnd, ef þau geti á annað borð verið sönnuð, og þar af leiðandi sé ekki hægt að dæma hann fyrir peningaþvætti. SAksóknari er þessu ósammála og benti á að í ákæru sé talað um brot sem hafi átt sér stað á árinum 2010 og 2014, og því séu þau ekki fyrnd.
Dómsmál Panama-skjölin Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill telur að skrif og stjórnmálaþátttaka rannsakandans hafi litað rannsókn á meintu peningaþvætti Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Hann telur að stjórnmálaskoðanir og skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar á máli hans kunni að hafa litað rannsóknina og útgáfu ákærunnar. 13. nóvember 2018 12:30 Júlíus Vífill neitaði sök og segist sigurviss Ákæra gegn honum fyrir peningaþvætti þingfest í héraði. 6. september 2018 13:45 Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Júlíus Vífill telur að skrif og stjórnmálaþátttaka rannsakandans hafi litað rannsókn á meintu peningaþvætti Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Hann telur að stjórnmálaskoðanir og skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar á máli hans kunni að hafa litað rannsóknina og útgáfu ákærunnar. 13. nóvember 2018 12:30
Júlíus Vífill neitaði sök og segist sigurviss Ákæra gegn honum fyrir peningaþvætti þingfest í héraði. 6. september 2018 13:45
Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03