Ísland lenti í snúnum riðli Hjörvar Ólafsson skrifar 3. desember 2018 07:00 Guðni Bergsson og Erik Hamrén voru viðstaddir dráttinn vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun verja drjúgum tíma í flugi og öðrum samgöngumátum frá því í mars á næsta ári fram til mars árið 2020. Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2020 í Dublin á Írlandi í gær og lenti Ísland í H-riðli með Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Þrjú þessara landa eru í um það bil 5.000 kílómetra fjarlægð frá Íslandi og því ljóst að löng ferðalög eru fram undan. Efstu tvö sætin í riðlinum munu koma íslenska liðinu áfram í lokakeppni mótsins og þriðja sætið getur gefið möguleika á umspili um laust sæti á mótinu. Það er því fínn möguleiki á að Íslandi takist að tryggja sér sæti á þriðja stórmótinu í röð. Fyrsti leikurinn fer fram í mars á næsta ári og undankeppninni lýkur um það bil ári síðar. Íslenska liðið mun mæta því moldóvska í fyrsta sinn þegar þau mætast í undankeppninni. Moldóva var eitt fjögurra liða sem Ísland gat mætt í fyrsta sinn í undankeppninni. Flestir í liðinu leika í heimalandinu og er það í 170. sæti á styrkleikalista FIFA. Síðustu fjögur ár hefur lið Moldóvu aðeins unnið Andorra og San Marínó. Stutt er hins vegar síðan Ísland mætti bæði Tyrklandi og Frakklandi og þá mætti Ísland liði Albaníu í undankeppni HM 2014. Þá hefur Ísland mætt Andorra fimm sinnum, fyrst í undankeppni EM 2000 en þrisvar í æfingarleik síðan þá. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var viðstaddur dráttinn og ræddi riðilinn sem liði lenti í eftir að dregið var í samtali við heimasíðu KSÍ. „Þetta er áhugaverður riðill, erfiður riðill. Við hefðum getað fengið auðveldari riðil en að sama skapi hefði hann getað verið erfiðari, þú veist hins vegar aldrei hversu erfiður hann er fyrr en þú spilar leikina. Frakkar eru að sjálfsögðu sigurstranglegastir, síðan fengum við Tyrki og við vonum bara að við höldum áfram að ná góðum úrslitum gegn þeim eins og undanfarið. Við þurfum að vera góðir, öll lið þurfa að vera það ef þau ætla sér alla leið í úrslitakeppnina. Það á við í öllum leikjum,“ segir Hamrén. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun verja drjúgum tíma í flugi og öðrum samgöngumátum frá því í mars á næsta ári fram til mars árið 2020. Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2020 í Dublin á Írlandi í gær og lenti Ísland í H-riðli með Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Þrjú þessara landa eru í um það bil 5.000 kílómetra fjarlægð frá Íslandi og því ljóst að löng ferðalög eru fram undan. Efstu tvö sætin í riðlinum munu koma íslenska liðinu áfram í lokakeppni mótsins og þriðja sætið getur gefið möguleika á umspili um laust sæti á mótinu. Það er því fínn möguleiki á að Íslandi takist að tryggja sér sæti á þriðja stórmótinu í röð. Fyrsti leikurinn fer fram í mars á næsta ári og undankeppninni lýkur um það bil ári síðar. Íslenska liðið mun mæta því moldóvska í fyrsta sinn þegar þau mætast í undankeppninni. Moldóva var eitt fjögurra liða sem Ísland gat mætt í fyrsta sinn í undankeppninni. Flestir í liðinu leika í heimalandinu og er það í 170. sæti á styrkleikalista FIFA. Síðustu fjögur ár hefur lið Moldóvu aðeins unnið Andorra og San Marínó. Stutt er hins vegar síðan Ísland mætti bæði Tyrklandi og Frakklandi og þá mætti Ísland liði Albaníu í undankeppni HM 2014. Þá hefur Ísland mætt Andorra fimm sinnum, fyrst í undankeppni EM 2000 en þrisvar í æfingarleik síðan þá. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var viðstaddur dráttinn og ræddi riðilinn sem liði lenti í eftir að dregið var í samtali við heimasíðu KSÍ. „Þetta er áhugaverður riðill, erfiður riðill. Við hefðum getað fengið auðveldari riðil en að sama skapi hefði hann getað verið erfiðari, þú veist hins vegar aldrei hversu erfiður hann er fyrr en þú spilar leikina. Frakkar eru að sjálfsögðu sigurstranglegastir, síðan fengum við Tyrki og við vonum bara að við höldum áfram að ná góðum úrslitum gegn þeim eins og undanfarið. Við þurfum að vera góðir, öll lið þurfa að vera það ef þau ætla sér alla leið í úrslitakeppnina. Það á við í öllum leikjum,“ segir Hamrén.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Sjá meira