Lyfjaframleiðsla Coripharma í Hafnarfirði hófst í dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. desember 2018 18:30 Lyfjastofnun staðfesti í gær framleiðsluleyfi fyrir lyfjaverksmiðju Coripharma í Hafnarfirði og hófst lyfjaframleiðsla í verksmiðjunni í dag. Verksmiðjan er í sama húsnæði og Actavis var í áður. Starfsmenn eru 37 en langflestir þeirra eru fyrrverandi starfsmenn Actavis. Coripharma var stofnað utan um kaup fyrrverandi starfsmanna Actavis og hóps fjárfesta á verksmiðjunni auk fasteigna við Reykjavíkurveg 76 af alþjóðlega lyfjarisanum Teva Pharmaceutical Industries í júní á þessu ári. „Hér er búið að byggjast upp gríðarleg þekking á sviði lyfjaframleiðslu og það hefði verið mikil synd fyrir bæði Hafnarfjarðarbæ og Ísland ef hún hefði dáið drottni sínum. Það var samt ekki aðeins það að okkur rann blóðið til skyldunnar heldur var það einfaldlega virkilega gott viðskiptatækifæri að hefja þessa framleiðslu aftur,“ segir Bjarni K. Þorvarðarson forstjóri Coripharma og einn hluthafa. Á meðal annarra hluthafa í Coripharma er vátryggingafélagið VÍS með tæplega 20 prósenta hlut, sjóðurinn tækifæri II á vegum Íslenskra verðbréfa, Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og eigandi IKEA á Íslandi auk starfsmanna Coripharma. Lyfjastofnun staðfesti framleiðsluleyfi verksmiðjunnar í gær og hófst framleiðsla í strax í dag með framleiðslu á útbreiddu sýklalyfi. „Við réðum fyrsta starfsmanninn í maí og erum þrjátíu og sjö núna. Af þeim eru þrjátíu og fimm fyrrverandi starfsmenn Actavis. Mér finnst líklegt að við tvöföldum starfsmannafjöldann á næsta ári og tvöföldum hann aftur í lok árs 2020 ef allar okkar áætlanir ganga eftir,“ segir Bjarni. Coripharma framleiðir eingöngu samheitalyf í verktöku fyrir aðra lyfjaframleiðendur. „Eftir því sem okkur vex ásmegin ætlum við að byrja að þróa okkar eigin samheitalyf, eins og hér var gert áður. Og þá skapast tækifæri til að framleiða lyf sem ekki hafa verið framleidd hér áður, ekki eingöngu í verktöku,“ segir Bjarni. Hafnarfjörður Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
Lyfjastofnun staðfesti í gær framleiðsluleyfi fyrir lyfjaverksmiðju Coripharma í Hafnarfirði og hófst lyfjaframleiðsla í verksmiðjunni í dag. Verksmiðjan er í sama húsnæði og Actavis var í áður. Starfsmenn eru 37 en langflestir þeirra eru fyrrverandi starfsmenn Actavis. Coripharma var stofnað utan um kaup fyrrverandi starfsmanna Actavis og hóps fjárfesta á verksmiðjunni auk fasteigna við Reykjavíkurveg 76 af alþjóðlega lyfjarisanum Teva Pharmaceutical Industries í júní á þessu ári. „Hér er búið að byggjast upp gríðarleg þekking á sviði lyfjaframleiðslu og það hefði verið mikil synd fyrir bæði Hafnarfjarðarbæ og Ísland ef hún hefði dáið drottni sínum. Það var samt ekki aðeins það að okkur rann blóðið til skyldunnar heldur var það einfaldlega virkilega gott viðskiptatækifæri að hefja þessa framleiðslu aftur,“ segir Bjarni K. Þorvarðarson forstjóri Coripharma og einn hluthafa. Á meðal annarra hluthafa í Coripharma er vátryggingafélagið VÍS með tæplega 20 prósenta hlut, sjóðurinn tækifæri II á vegum Íslenskra verðbréfa, Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og eigandi IKEA á Íslandi auk starfsmanna Coripharma. Lyfjastofnun staðfesti framleiðsluleyfi verksmiðjunnar í gær og hófst framleiðsla í strax í dag með framleiðslu á útbreiddu sýklalyfi. „Við réðum fyrsta starfsmanninn í maí og erum þrjátíu og sjö núna. Af þeim eru þrjátíu og fimm fyrrverandi starfsmenn Actavis. Mér finnst líklegt að við tvöföldum starfsmannafjöldann á næsta ári og tvöföldum hann aftur í lok árs 2020 ef allar okkar áætlanir ganga eftir,“ segir Bjarni. Coripharma framleiðir eingöngu samheitalyf í verktöku fyrir aðra lyfjaframleiðendur. „Eftir því sem okkur vex ásmegin ætlum við að byrja að þróa okkar eigin samheitalyf, eins og hér var gert áður. Og þá skapast tækifæri til að framleiða lyf sem ekki hafa verið framleidd hér áður, ekki eingöngu í verktöku,“ segir Bjarni.
Hafnarfjörður Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira