Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. desember 2018 19:00 Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika. Þá rannsakaði breska fjármálaeftirlitið fjárfestingarbanka sem forstjórinn stjórnaði. Stjórn Kviku hyggst skrá bankann í Kauphöllinni á næsta ári. Ströng lög gilda um fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar segir að lykilstjórnendur skuli hafa gott orðspor, ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota síðustu fimm ár ár eða hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Á heimasíðu Kviku banka eru jafnvel birtar enn strangari hæfiskröfur. Þar kemur meðal annars fram að meta skuli starfsferil starfsmanns með hliðsjón af því hvort hann hafi sætt rannsókn opinberra eftirlitsaðila og hvort hann hafi verið stjórnandi fyrirtækis sem orðið hefur gjaldþrota. Fram hefur komið að við ráðningu Ármanns Þorvaldssonar forstjóra Kviku banka hafi hann upplýst stjórn bankans um gjaldþrot félags í hans eigu. Skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og Fjármálaeftirlitið hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Gjaldþrotið snerist um eignarhaldsfélagið Ármann Þorvaldsson ehf en Ármann var ekki persónulega ábyrgur fyrir þeim fimm komma sjö milljörðum króna sem ekki fengust greiddir úr búinu. Ármann stjórnaði Kaupþingi Singer og Friedlander í Bretlandi þar til bankinn fór í slitameðferð við fjármálahrunið. Breska fjármálaeftirlitið rannsakaði bankann og komst að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi stjórnendur bankans hefðu ekki hugað nægilega vel að lausafjárstöðu hans og láðst að láta eftirlitið vita. Bankinn hefði verið sektaður ef hann hefði ekki verið í slitameðferð. Guðmundur Örn Þórðarsson sem situr í stjórn Kviku banka sætir rannsókn hjá embætti héraðssaksóknara vegna meintra umboðssvika vegna kaupa hans og eiginkonu hans á Olíufélaginu Skeljungi árið 2008 og kaupa á færeysku félagi. Eiginkona hans er eigandi félags sem skráð er fyrir fjórða stærsta hlutnum í Kviku banka. Til stendur að skrá bankann í Kauphöllina á næsta ári. Ásgeir Brynjar Torfason lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir að evrópsk löggjöf um fjármálafyrirtæki hafi verið hert eftir fjármálahrunið. Ákvæðið í íslenskri löggjöf um gott orðspor lykilstjórnenda hafi komið til vegna þess. Ástæðan sé einföld. „Það hefur ekki verið talið nægjanlegt að gera einungis þær kröfur að menn sem stjórna fjármálafyrirtækjum séu lausir við dóma og gjaldþrot. Menn hafa viljað ganga lengra í ljósi reynslunnar frá 2008 og fara fram á enn meiri kröfur. En þá hefur verið settur inn svona matskenndur liður sem er ekki einfalt að útskýra lagatæknilega,“ segir Ásgeir. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira
Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika. Þá rannsakaði breska fjármálaeftirlitið fjárfestingarbanka sem forstjórinn stjórnaði. Stjórn Kviku hyggst skrá bankann í Kauphöllinni á næsta ári. Ströng lög gilda um fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar segir að lykilstjórnendur skuli hafa gott orðspor, ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota síðustu fimm ár ár eða hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Á heimasíðu Kviku banka eru jafnvel birtar enn strangari hæfiskröfur. Þar kemur meðal annars fram að meta skuli starfsferil starfsmanns með hliðsjón af því hvort hann hafi sætt rannsókn opinberra eftirlitsaðila og hvort hann hafi verið stjórnandi fyrirtækis sem orðið hefur gjaldþrota. Fram hefur komið að við ráðningu Ármanns Þorvaldssonar forstjóra Kviku banka hafi hann upplýst stjórn bankans um gjaldþrot félags í hans eigu. Skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og Fjármálaeftirlitið hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Gjaldþrotið snerist um eignarhaldsfélagið Ármann Þorvaldsson ehf en Ármann var ekki persónulega ábyrgur fyrir þeim fimm komma sjö milljörðum króna sem ekki fengust greiddir úr búinu. Ármann stjórnaði Kaupþingi Singer og Friedlander í Bretlandi þar til bankinn fór í slitameðferð við fjármálahrunið. Breska fjármálaeftirlitið rannsakaði bankann og komst að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi stjórnendur bankans hefðu ekki hugað nægilega vel að lausafjárstöðu hans og láðst að láta eftirlitið vita. Bankinn hefði verið sektaður ef hann hefði ekki verið í slitameðferð. Guðmundur Örn Þórðarsson sem situr í stjórn Kviku banka sætir rannsókn hjá embætti héraðssaksóknara vegna meintra umboðssvika vegna kaupa hans og eiginkonu hans á Olíufélaginu Skeljungi árið 2008 og kaupa á færeysku félagi. Eiginkona hans er eigandi félags sem skráð er fyrir fjórða stærsta hlutnum í Kviku banka. Til stendur að skrá bankann í Kauphöllina á næsta ári. Ásgeir Brynjar Torfason lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir að evrópsk löggjöf um fjármálafyrirtæki hafi verið hert eftir fjármálahrunið. Ákvæðið í íslenskri löggjöf um gott orðspor lykilstjórnenda hafi komið til vegna þess. Ástæðan sé einföld. „Það hefur ekki verið talið nægjanlegt að gera einungis þær kröfur að menn sem stjórna fjármálafyrirtækjum séu lausir við dóma og gjaldþrot. Menn hafa viljað ganga lengra í ljósi reynslunnar frá 2008 og fara fram á enn meiri kröfur. En þá hefur verið settur inn svona matskenndur liður sem er ekki einfalt að útskýra lagatæknilega,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira