Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2018 10:04 May sagði ummælin óvirðingu við embættið sem hann gegndi Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands er harðorð í garð Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra landsins vegna ummæla hans um nýja Brexit atkvæðagreiðslu. Hún segir Blair grafa undan Brexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Blair sagði að þingmenn myndu styðja nýja atkvæðagreiðslu ef enginn annar kostur væri í stöðunni. May sagði ummælin óvirðingu við embættið sem hann gegndi eitt sinn og sagði að þingmenn gætu ekki fríað sig þeirri ábyrgð að fylgja Brexit eftir. Ummæli Blair féllu eftir að tíu þingmenn verkamannaflokksins fóru á fund David Lidington, fyrrverandi evrópumálaráðherra, til að ræða nýja atkvæðagreiðslu. Ekki eru þó allir þingmenn verkamannaflokksins hlynntir annarri atkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn Theresu May er á móti öllum slíkum hugmyndum og segir að almenningur hafi gefið skýr skilaboð þegar kosið var með Brexit með 51,9 prósentum atkvæða. Chris Mason, stjórnmálarýnandi Breska ríkisútvarpsins segir mikla reiði einkenna ummæli May í garð Blair. „Að Tony Blair fari til Brussel og reyni að grafa undan samningaviðræðum okkar og tali fyrir annarri atkvæðagreiðslu er óvirðing við embættið sem hann gegndi einu sinni og fólkið sem hann vann fyrir,“ sagði May. Til stóð að þingmenn myndu greiða atkvæði um Brexit samning May síðastliðinn þriðjudag en því var frestað eftir að May viðurkenndi að samningurinn hefði verið felldur með miklum meirihluta. Í kjölfar þess fór May til Brussel og bað um að breytingar yrðu gerðar á samningnum svo hann yrði samþykktur en kom tómhent heim frá þeim viðræðum sömuleiðis. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands er harðorð í garð Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra landsins vegna ummæla hans um nýja Brexit atkvæðagreiðslu. Hún segir Blair grafa undan Brexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Blair sagði að þingmenn myndu styðja nýja atkvæðagreiðslu ef enginn annar kostur væri í stöðunni. May sagði ummælin óvirðingu við embættið sem hann gegndi eitt sinn og sagði að þingmenn gætu ekki fríað sig þeirri ábyrgð að fylgja Brexit eftir. Ummæli Blair féllu eftir að tíu þingmenn verkamannaflokksins fóru á fund David Lidington, fyrrverandi evrópumálaráðherra, til að ræða nýja atkvæðagreiðslu. Ekki eru þó allir þingmenn verkamannaflokksins hlynntir annarri atkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn Theresu May er á móti öllum slíkum hugmyndum og segir að almenningur hafi gefið skýr skilaboð þegar kosið var með Brexit með 51,9 prósentum atkvæða. Chris Mason, stjórnmálarýnandi Breska ríkisútvarpsins segir mikla reiði einkenna ummæli May í garð Blair. „Að Tony Blair fari til Brussel og reyni að grafa undan samningaviðræðum okkar og tali fyrir annarri atkvæðagreiðslu er óvirðing við embættið sem hann gegndi einu sinni og fólkið sem hann vann fyrir,“ sagði May. Til stóð að þingmenn myndu greiða atkvæði um Brexit samning May síðastliðinn þriðjudag en því var frestað eftir að May viðurkenndi að samningurinn hefði verið felldur með miklum meirihluta. Í kjölfar þess fór May til Brussel og bað um að breytingar yrðu gerðar á samningnum svo hann yrði samþykktur en kom tómhent heim frá þeim viðræðum sömuleiðis.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30
May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31