UEFA rannsakar kynþáttaníð stuðningsmanna Chelsea Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. desember 2018 08:00 vísir/getty Stuðningsmenn Chelsea voru sakaðir um kynþáttaníð á leik Vidi og Chelsea í Evrópudeildinni í gærkvöld og hefur UEFA hafið rannsókn á málinu. Chelsea gerði jafntefli við Vidi í lokaleik riðlakeppni Evrópudeildarinnar, mikilvægi leiksins var lítið sem ekkert þar sem Chelsea var komið áfram en Vidi úr leik. Stuðningsmenn Chelsea á leiknum, sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi, sungu lag sem beint er að nágrannaliðinu Tottenham. Í laginu er að finna orðalag sem telst til níðs á gyðingum. UEFA hefur ekki formlega kært Chelsea enn sem komið er og mun fara yfir skýrslur frá dómurum og eftirlitsmönnum áður en það er gert. Í yfirlýsingu frá Chelsea segir að: „Gyðingahatur sem og hvert annað form af hatri byggt á kynþáttum eða trúarbrögðum er ekki liðið innan félagsins né meirihluta stuðningsmanna okkar. Það á sér engan stað innan okkar samfélaga.“ „Við höfum staðfastlega haldið því fram mörgu sinnum og kemur það frá eigandanum, stjórninni, þjálfurum og leikmönnum.“ „Þeir einstaklingar sem geta ekki virkjað heilann á sér nóg til þess að skilja þessi einföldu skilaboð og gerast sekir um að skaða mannorð klúbbsins með niðrandi orðum eða gjörðum mæta hörðustu refsingum.“ Þetta atvik kemur aðeins nokkrum dögum eftir að Raheem Sterling sagðist hafa orðið fyrir kynþáttaníði frá stuðningsmönnum Chelsea í leik Chelsea og Manchester City á Stamford Bridge um síðustu helgi. Lögreglan er enn með það mál í rannsókn og hafa fjórir stuðningsmenn verið bannaðir frá Stamford Bridge. Þá á sá stuðningsmaður sem er í brennidepli á rannsókninni eftir að myndbandsupptökur sýna hann hella sér yfir Sterling að hafa misst vinnuna vegna málsins eftir því sem kom fram í fjölmiðlum á Englandi. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea voru sakaðir um kynþáttaníð á leik Vidi og Chelsea í Evrópudeildinni í gærkvöld og hefur UEFA hafið rannsókn á málinu. Chelsea gerði jafntefli við Vidi í lokaleik riðlakeppni Evrópudeildarinnar, mikilvægi leiksins var lítið sem ekkert þar sem Chelsea var komið áfram en Vidi úr leik. Stuðningsmenn Chelsea á leiknum, sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi, sungu lag sem beint er að nágrannaliðinu Tottenham. Í laginu er að finna orðalag sem telst til níðs á gyðingum. UEFA hefur ekki formlega kært Chelsea enn sem komið er og mun fara yfir skýrslur frá dómurum og eftirlitsmönnum áður en það er gert. Í yfirlýsingu frá Chelsea segir að: „Gyðingahatur sem og hvert annað form af hatri byggt á kynþáttum eða trúarbrögðum er ekki liðið innan félagsins né meirihluta stuðningsmanna okkar. Það á sér engan stað innan okkar samfélaga.“ „Við höfum staðfastlega haldið því fram mörgu sinnum og kemur það frá eigandanum, stjórninni, þjálfurum og leikmönnum.“ „Þeir einstaklingar sem geta ekki virkjað heilann á sér nóg til þess að skilja þessi einföldu skilaboð og gerast sekir um að skaða mannorð klúbbsins með niðrandi orðum eða gjörðum mæta hörðustu refsingum.“ Þetta atvik kemur aðeins nokkrum dögum eftir að Raheem Sterling sagðist hafa orðið fyrir kynþáttaníði frá stuðningsmönnum Chelsea í leik Chelsea og Manchester City á Stamford Bridge um síðustu helgi. Lögreglan er enn með það mál í rannsókn og hafa fjórir stuðningsmenn verið bannaðir frá Stamford Bridge. Þá á sá stuðningsmaður sem er í brennidepli á rannsókninni eftir að myndbandsupptökur sýna hann hella sér yfir Sterling að hafa misst vinnuna vegna málsins eftir því sem kom fram í fjölmiðlum á Englandi.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira