Eldmóðurinn kviknaður af fullum krafti Hjörvar Ólafsson skrifar 14. desember 2018 12:30 Anton Sveinn McKee fréttablaðið/getty Anton Sveinn hefur bætt þrjú Íslandsmet á mótinu, en það er í greinunum 50, 100 og 200 metra bringusundi. Hingað til hefur hann verið sterkastur í 200 metra bringusundinu, en hefur nú bætt sig í hinum greinunum tveimur sem er gleðiefni. Þá á Anton enn fremur næstbesta tíma Norðurlandabúa í 100 og 200 metra bringusundi. Norðmaðurinn Alexander Dale Oen á metið í 100 metra bringusundi og Svíinn Erik Persson hefur synt hraðast í 200 metra bringusundi. „Markmiðið fyrir mótið var fyrst og fremst að taka stöðuna á mér og sjá hvar ég stæði fyrir Ólympíuleikana 2020 og þau mót sem fram undan eru á fyrstu sex mánuðum á næsta ári. Það er ofboðslega góð tilfinning að finna að æfingar síðustu vikurnar hafa gengið vel að það æfingaprógram sem hefur verið sett upp fyrir mig er að ganga upp svo um munar,“ segir Anton Sveinn sem var augljóslega fullur af eldmóði þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans til Kína. Hugsaði um að hætta í sundi „Ég var að gæla við að segja skilið við sundkaflann í mínu lífi þegar ég lauk háskólanáminu mínu. Ég tók smá pásu þegar ég tók við krefjandi starfi sem ég sinni enn í dag. Ég fann það hins vegar fljótlega að ég saknaði sundlaugarinnar og byrjaði að æfa aftur. Það tók ekki langan tíma að finna hvatann aftur og mér líður mjög vel með liðinu hér úti og sú liðsheild sem hefur skapast hér á stóran þátt í þeim góða árangri sem ég hef náð,“ segir hann um aðdraganda mótsins. „Þar sem ég er staðsettur í Boston vegna vinnu minna, en þarf að ferðast mikið alla virka daga og kem reglulega til Íslands er æfingaprógramið töluvert púsluspil. Will Leonhart sem þjálfaði mig í háskólanum þjálfar mig þegar ég er í Boston og Klaus Jürgen Ohk og Mladen Tepavcevic sjá svo um mig þegar ég er á Íslandi og um að samræma prógramið. Það hefur svo skilað mér miklu að æfa undir handleiðslu styrktarþjálfarans Davíðs Jónatanssonar. Þar sem ég get ekki synt jafn mikið og gerði áður vegna anna í vinnunni lyfti ég meira þess í stað. Ég finn að það er að skila mér betra upphafssparki frá bakkanum og snúningum,“ segir hann um fyrirkomulag æfinga sinna. Hvíldin var nauðsynleg fyrir framhaldið „Ég fann þegar ég kláraði háskólann að mikið álag í sundinu var farið að segja til sín og ég þurfti pásu. Eftir Ólympíuleika ár 2016 fór ég beint í krefjandi háskólanám og æfði sund meðfram því. Ég fann það að ég þurfti á hvíld að að halda um haustið 2016 og ég tók því nokkuð rólega þar til fyrir um það bil einu ári síðan þegar áhuginn á að fara taka sundið föstum tökum á nýjan leik kviknaði hjá mér,“ segir hann.Langar að enda mótið með fjórða metinu „Ég á eitt sund eftir sem að er 50 metra bringusund á morgun. Það væri frábært að klára þeta með Íslandsmeti, en ef að það tekst ekki geng ég samt sem áður klárlega sáttur frá borði. Nú veit ég hvar ég stund, finn að æfingarnar eru að skila sér og að ég er á réttri leið. Ég veit hvað ég þarf bæta fyrir Ólympíuleikana sem að er langtímamarkmiðið og ég hef Íslandsmeistaramótið og Smáþjóðleikana og að lokum heimsmeistaramótið sem fram fer í júlí næsta sumar til þess að ná lágmörkum fyrir þá leika,“ segir hann um framhaldið. „Mig minnir að ég hafi áður synt á tíma sem er undir þeim sem er lágmarkið í 200 metra bringusundi og það muni um það hálfri sekúndu í 50 og metra bringusundi. Ég hef fulla trú á því að ég nái þessum lágmörkum og þetta mót gerir ekkert annað en að styrkja þá trú enn frekar. Sundið er aftur orðið það skemmtilegasta sem ég geri og mér líður vel sem er aðalatriðið,“ segir hann enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Sund Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Anton Sveinn hefur bætt þrjú Íslandsmet á mótinu, en það er í greinunum 50, 100 og 200 metra bringusundi. Hingað til hefur hann verið sterkastur í 200 metra bringusundinu, en hefur nú bætt sig í hinum greinunum tveimur sem er gleðiefni. Þá á Anton enn fremur næstbesta tíma Norðurlandabúa í 100 og 200 metra bringusundi. Norðmaðurinn Alexander Dale Oen á metið í 100 metra bringusundi og Svíinn Erik Persson hefur synt hraðast í 200 metra bringusundi. „Markmiðið fyrir mótið var fyrst og fremst að taka stöðuna á mér og sjá hvar ég stæði fyrir Ólympíuleikana 2020 og þau mót sem fram undan eru á fyrstu sex mánuðum á næsta ári. Það er ofboðslega góð tilfinning að finna að æfingar síðustu vikurnar hafa gengið vel að það æfingaprógram sem hefur verið sett upp fyrir mig er að ganga upp svo um munar,“ segir Anton Sveinn sem var augljóslega fullur af eldmóði þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans til Kína. Hugsaði um að hætta í sundi „Ég var að gæla við að segja skilið við sundkaflann í mínu lífi þegar ég lauk háskólanáminu mínu. Ég tók smá pásu þegar ég tók við krefjandi starfi sem ég sinni enn í dag. Ég fann það hins vegar fljótlega að ég saknaði sundlaugarinnar og byrjaði að æfa aftur. Það tók ekki langan tíma að finna hvatann aftur og mér líður mjög vel með liðinu hér úti og sú liðsheild sem hefur skapast hér á stóran þátt í þeim góða árangri sem ég hef náð,“ segir hann um aðdraganda mótsins. „Þar sem ég er staðsettur í Boston vegna vinnu minna, en þarf að ferðast mikið alla virka daga og kem reglulega til Íslands er æfingaprógramið töluvert púsluspil. Will Leonhart sem þjálfaði mig í háskólanum þjálfar mig þegar ég er í Boston og Klaus Jürgen Ohk og Mladen Tepavcevic sjá svo um mig þegar ég er á Íslandi og um að samræma prógramið. Það hefur svo skilað mér miklu að æfa undir handleiðslu styrktarþjálfarans Davíðs Jónatanssonar. Þar sem ég get ekki synt jafn mikið og gerði áður vegna anna í vinnunni lyfti ég meira þess í stað. Ég finn að það er að skila mér betra upphafssparki frá bakkanum og snúningum,“ segir hann um fyrirkomulag æfinga sinna. Hvíldin var nauðsynleg fyrir framhaldið „Ég fann þegar ég kláraði háskólann að mikið álag í sundinu var farið að segja til sín og ég þurfti pásu. Eftir Ólympíuleika ár 2016 fór ég beint í krefjandi háskólanám og æfði sund meðfram því. Ég fann það að ég þurfti á hvíld að að halda um haustið 2016 og ég tók því nokkuð rólega þar til fyrir um það bil einu ári síðan þegar áhuginn á að fara taka sundið föstum tökum á nýjan leik kviknaði hjá mér,“ segir hann.Langar að enda mótið með fjórða metinu „Ég á eitt sund eftir sem að er 50 metra bringusund á morgun. Það væri frábært að klára þeta með Íslandsmeti, en ef að það tekst ekki geng ég samt sem áður klárlega sáttur frá borði. Nú veit ég hvar ég stund, finn að æfingarnar eru að skila sér og að ég er á réttri leið. Ég veit hvað ég þarf bæta fyrir Ólympíuleikana sem að er langtímamarkmiðið og ég hef Íslandsmeistaramótið og Smáþjóðleikana og að lokum heimsmeistaramótið sem fram fer í júlí næsta sumar til þess að ná lágmörkum fyrir þá leika,“ segir hann um framhaldið. „Mig minnir að ég hafi áður synt á tíma sem er undir þeim sem er lágmarkið í 200 metra bringusundi og það muni um það hálfri sekúndu í 50 og metra bringusundi. Ég hef fulla trú á því að ég nái þessum lágmörkum og þetta mót gerir ekkert annað en að styrkja þá trú enn frekar. Sundið er aftur orðið það skemmtilegasta sem ég geri og mér líður vel sem er aðalatriðið,“ segir hann enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Sund Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira