Fyrsta heilbrigðisstefnan? Ingimar Einarsson skrifar 12. desember 2018 08:00 Síðustu misseri hefur á vegum velferðarráðuneytisins verið unnið að mótun heilbrigðisstefnu. Í þeirri vinnu hefur heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ásamt starfsliði sínu haft leiðandi forystu. Hefur jafnvel mátt skilja að hér væri í mótun fyrsta heilbrigðisstefna landsins. Þegar litið er nokkra áratugi til baka má ljóst vera að stefnumótun í heilbrigðismálum hefur verið meðal helstu viðfangsefna heilbrigðisyfirvalda um langt skeið.Þingsályktun Þann 19. mars 1991 samþykkti Alþingi þingsályktun um Íslenska heilbrigðisáætlun. Samkvæmt henni ályktaði Alþingi að stefna í heilbrigðismálum á Íslandi fram til ársins 2000 skyldi taka mið af heilbrigðisáætlun þeirri sem sett var fram í 32 liðum og hafði það meginmarkmið að bæta heilsufar þjóðarinnar. Efnismikil drög að þingsályktun voru í undirbúningi og meðhöndlun ráðuneytis og þings á níunda áratugnum og fram í byrjun þess tíunda.Greining og markmið Á árinu 1992 var lokið við tvær skýrslur á sviði stefnumótunar á heilbrigðissviði. Í fyrsta lagi var um að ræða ritið „Heilbrigð þjóð – Forvarnir og heilsustefna til aldamóta árið 2000. Greining einstakra viðfangsefna og setning markmiða.“ Og í öðru lagi landsáætlun sem var ætlað að verða framkvæmdaáætlun á landsvísu um forvarnir og heilsueflingu vegna langvinnra sjúkdóma og slysa. Hrafn V. Friðriksson læknir tók saman umræddar skýrslur. Í ársbyrjun 1996 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, nefnd til að gera tillögur um hvernig væri unnt að standa að forgangsröðun í heilbrigðismálum hér á landi. Nefndin skilaði tillögum sínum á árinu 1998 og náðist víðtæk samstaða meðal nefndarmanna um alla meiriháttar stefnumörkun, áætlunargerð og setningu markmiða í heilbrigðismálum. Tillögurnar urðu síðar hluti af heilbrigðisáætlun til 2010.Heilbrigðisáætlanir Á sama tíma var unnið að gerð heilbrigðisáætlunar fyrir tímabilið frá árinu 2000 til 2010. Sú heilbrigðisáætlun, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001, markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru innleidd mælanleg markmið. Á gildistíma áætlunarinnar var þannig auðveldara en áður að fylgjast með framvindu mála og meta í lokin árangurinn af framkvæmdinni. Á þessum áratug hafa verið gerðar nokkrar tilraunir í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og skyldi hún leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Sú viðleitni hefur enn engan árangur borið. Tillaga sem borin var fram á löggjafarþinginu 2012-2013 fékkst ekki afgreidd. Haustið 2016 var svo kynnt tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022 en hún var aldrei lögð fram á Alþingi. Í sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er lögð áhersla á að ríkisstjórnin muni fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir Ísland. Mótuð verði markmið og leiðir í samvinnu við fagstéttir og Embætti landlæknis. Heilsugæslan verði efld sem fyrsti viðkomustaður notenda, svo nefnd séu nokkur dæmi. Nú liggja fyrir fyrstu drög að stefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 og hafa þau þegar verið send út til umsagnar. Athygli vekur hversu höfundar tillögunnar virðast hafa sneitt fram hjá eða lítið þekkt til þeirrar stefnumótunar og áætlanagerðar sem unnin hefur verið á liðnum áratugum. Orsakirnar liggja ef til vill í því að ekki hefur tekist að flytja þekkingararfinn milli kynslóðanna og stefnumótunin hefur ekki fengið það vægi í störfum viðkomandi ráðuneytis sem nauðsynlegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur á vegum velferðarráðuneytisins verið unnið að mótun heilbrigðisstefnu. Í þeirri vinnu hefur heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ásamt starfsliði sínu haft leiðandi forystu. Hefur jafnvel mátt skilja að hér væri í mótun fyrsta heilbrigðisstefna landsins. Þegar litið er nokkra áratugi til baka má ljóst vera að stefnumótun í heilbrigðismálum hefur verið meðal helstu viðfangsefna heilbrigðisyfirvalda um langt skeið.Þingsályktun Þann 19. mars 1991 samþykkti Alþingi þingsályktun um Íslenska heilbrigðisáætlun. Samkvæmt henni ályktaði Alþingi að stefna í heilbrigðismálum á Íslandi fram til ársins 2000 skyldi taka mið af heilbrigðisáætlun þeirri sem sett var fram í 32 liðum og hafði það meginmarkmið að bæta heilsufar þjóðarinnar. Efnismikil drög að þingsályktun voru í undirbúningi og meðhöndlun ráðuneytis og þings á níunda áratugnum og fram í byrjun þess tíunda.Greining og markmið Á árinu 1992 var lokið við tvær skýrslur á sviði stefnumótunar á heilbrigðissviði. Í fyrsta lagi var um að ræða ritið „Heilbrigð þjóð – Forvarnir og heilsustefna til aldamóta árið 2000. Greining einstakra viðfangsefna og setning markmiða.“ Og í öðru lagi landsáætlun sem var ætlað að verða framkvæmdaáætlun á landsvísu um forvarnir og heilsueflingu vegna langvinnra sjúkdóma og slysa. Hrafn V. Friðriksson læknir tók saman umræddar skýrslur. Í ársbyrjun 1996 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, nefnd til að gera tillögur um hvernig væri unnt að standa að forgangsröðun í heilbrigðismálum hér á landi. Nefndin skilaði tillögum sínum á árinu 1998 og náðist víðtæk samstaða meðal nefndarmanna um alla meiriháttar stefnumörkun, áætlunargerð og setningu markmiða í heilbrigðismálum. Tillögurnar urðu síðar hluti af heilbrigðisáætlun til 2010.Heilbrigðisáætlanir Á sama tíma var unnið að gerð heilbrigðisáætlunar fyrir tímabilið frá árinu 2000 til 2010. Sú heilbrigðisáætlun, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001, markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru innleidd mælanleg markmið. Á gildistíma áætlunarinnar var þannig auðveldara en áður að fylgjast með framvindu mála og meta í lokin árangurinn af framkvæmdinni. Á þessum áratug hafa verið gerðar nokkrar tilraunir í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og skyldi hún leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Sú viðleitni hefur enn engan árangur borið. Tillaga sem borin var fram á löggjafarþinginu 2012-2013 fékkst ekki afgreidd. Haustið 2016 var svo kynnt tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022 en hún var aldrei lögð fram á Alþingi. Í sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er lögð áhersla á að ríkisstjórnin muni fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir Ísland. Mótuð verði markmið og leiðir í samvinnu við fagstéttir og Embætti landlæknis. Heilsugæslan verði efld sem fyrsti viðkomustaður notenda, svo nefnd séu nokkur dæmi. Nú liggja fyrir fyrstu drög að stefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 og hafa þau þegar verið send út til umsagnar. Athygli vekur hversu höfundar tillögunnar virðast hafa sneitt fram hjá eða lítið þekkt til þeirrar stefnumótunar og áætlanagerðar sem unnin hefur verið á liðnum áratugum. Orsakirnar liggja ef til vill í því að ekki hefur tekist að flytja þekkingararfinn milli kynslóðanna og stefnumótunin hefur ekki fengið það vægi í störfum viðkomandi ráðuneytis sem nauðsynlegt er.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun