Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 12:28 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. Ágúst Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu á föstudagskvöld þar sem hann greindi frá því að hann væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Ástæðan væri sú að hann hefði fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna samskipta við konu í upphafi sumars. Greindi hann meðal annars frá því að hann hefði reynt að kyssa hana í tvígang en hún neitaði og að hann hefði þá brugðist afar illa við því. Umrædd kona er Bára Huld sem í dag sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir Ágúst Ólaf gera mun minna úr því sem átti sér stað á milli þeirra en efni standa til. Þá greinir hún frá því að hún hafi ekki viljað að málið yrði gert opinbert en sú ákvörðun hafi verið úr hennar höndum þegar Ágúst Ólafur birti sína yfirlýsingu. Bára Huld leitaði til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar vegna málsins sem áminnti Ágúst Ólaf vegna hegðunar hans í lok nóvember. Logi segir að hann hafi í kjölfarið greint þingflokknum frá þeirri niðurstöðu og tilkynnt að hann ætlaði að stíga til hliðar í tvo mánuði til að leita sér aðstoðar. „Hann ákvað líka að gefa út yfirlýsingu sem er líka bara hans yfirlýsing og hann birti hana áður en við sáum hana fyrirfram. Hún kemur núna með sína yfirlýsingu og það er munur á þeim en þá er þetta lýsing tveggja málsaðila sem ég get ekki tjáð mig um með neinum hætti,“ segir Logi.Hvað viltu segja um stöðu Ágústar Ólafs í þingflokknum? Nú hafa margir kallað eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér og manni finnst þetta kannski síst alvarlegra. Hún allavega sakar hann um grófa áreitni. Á Ágúst Ólafur ekki alveg eins að segja af sér? „Hann er í leyfi núna og er ekki á þingi og er að leita sér aðstoðar. Svo verðum við bara að sjá til. Hann verður auðvitað að horfa í eigin barm líka,“ segir Logi og heldur áfram: „Þrátt fyrir allt er ég ánægður með að við drifum í því að búa til svona trúnaðarnefnd sem getur tryggt fólki faglega og hlutlausa meðferð og ég vona að sem flestir flokkar geri það líka.“ Alþingi MeToo Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. Ágúst Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu á föstudagskvöld þar sem hann greindi frá því að hann væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Ástæðan væri sú að hann hefði fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna samskipta við konu í upphafi sumars. Greindi hann meðal annars frá því að hann hefði reynt að kyssa hana í tvígang en hún neitaði og að hann hefði þá brugðist afar illa við því. Umrædd kona er Bára Huld sem í dag sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir Ágúst Ólaf gera mun minna úr því sem átti sér stað á milli þeirra en efni standa til. Þá greinir hún frá því að hún hafi ekki viljað að málið yrði gert opinbert en sú ákvörðun hafi verið úr hennar höndum þegar Ágúst Ólafur birti sína yfirlýsingu. Bára Huld leitaði til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar vegna málsins sem áminnti Ágúst Ólaf vegna hegðunar hans í lok nóvember. Logi segir að hann hafi í kjölfarið greint þingflokknum frá þeirri niðurstöðu og tilkynnt að hann ætlaði að stíga til hliðar í tvo mánuði til að leita sér aðstoðar. „Hann ákvað líka að gefa út yfirlýsingu sem er líka bara hans yfirlýsing og hann birti hana áður en við sáum hana fyrirfram. Hún kemur núna með sína yfirlýsingu og það er munur á þeim en þá er þetta lýsing tveggja málsaðila sem ég get ekki tjáð mig um með neinum hætti,“ segir Logi.Hvað viltu segja um stöðu Ágústar Ólafs í þingflokknum? Nú hafa margir kallað eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér og manni finnst þetta kannski síst alvarlegra. Hún allavega sakar hann um grófa áreitni. Á Ágúst Ólafur ekki alveg eins að segja af sér? „Hann er í leyfi núna og er ekki á þingi og er að leita sér aðstoðar. Svo verðum við bara að sjá til. Hann verður auðvitað að horfa í eigin barm líka,“ segir Logi og heldur áfram: „Þrátt fyrir allt er ég ánægður með að við drifum í því að búa til svona trúnaðarnefnd sem getur tryggt fólki faglega og hlutlausa meðferð og ég vona að sem flestir flokkar geri það líka.“
Alþingi MeToo Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Sjá meira
Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17
Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39